Andkristni 2007 - 22. desember í TÞM Andkristnihátíðin 2007 verður haldin laugardaginn 22. desember næstkomandi í TÞM út á granda.

Það kostar 1000kr inn og fjörið ætti að hefjast um 18:00

VANTRÚ verður með bás og væntanlega eyðublöð til að skrá sig úr þjóðkirkjunni.

Nákvæm dagskrá kemur síðar

ANDKRISTNIHÁTÍÐIN Á MYSPACE - http://www.myspace.com/andkristnihatid

Hér koma umfjallanir um hljómsveitirnar sem spila:

Atrum – Atrum er hljómsveit af höfuðborgarsvæðinu, stofnuð 2005 uppúr ösku svartmálmbandsins Withered. Hljómsveitin hefur gengið í gegnum ýmsar mannabreytingar sem hefur svo sannarlega sett sinn svip á tónlistina. Stofnmeðlimirnir Sigurður Árni og Úlfar, gítarleikar, fengu Ragnar þáverandi trommuleikara Diabolus og Gísla á bassa. Þeir settu nýlega á myspace síðu sveitarunnar lagið „Secular“. Það lag gefur hlustandanum hugmynd um það sem koma skal á næstu útgáfu Atrum sem er væntanleg á vormánuðum 2008. Þetta efni hefur vakið mikla hylli undanfarið og þykir vera eitt það frambærilegasta í íslensku þungarokki í dag. Mulningsvélarmálmur á borð við Behemoth & Keep of Kalessin sem gefur ekkert eftir. Heimasíða sveitarinnar er http://www.myspace.com/atrumiceland

Blood Feud - Blood Feud, eitt okkar fremsta thrash-metal band. Stofnað árið 2004 af þeim Böðvari (gítar/söng), Stefáni (gítar), Ingó (bassi) og Jakob (tommur). Þessir menn leika thrashmetal af gamla skólanum með innskotnum áhrifum héðan og þaðan. Áhrif má gæta frá böndum eins og Kreator, Children of Bodom, Carcass og fleirum. Útgáfa hefur lengi verið á dagskrá, enda hafa upptökur verið í gangi af þessu ári. Formleg útgáfa er á döfinni en óvíst er að segja til um hvenær hún verður. Hinsveg er eitt lag komið á heimasíðu Blood Feud á slóðinni http://www.myspace.com/gatesofmadness

Darknote – Það hefur ekki mikið farið fyrir hljómsveitinni Darknote. Stofnuð árið 2004 og á rætur sínar að rekja út fyrir landsteinana. Meðlimir Darknote eru Davíð (söngur), Jon Dal (gítar), Freyr (gítar), Vilhjálmur (trommur) & Karl (bassi). Hljómsveitin byrjaði framsæknu þungarokki á borð við sveitir eins og Opeth en hefur þróast út í þyngri hljóma á við Mastodon, Lamb of God, Meshuggah og fleiri án þess þó að tapa hinum progressífu rótum. Hljómsveitin hefur nýverið lokið demó upptökum, en það má vænta útgáfu frá þeim á næstunni. Athugið að Andkristnihátíðin í ár verður fyrsta opinbera framkoma Darknote. Heimasíða Darknote er http://www.myspace.com/darknotemetal

Disintegrate – Líklega nýjasta hljómsveitin í íslensku þungarokki, stofnuð á þessu ári. Þetta er hliðarverkefni sem útskýra sem afsprengi Diabolus og Severed Crotch. Meðlimir eru Marvin(gítar), Kjartan(rödd) og Mannætan(bassi) úr Severed Crotch og Magnús trommari Diabolus. Ásamt þeim er piltur, upprisinn frá Akranesi á gítar og heitir hann Egill. Músikin sem Disintegrate spila er ættuð úr „Brutal Death metal“ hugtakinu. Hljómsveitir sem mætti líkja við Disintegrate eru m.a. Defeated Sanity, Disgorge (US), Gorgasm, Spawn of Possession og fleiri. Andkristnihátíð 2007 verður önnur opinbera framkoma Disintegrate. Heimasíða sveitarinnar er http://www.myspace.com/disintegrateiceland

Finngálkn – Finngálkn er svartmálmshljómsveit frá Dalvík sem var stofnuð árið 2006. Sveitin stendur aðalega saman af tvíburunum Óttari Jörgen og Óskari Jökli. Óttar leikur á gítar og Óskar ljáir rödd. Þeir munu nú njóta stuðnings trommara Revolter, Hagg og Sturlu úr Svartadauða á bassa. Finngálkn voru nýverið að gefa út breiðskífuna „Horns against heaven“ á Melas Khole útgáfunni. Um er að ræða 8 laga plötu, kolsvart viskímarinerað rot n roll. Platan er fáanleg í 12 Tónum, Geisladiskabúð Valda og Smekkleysu plötuverslun, en þó í liltu upplagi. Finngálkn spila örsjaldan opinberlega og þetta verður í fyrsta skipti sem Finngálkn spila eftir útgáfu „Horns against heaven“. Finngálkn hafa ekki neina opinbera vefsíðu með tóndæmum – það þykir ekki viðeigandi í þeirra bransa.

