Þá er komið að lokatónleikum hljómsveitarinnar SHOGUN. Við höfum eignast fullt af góðum vinum og kunningjum, og spilað á flestum stöðum landsins og á flestum stórtónleikum sem eru á Íslandi, Iceland Airwaves, Músiktilraunum og einnig á stóra sviðinu á 17. júní. Við viljum einnig þakka öllum sem hafa staðið við bakið á okkur.

Höfum við þá gefið út eina breiðskífu sem ber titilinn Charm City og erum afar ánægðir með hana.

Tónleikarnir verða haldnir á Grand Rokk Laugardaginn 30. janúar 2010.

Það kostar 1000 kr. inn og fylgir einn bjór með eða þá að þið borgið 1500 kr. og fáið einn bjór og plötuna “Charm City” í kaupbæti.

Með okkur spila svo vinahljómsveitirnar okkar, sem við höfum farið þessa leið með, Gordon Riots, We Made God og Endless Dark.