http://www.swedenrock.com

Sweden rock hátíðin á rætur sínar til ársins 1992. Hátíðin er rétt hjá Sölvesborg á Skáni sem er syðsti oddi Svíþjóðar sem þýðir að ekki er svo langt að fara frá Kaupmannahöfn. Reyndar fer lest skilst mér beint frá Kastrup til Sölvesborg. Þaðan er örstutt í rútu á festival svæðið.

Hátíðin hefur áherslu á bæði rokk og metal og er nokkuð blönduð. Mest er af böndum með clean söng en alltaf finnast a.m.k. upp á síðkastið nokkur brutal bönd. Hátíðin hefur nokkurt osta-snið á sér þar sem glam rokk og powermetall eru áberandi í meirihluta. Aukheldur má þó finna blúsrokkbönd og ýmis retro bönd. Költ bönd, gömul rokkbönd, eins og böndin Yes og Jethro Tull hafa spilað þar. Jálkar eins og Black sabbath, Europe, Dio og Deep Purple hafa heimsótt sænskinn.

Að þessu sinni er hátíðin frá 6-9 júní. Opnað verður 5 júní á hádegi fyrir tjaldsvæðið og lokað 10 júní.

Staðfest eru rúmlega 40 bönd af um 70. Síðasti stóri headlinerinn verður staðfestur á mánudag.

Eitt mesta költ reunion seinni ára er einn af aðalnúmerunum:

HEAVEN & HELL (UK/US)
( Black sabbath með Dio)
Sama line up og spilaði á Mob rules og Dehumanizer plötunum.

Önnur bönd sem mér þykir markverðust:

ICED EARTH (US)
Thrashy powermetal sem er með fyrrum söngvara Priest, Ripper Owens.
SYMPHONY X (US)
Progressive powermetal band með klassískum áhrifum.
BLIND GUARDIAN (D)Þýsku powermetalkóngarnir
FALCONER (S)
Eitt af skemmtilegustu powermetal böndum að mínu mati.
KORPIKLAANI (FIN)
Þjóðlagametall af bestu gerð og það með alvöru folk hljóðfærum sem heyrast meðal hefðbundnu metalspili.
DIMMU BORGIR (N)
Symfónískt blackmetal. Eitt af þekktari BM böndum
KREATOR (D)Þýskt thrash.
UDO (D)
Þýðverskur karlmennskumetall.
ANNIHILATOR (CAN)
Klassískt thrash frá Kanada.
MOTÖRHEAD (UK)
Gamalkunnt sóðarokk. Þeir ætla ekki að hætta. Retire? I don't know what that is - Lemmy.

Já svo eru einhver önnur bönd eins og:

AEROSMITH (US)
MEAT LOAF (US)
REO SPEEDWAGON (US)
THE AUSTRALIAN PINK FLOYD SHOW (AUS)
TROUBLE (US)
SUZI QUATRO (UK)
GOV'T MULE (US)
NOVEMBER (S)
QUIET RIOT (US)
SKID ROW (US)
HARDCORE SUPERSTAR (S)
BLACK OAK ARKANSAS (US)
POINT BLANK (US)
PRETTY MAIDS (DK)
THUNDER (UK)
THE ANSWER (UK)
FASTWAY (UK)
AXEL RUDI PELL (D/US)
NOCTURNAL RITES (S)
AMON AMARTH (S)
MCQUEEN (UK)
TIAMAT (S)
CIRCUS MAXIMUS (N)
RANDY PIPER´S ANIMAL (US)
TOKYO DRAGONS (UK)
ELDRITCH (I)
LION'S SHARE (S)
AFTER FOREVER (NL)
TRAIL OF TEARS (N)
VOMITORY (S)
ALL ENDS (S)
MEMFIS (S)

Á meðan yfir 50 eru staðfestir á Wacken þá er ég er sá eini Íslendingurinn sem ég veit um sem fer á þetta. Er einhver sem er að fara( óskhyggja)? Eða hefur einhver áhuga?
Ég nenni ekki að fá komment um að Wacken sé miklu betra heh.. Það getur vel verið fyrir ykkur.