IX-Dimension - „Welcomes you to a tour of a paralel universe of sounds and experience. Explore the dark abyss of the human soul as it emerges with the future in the planetary dimensional shift..“ segir á heimasíðu IX-Dimension. Það er erfitt að lýsa þessari tónlist, en hún er eitthvað sem fólk verður að upplifa á sinn eigin hátt. Draumkennd tónlist sem á sér engan líkan á andkristnihátíðinni. Heimasíða IX-Dimension er http://www.myspace.com/xmental

Helshare – Helshare varð til úr rústum hljómsveitarinnar Elegy á árinu 2006. Helshare stendur saman af Sigurgrími (gítar/söng), Atla Jarli (bassi/söngur) og Gunnari (trommur). Þótt Helshare sé tiltölulega nýtt band, þá eru miklir reynsluboltar í því sem hafa lifað tímana tvenna með böndum eins og Forgarði Helvítis, Múspell, Clockwork Diabolus o.fl allt frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Tónlist Helshare þarf ekki að tíunda neitt sérstaklega, hún er eins og Atli Jarl segir það „ROKK!!“. Aðrir frægir músikspekúlantar á borð við Þorstein Kolbeinsson segja að tónlistin er „kickass!! öfgametall sem kallar ekki allt ömmu sína“. Það sem er á döfinni hjá Helshare er plata á næsta ári og túr um Evrópu. Heimasíða Helshare er http://www.myspace.com/helshare

Svartidauði – Svartidauði voru klárlega með bestu og jafnframt minnisstæðustu sviðsframkomu á Andkristnihátíð 2006. Bandið, upphaflega hugarfóstur Sturlu (rödd), var stofnað 2002 en kom sér svo ekki á fullt skrið fyrr en það var búið að manna í flestar stöður. Bandið eyddi miklum tíma í æfingarhúsnæðum uppfrá árinu 2003 en kom sér svo til að spila opinberlega fyrr en í mars 2006. Bandið hefur skipt um ýmsa meðlimi í gegnum tíðina en ásamt Sturlu eru það Þórir (gítar), Egill (bassi), Jóhannes (gítar) og nú Ragnar úr Atrum á trommur. Svartidauði spila svartmálm í anda Mayhem og Ofermod svo einhver dæmi séu tekin. Svartidauði eru þekktir fyrir vera einstakt sviðsband, ekki einungis fyrir eyrað heldur líka augu. Svartidauði gáfu út demið „Temple of deformation“ á segulbandsformi árið 2006 og stefnt er að því að 7“ komi út snemma á næsta ári á MPK útgáfunni í Hollandi. Svartidauði eru ekki með heimasíðu eins og er, hún datt niður fyrir utan Bar 11.

Forgarður Helvítis – Forgarður Helvítis, klárlega lengst starfandi bandið í dag. Stofnaðir 1991 á suðurlandsundirlendinu. Þeir eru Siggi Pönk (söngur), Maddi (bassi), Maggi (trommur), Venni (gítar) og Óli (gítar). Aldur er afstæður og það á sannarlega við Forgarð Helvítis. Þeir hafa alla tíð verið þekktir fyrir kröftuga framkomu enda með einn reyndasta frontara landsins. Forgarðurinn hafa gefið út efni með vissu millibili frá stofnun, en þar ber helst að nefna safnplötuna „Helvíti sessions“ sem kom út árið 2000 og Gerningaveður sem kom út árið 2002. Það sem er á döfinni hjá Forgarðinum er ný plata á næsta ári. Heimasíða Forgarðsins er http://www.helviti.com/forgardur

Voreastral - Voreastral er nýleg sveit er samansett af meðlimum bæði úr höfuðborg landsins, Reykjavík, og hinni upprunalegu höfuðborg ROKKSINS! á landinu, Keflavík. Ekkert frekara er vitað um meðlimi sveitarinnar, ef frá er talinn óheilbrigður áhugi þeirra á afbrigðilegu kynlífi, hinum ýmsu kynsjúkdómum og öllum mögulegum öfgum sem tengjast úrgangsefnum líkamans. Sveitin spilar tæknilegt Thrash Metal undir sterkum áhrifum frá Coroner, og er ein fárra sveita sem leggja rækt við þessa fornu list hér á landi. Vita þeir sem séð hafa sveitina spila á ölkrám og lostabælum miðborgarinnar undanfarna mánuði, að búast má við dúndursveittri kvöldstund í boði piltanna í Voreastral. (Lýsing eftir Þóri Garðarson).