Wacken Open Air 2008 - Hópferð og jólatilboð! Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 31. júli - 2. ágúst. Spilað er á fimm sviðum, þar af 3 aðalsvið og tvö minni.

Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Það kom því ekki á óvart að hátíðin var tilnefnd til Live Entertainment Awards verðlaunanna í flokknum Most Outstanding Festival í Þýskalandi í byrjun 2006. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju, en aðeins þrjár aðrar hátíðar voru tilnefndar ásamt Wacken.

Hópferð á Wacken - Mekka Metalsins
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð síðustu fjögur árin þar sem farið er frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. Árið 2004 nýttu 25 metalhausar sér þessa ferð, 2005 var hópurinn kominn upp í 40 manneskjur, 2006 náði hópurinn 50 manna markinu og 2007 fóru 60 metalhungraðar sálir með í ferðina.

RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst - Alveg satt! Um er að ræða hópferð með rútum frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken svæðið. Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér til Danmerkur.

Hátíð með um 80 hljómsveitum
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en ballið er bara rétt að byrja, því það verða um 80 sveitir á Wacken og síðustu sveitirnar verða líklega ekki staðfestar fyrr en nokkrum mánuðum fyrir festivalið eins og gengur og gerist með svona festivöl.

AS I LAY DYING
AT THE GATES (Endurkoma kóngana! - eftir meira en 10 ára fjarveru frá tónlist)
AVANTASIA (All star project Tobias Sammet úr Edguy!)
AXXIS
CARCASS (Endurkoma hinna kónganna - eftir áratugs langrar fjarveru frá tónlist)
CHILDREN OF BODOM (Síðasta skipti á Wacken var ógleymanlegt)
CREMATORY
DESTRUCTOR
DREAM OF AN OPIUM EATER
EXCREMENTORY GRINDFUCKERS
HATEBREED
IRON MAIDEN (LOKSINS Á WACKEN! - Headliners!)
KAMELOT (Norðmaðurinn með flauelsröddina mætir)
KILLSWITCH ENGAGE (Ein albesta metalcore sveit fyrr og síðar)
KREATOR (“ENEMY of GOD!” - Quote Tóti Severed)
KRYPTERIA
LORD BELIAL
OBITUARY
SABATON (Nýju powermetal hetjurnar frá Svíþjóð! Move over Hammerfall!)
SALTATIO MORTIS
SONATA ARCTICA (Finnsku undrin)
THE BONES

Aldeilis fínt line-up sem dekkar svo til allar tegundir þungarokksins.

Betrumbætt tónleikasvæði og hámarksfjölda tónleikagesta náð
Fyrir hátina 2007 var tónleikasvæðið stórlega betrumbætt þegar aðalsviðin þrjú voru aðgreind betur og þriðja stærsta sviðið, hið svokallaða Party Stage, var flutt á sérsvæði, hinu megin við aðalsviðin tvö. Mikill fjöldi sótti hátíðina það árið þannig að það myndaðist oft örtröð við innganginn að þessu sérsvæði. Þessu verður unnið bót fyrir 2008 hátðina á og inngangurinn lagaður. Auk þess verður fjöldi aðgöngumiða að hátíðinni 2008 ekki aukinn, þannig að hátíðin verður ekki stærri hvað það varðar.

2007 var einnig 4. stærsta sviðið, hið svokallaða Wet stage stækkað til muna og var það mjög góð breyting og ekki vanþörf á.

Ferðatilhögun
Lagt er af stað frá Köben að morgni þriðjudagsins 29. júlí!! Fyrir þá sem hafa farið með áður er vakin sérstök athygli á að þetta er einum degi fyrr en áður! Vegna gríðarlegrar vinsælda Wacken síðustu 2 ár, hafa myndast langar biðraðir á þjóðvegunum að Wacken og menn hafa þurft að bíða í rútum í langan tíma af þeim sökum (sem er svosem ekkert slæmt með kaldar veigar við hönd og metal í græjunum). Tjaldsvæðið á Wacken opnar formlega ekki fyrr á miðvikudeginum, en Wacken skipuleggjendur hafa gert undantekningu fyrir okkur og getum við tjaldað í ró og næði strax á þriðjueginum og myndað tjaldbúðir okkar.

