Hvernig lætur tónlist þér líða? Öll könnumst við sennilega við að tengja ákveðnar minningar við ákveðna tónlist. T.d. alltaf þegar ég hlusta á The Night Comes Down með Queen fer ég aftur í tímann í huganum og er staddur einn heima á síðsumarskvöldi að blasta Queen. En tónlist fylgja ekki bara minningar heldur líka oft tilfinningar. Hugtakið feel-good-music er oft notað um tónlist sem lætur manni líða notalega og vill þá oft hanga saman með einhverri mellow Bylgju style tónlist. Ég vil hins vegar tengja feel-good hugtakið við Pantera, hell yes! Engin tónlist lætur mér líða betur. Ég slappa kannski ekki beinlínis af, en mér líður ótrúlega vel.

Ég hlustaði mikið á Pantera á mínum unglingsárum, þ.e.a.s. þegar ég var ,,óharðnaður unglingur” og ég held að það hafi haft töluverð áhrif á það hvernig manneskja ég er í dag. Get vel séð það fyrir mér að ef ég hefði dottið inní t.d. Smashing Pumpkins á þessum tíma væri ég í dag semi bældur artý fartí gaur. En Pantera var það heillin. Þegar ég byrjaði að hlusta á Pantera (Vulgar Display of Power) hlustaði ég ekki mikið á þungt rokk og var engan veginn að meika öskrin. En riffin gripu mig strax, ég bara varð að hlusta meir og mjög fljótlega var ég farinn að fíla þessu miklu orku í botn.

Þá var ekki aftur snúið og næstu ár snérust um Pantera. Ég veit ekki alveg hvort ég get lýst kraftinum sem býr í þessu bandi með orðum en ég ætla að reyna. Tónlist ein og sér ætti að vera nóg fyrir hvern sem er til að verða dolfallinn. En sem móturafl fyrir ungan mann eins og mig hafði textinn líka mikið að segja. Þegar ég hlusta á Pantera fyllist ég eldmóði. Sjálfstraustið rýkur upp og ég verð ósigrandi. Eða eins og maðurinn sagði: “No fucking surrender! Forever stronger than all!” Anselmo (söngvari Pantera) er auðvitað einn kraftmesti textahöfundurinn í bransanum og að auki brilliant söngvari. Það abbast enginn uppá hann (“..to be just like me, but you just can’t see – you don’t have the balls son!”) og þetta attitude skilar sér rosalega vel til hlustandans. Mér finnst eins og hann sé að tala beint til mín og reka mig áfram og láta ekki neinn komast upp með neitt kjaftæði. Til að reyna að lýsa þessu í sem fæstum orðum líður mér þegar ég hlusta á Pantera eins og það eina sem skipti máli er það sem mér finnst og það er ekki séns að ég láti nokkurn mann hafa áhrif á hvernig mér líður eða hvað mér finnst. Ég verð kannski eilítið reiður en mér finnst ég vita betur en hin fíflin og mér stendur á sama. Fuck the trend!

En svo fór ég að spá. Önnur hljómsveit sem ég held mikið uppá er Slayer. Hvernig hefði farið ef þeir hefðu orðið þetta mótunarafl sem Pantera var? Það kemur allt önnur tilfinning yfir mig þegar ég hlusta á Slayer. Þegar ég hlusta á Slayer verð ég reiður. Mér finnst alltí einu eins og ég sé jafnvel hluti af minnihlutahópi eða allir séu fávitar og mig langar jafnvel að kýla einhvern. Ég verð oft ekkert smá æstur af því að hlusta á Slayer. Ég er samt ekki að segja að ég sé alltaf froðufellandi af reiði þegar ég hlusta á þá, en þetta er svo allt önnur tilfinning en Pantera skapar innra með mér. Einu sinni þegar ég var mjög reiður við ónefnda manneskju fór ég heim, setti á Exile (“I’m gonna be the one to rip your fucking face off”), hækkaði vel og stillti svo dýnunni minni upp til að nota sem boxpúða. Það í hnotskurn er Slayer fyrir mér.

Ég get vel skilið að krakkar sem eiga ,,erfitt” og finnst allir vera vondir við þá dragist inní eitthvað emo-cut-myself-and-slit-my-throat-þunglyndis-kjaftæði. Fólk leitar huggunar hjá fólki sem virðist eiga álíka erfitt og það sjálft. But I’ve got a message for you kids. You’re wrong! Hættið þessu helvíti væli og reynið að rífa ykkur upp á rassgatinu. Það batnar ekkert með því að væla. Hlustið á alvöru tónlist sem herðir ykkur, sparkar í rassinn á ykkur og kannski ef þið eruð heppin you might even grow some balls.

Fleira var það ekki að sinni, þar til síðar, góðar stundir.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _