Nýja plata Metallica Metallica eru líklega búnir að ákveða að fara í studio við tökur á nýjustu breiðskífu sinni. En þeir hafa eytt mestallt af árinu 2006 í að semja efni fyrir plötuna. En Lars sagði nýlega í viðtali við Launch að Metallica væru búnir að skrifa 25 lög fyrir diskinn.

En eins og flestir vita verður diskurinn framleiddur af Rick Rubin. En Bob Rock sem framleiddi síðustu plötu þeirra er nú hættur að vinna með Metallica. En dæmi um hljómsveitir sem að Rick Rubin hefur unnið með áður eru Slayer, Johnny Cash, Red Hot chili Peppers og System of a down.

Samkvæmt James Hetfield er þessi plata mun rólegri en St. Anger. En lars hefur líkt sándinu til að vera mun meira líkt Master of Puppets en St. Anger. Og á tónleikaferð sinni Escape From the studio 06' hafa þeir spilað tvö ný lög en þau eru tímabundið kölluð The new song og The other new song. En bæði lögin innihalda gítarsólo frá Kirk Hammett og þarafleiðandi þagna í þeim orðrómi að diskurinn myndi ekki innihalda nein gítarsólo.