Þetta þýðir auðvitað að fólk verður að vera komið til Köben á mánudeginum í síðasta lagi! Brottför frá Wacken er á sunnudeginum, 3. ágúst og áætlaður komutími í Köben er um 20-21 leytið.

Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Livescenen, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunum til og frá Wacken. Athugið að flugið til Kaupmannahöfn er fyrir utan þennan pakka og á ábyrgð hvers og eins fyrir sig, enda flugframboð þangað mikið og ódýrt fyrir og mismunandi hvað fólk vill vera lengi í Köben fyrir/eftir festivalið.

Innifalið í pakkanum er þetta:
* Miði á Wacken hátíðina.
* Rútuferð frá Köben beint á Wacken svæðið og til baka.
* Grillveisla á miðvikudeginum í tjaldbúðum Íslendinga (fólk kemur með sinn eigin mat á grillið, hægt að kaupa á leiðinni í rútuferðinni þegar stoppað er á landamærum Danmerkur og Þýskalands).
* Partýtjald (áður voru nokkrir sem lögðu í púkk til að kaupa slíkt tjald, en núna verður þetta innifalið). 2007 var fjárfest í risa 6 x 9 metra tjaldi sem kom mjög vel að notum. Verður slíkt gert aftur.
* Full Metal Service sem samanstendur m.a. af eftirfarandi:
- Tjaldsvæði og kostnaður vegna rusls.
- Aðgangur að sundsvæði Wacken. Skutla ferjar fólk að Schenefeld sundlauginni.
- Engin takmörkun á þeim mat og drykk sem fólk hefur með sér á tjaldsvæðið.
- Eingöngu græn svæði fyrir tjaldsvæðin.
- Wacken festival límmiði.
- Full Metal Bag, bakpoki sem verður fullur af goodies…
- Geisladiskur (takmarkað upplag)

Verðið sem þetta kostar allt saman er 1800 danskar krónur (DKK). Það er um 22.700 krónur skv. gengi dagsins í dag (24. nóvember 2007).

Þrátt fyrir að miðaverðið á Wacken hátíðina sjálfa hafi hækkað (fyrir þá sem kaupa sér miða sér og ferðast ekki með okkur), er þetta verð samt sem áður ódýrara en í fyrra!!! (þá var það 1850 DKK) Hversu oft gerist slíkt? Það er augljóst að það eru ekki íslenskir bankar sem standa að baki þessari ferð, svo mikið er víst!

Jólatilboð - til 21. desember

Jólagjöfin í ár er sko ekkert helvítis GPS staðsetningartæki!!

Þrátt fyrir að jólamiðar þeir sem Wacken býður uppá (X-mas tickets) hafi selst upp strax nokkrum dögum eftir að Wacken 2007 lauk, þá hefur það verið ákveðið að vera með jólatilboð fyrir þá sem panta og borga sína miða 21. des hið síðasta.

Verð: 1700 DKK

Athugið: Einungis 15 slíkir miðar í boði og því gildir fyrstir borga - fyrstir fá!

Þetta er auðvitað ekkert ROSA/MEGA tilboð og á sjálfsagt ekkert eftir að lokka einhvern með sem ekki er þegar búinn að ákveða sig að fara þannig séð en það er ekki til þess gert, heldur meira kannski til að styðja við þá sem eru ákveðnir og tilbúnir að skella sér á þetta núna.

Deadline fyrir borgun er einum mánuði eftir að staðfesting á pöntun hefur verið send frá mér! Undantekning: Jólatilboðið.

Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinn “at” restingmind.com (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830

Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email). Og ég svara um hæl með upplýsingum um hvernig er hægt að borga.
Resting Mind concerts