Jæja, biðin er á enda. Nightwish eru búnir að gefa út nýja plötu. Heitir hún Dark Passion Play og er fyrsta plata Nightwish með nýrri söngkonu. Síðasta plata sveitarinnar Once seldi yfir milljón eintök á heimsvísu og hér er s.s. kominn næsta útspil þeirra.

Ég ákvað að setja þessa “umsögn” í svona stikkorðaformat.

… upphafslagið er litlar 14 mínútur… The Poet and the Pendulum. Edgar Allan Poe er yrkisefnið hér. Eins og daninn orðar það: Storslået!

… Marco Hietala bassaleikari spilar mun stærri rullu en áður vocally. Hann og söngkonan skipta söngnum cirka 50/50 á milli sín.

… Bandið tekur nettan “Pantera” fíling í Master Passion Greed (sem fjallar um eiginmann Tarja Turonen fyrrum söngkonunnar og græðgi hans) - auðveldlega þyngsta lag Nightwish til þessa, hér er hvergi slegið af og hrátt thrassið (gítar og bassi ótrúlega sterkir) blandað stórkostlega við eitt flottasta orchestra performance sem ég hef heyrt - er viss um að meðlimir London Session Orchestra sem komu fram í þessu lagi hafi allir verið síðhærðir í metal bolum við upptökur.

… Tarja er einnig kvödd í hinu “virðulega” Bye, Bye Beautiful:

"Did you ever hear what I told you
Did you ever read what I wrote you
Did you ever listen to what we played
Did you ever let in what the world said
Did we get this far just to feel your hate
Did we play to become only pawns in the game
How blind can you be, don`t you see
You chose the long road but we`ll be waiting“

og Marco fer einnig á kostum hérna.

… Það kostaði litlar 500.000 Evrur að gera þessa plötu (43 milljónir!) sem gerir hana að dýrustu plötu allra tíma sem gerð hefur verið í Finnlandi.

… platan kom út í Finnlandi 26. september og fór í platínusölu eftir aðeins nokkrar mínútur. 2 dögum síðar var sveitin búin að selja 60.000 eintök sem er tvöföld platínusala í Finnlandi. Platan trónir núna í 1. sæti á sölulistum í Finnlandi, Þýskalandi og Sviss.

… á plötunni eru 2 folk metal lög sem eru eins og einn gagnrýnandinn segir: ”“The Islander” and “Last of the Wilds” make up a one-two punch of folk metal late in the album’s runtime that’s better than anything on the latest Turisas disc, packed full of rich vocal melodies, acoustic finger-picking, throbbing percussion and traditional Celtic instruments.“

… platan endar á stórkostlegum ”gospel" nótum á lokalaginu… major goosebumps.

… Þessi plata er stórkostlegt 75 mínútna langt musical journey.

… Samspilið milli Nightwish og tóna London Session Orchestra fær mann til þess að halda að klassísku hljóðfærin sem notuðu eru séu í raun hreinræktuð heavy metal hljóðfæri. Slík er samblöndunin að sjálfur Wagner myndi mæta og skrifa hjá sér glósur… Nightwish og LSO hljóma sem eitt entity.

… Glanstímaritið Kerrang gefur plötunni hæstu einkunn KKKKK og þar er ég alveg sammála…
Resting Mind concerts