Autopsy er death metal band stofnað af Chris Reifert árið 1987. Chris Reifert er hvað þekktastur fyrir að vera á trommum á debuti Death, Scream Bloody Gore. Eftir að leiðir Chuck Schuldiner og Chris Reifert skildu fékk Reifert til liðs við sig gítarleikarana Danny Coralles og Eric Cutler og voru þessir þrír meðlimir í Autopsy allt þar til þeir hættu árið 1995. Chris Reifert söng sjálfur bæði á öllum plötum og live en það verður að teljast frekar sjaldgæft að trommarar gegni því hlutverki. Bassaleikarar komu og fóru en sá þekktasti sem vann með þeim er án efa Steve DiGiorgio (Testament, Iced Earth, Death, Control Denied) en hann var session bassaleikari á debuti Autopsy, Severed Survival (1989) og Fiend for Blood EP (1992). Autopsy gáfu alls út 4 breiðskífur og 2 smáskífur auk tveggja live platna, tveggja compilation og eins DVD sem kom 2006.

Severed Survival minnir mjög á Scream Bloody Gore svo ef maður er hrifinn af gömlu Death plötunum þá á maður eftir að elska þessa plötu. Hún hefur öll einkenni old school death metals en hefur einnig ákveðin doom metal einkenni sem áttu seinna eftir að setja meiri svip á stíl hljómsveitarinnar. Platan skartar 11 lögum og er sóló í hverju einasta lagi.



Autopsy – Severed Survival – Severed Survival
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Z4Ig_fhJ5r4


Autopsy – Severed Survival – Gasping For Air
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gVDuO9iLP-0


Autopsy – Severed Survival – Charred Remains
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=24_BYwfqV4A



Árið 1991 gáfu þeir út EP sem hét Retribution for the Dead og fylgir það með endurútgáfum á Severed Survival. Sama ár gáfu þeir út aðra breiðskífu sína, Mental Funeral. Hljóðið á henni var ennþá líkt Severed Survival en mátti greina meiri doom metal einkenni á henni en á forvera hennar. Sum lög voru mjög stutt en alls voru 3 lög á plötunni minna en ein mínúta að lengd. Mikið var um hraðabreytingar og á eftir löturhægu drungalegu doom metal riffi gat komið leifturhratt thrash-legt riff. Á bæði Retribution for the Dead og Mental Funeral var Steve Cutler á bassa.



Autopsy – Mental Funeral – Bonesaw/Dark Crusade/Mental Funeral
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=P1OIo8y33cI


Autopsy – Mental Funeral – Fleshcrawl/Torn From The Womb
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=PBr5gT6mlKk


Autopsy – Mental Funeral – Robbing the Grave
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Y03Q1-7x0Jg



Næst kom Fiend for Blood EPið þar sem Steve DiGiorgio glamraði á bassann fyrir þá aftur. Mátti aftur finna stutt lög, bæði hröð og hæg. Má þar nefna að á EPinu eru 6 lög, þar af 2 styttri en ein mínúta og aðeins eitt lag er meira en 3 mínútur að lengd. Árið 1992 kom svo út þriðja breiðskífa þeirra, Acts of the Unspeakable og í endurútgáfunni frá 2003 fylgir Fiend for Blood EPið með.



Autopsy – Fiend for Blood – Fiend for Blood
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KPw5tupcln4


Autopsy – Fiend for Blood – Squeal Like A Pig
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9auZtleyz0g


Autopsy – Acts of the Unspeakable - Funereality
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VjFXwwttfs4


Autopsy – Acts of the Unspeakable – Walls of the Coffin
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=q5iMly-rFxI



Seinasta breiðskífa Autopsy kom út árið 1995 og bar það skemmtilega heiti Shitfun. Eins og má dæma af nafninu voru þeir komnir í allt aðrar pælingar en þeir voru í upphaflega og er það sennilega ástæða þess að þeir hættu þessu projecti. Shitfun skartar mjög skondnum lagatitlum á borð við I Shit On Your Grave, Maim Rape Kill Rape, Fuckdog og Praise the Children. Platan fékk ekki eins góðar viðtökur og fyrri plötur þeirra enda er þetta varla í stíl gamla Autopsy, það má líkja þessu við nýútkomna plötu Cryptopsy, The Unspoken King. Ég ætla þó að gefa ykkur tóndæmi.



Autopsy – Shitfun – No More Hate
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nwOWj4p-s0k


Autopsy – Shitfun – The Birthing
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=l6YPsyEjZ5A



Þegar ég segi að Autopsy hafi hætt árið 1995 þá meina ég ekki að þeir hafi hætt í tónlist, alls ekki. Það eina sem hætti var samstarf Chris Reifert, Danny Coralles og Eric Cutler undir nafninu Autopsy. Ég veit ekki hvað hefur orðið um Eric Cutler en Chris Reifert og Danny Coralles spila enn saman í hljómsveitinni Abscess sem er í raun áframhald af Autopsy. Reyndar telja margir að Shitfun sé eiginlega Abscess plata, það sé sáralítið eftir af “Autopsy” hljóðinu sem var á Severed Survival og Mental Funeral. Þeir spila einnig saman í hljómsveitinni The Ravenous og eru þessar tvær sveitir enn að.