Ég kynntist þessari hljómsveit fyrir nokkrum árum þegar hún gaf út sína aðra plötu Burning Anger 2003. Það var lagið I am the Anger sem náði mínum eyrum, enda þrusulag.

Myndbandið við I am the Anger er hérna:

http://www.youtube.com/watch?v=bpwPMY0wY2Y

Firewind er hljómsveit gríska gítar-guðsins Gus G (fimm “g” í röð þarna!). Gus hefur komið víða við á síðustu árum og var í sveitinni Dream Evil á fyrstu 3 plötum þeirra. Hann hefur einnig komið við í sveitunum Mystic Prophecy og Nightrage, ásamt því að hafa verið touring gítarleikari með Arch Enemy á tímabili. Með Gus í bandinu er m.a. hljómborðsleikarinn Bob Katsionis, sem hefur komið ansi víða við sjálfur og gerði garðinn frægan með sveitinni Septic Flesh.

Burning Anger platan í heild sinni var þó ekki alveg að gera sig fyrir mér og það var ekki fyrr en á næstu plötu, Forged By Fire, sem ég sperrti eyrun fyrst. Það var ekki síst fyrir það að nýr söngvari var tekinn við, drengur að nafni Chity Somapala frá Sri Lanka sem ég hef þekkt vel í nokkuð langan tíma. Ég heyrði fyrsti í Chity þar sem hann söng með þýsku sveitinni Avalon og gaf út þrjár plötur með þeim. Frábær söngvari með mjög hlýja rödd en jafnframt klassíska metal söngrödd.

Sveitin var einnig að taka stórt skref uppávið á þeim tíma, því Century Media metalútgáfurisinn tók drengina á sína arma og gaf út Forged By Fire.

Lagið Tyranny af þeirri plötu:
http://www.youtube.com/watch?v=vpPdjVdYOp4

Fyrir fjórðu plötu drengjanna, Allegiance, hafði Chity kallinn sagt skilið við sveitana (ásamt nokkrum öðrum meðlimum) og í staðinn kom grikkinn Apollo Papathanasio, sem hefur verið að syngja fyrir m.a. Time Requiem, Meduza og Majestic. Apollo er svakalegur að mínu mati, virkilega góður söngvari með mikinn kraft.

Strax með fyrsta singulnum var ljóst að Firewind hafði tekið enn eitt skrefið uppávið en í kjölfar Allegiance plötunnar hefur sveitin túrað non-stop og spilað á einhverjum 100 giggum í 22 löndum og hefur líklega aldrei verið vinsælli.

Fyrsti singullinn:
Falling to Pieces - http://www.youtube.com/watch?v=tGxVsCom92s

Singull 2:
Breaking the Silence (með Tara Teresa sem gestasöngkonu) - http://www.youtube.com/watch?v=3XmqYqy3d3E

Bæði Falling to Pieces og Breaking the Silence eru pottþétt lög alveg, en Allegiance platan er þeirra besta og sveitin orðin heilstæð, eftir að hafa e.t.v. verið hálfgert showcase fyrir hæfileika Gus G á fyrrum plötum.
Resting Mind concerts