Metalplaylistinn minn einkennist mjög mikið af melódískum metal, sem er svona mín uppáhalds stefna í þessum metalbransa.

Byrjum á To the fallen hero með God Forbid, þetta lag er ég nýbyrjaður að hlusta á, God Forbid einhvervegin fóru virkilega í taugarnar á mér þar til vinur minn fékk mig til að hlusta á nýja diskinn þeirra sem er alveg tær snilld og er þetta að mér finnst hápunktur disksins.

The Dagger sem að kom úr Roadrunner United tilraunaverkefninu, þetta er mjög vel heppnað melódískt metal lag sem er samið af Rob Flynn í Machine Head, Howard Jones syngur þetta og notar þessa rosalegu rödd sína frekar jafnt á öskrin á söngin. Og ekki má gleyma rosalega sólóinu hans Jeff Waters !

Like light to the flies með Trivium finnst mér standa alveg áberandi uppi ennþá, hef hlutað mikið á það og mér finnst það ekki orðið þreytt ennþá. Mjög flott lag hjá þeim stráksum í Trivium. Því miður náðu þeir ekki að gera nýjasta gripinn sinn jafn eftirminnilegan og hina tvo diskana.

Her portrait in black með Atreyu, núna hugsa örugglega allir metalhausarnir, hvaða fáviti maður, Atreyu er ekkert metall haldið bara áfram að hugsa það því að þetta er geðveikt lag og alveg frábært hvernig trommarinn kemur inn með þennan rosalega flotta söng meðan söngvarinn er með þessi rosalegu öskur ! Mjög gott og tímalaust lag, leiðist seint.

Annihilation by the hands of god sem er einmitt líka partur af Roadrunner United verkefninu, þetta er mjög vel heppnað lag, veit ekki hvernig tónlist þetta er, black metall eða death metall eða eitthvað, ekki vanur að hlusta á soleiðis tónlist. en mér finnst þetta alveg frábært, Glen Benton úr Deicide að syngja þetta og ég held að Joey úr slipknot hafi samið þetta, (enga fordóma fyrr en þið hlustið á þetta) alls ekki illa samið lag og alls kyns snillingar sem að spila í þessu lagi. Meðal annars James Murphy, Rob Barrett og Steve DiGiorgio.

This Calling með All that remains er síðan frábært lag, rosalegar trommur, flott öskur, flottur söngkafli, magnað skvíl, sem kemur reyndar bara einusinni en ég fæ alltaf gæsahúð þegar það kemur.

Chaosweaver með Scar Symmetry er líka mjög gott lag, byrjaði alltaf á að hlusta á The illusionist sem að komst nú í tísku í sumar og kynnti mér þá pilta síðan og komst að því að þetta er frábærlega nett band og er ég með algjört æði fyrir chaosweaver núna.

Walk with me in hell með Lamb of god, hvað get ég annað sagt en Lamb of god uppá sitt besta, getur það orðið annað en snilld ?

Convalescence með Darkest Hour er síðan eitt lag sem ég hef hlustað á án stopps í að verða ár held ég, mjög einfalt riff en mjög flott, allt nett við þetta !

On wings of lead með Bleeding Through er síðan skuggalega grípandi lag, og hvaða hljómsveit er betra dæmi um melódískan metal en Bleeding Through, þeir eru alveg hreint meistarar í að semja grípandi tónlist og er þetta lag rosalega gott dæmi um það.

Hitt Lamb of god uppáhaldið mitt er svo laid to rest sem er sennlega þekktasta lag þeirra félaga, enda alveg frábært lag á ferðinni.

Forever með As I lay dying er alveg rosalegt lag, eins og með mörg önnur lög hérna, auðveld í hlustun og grípandi.

Zombie Autopilot með Unearth er síðan alveg rosalega flott lag, mjög flottur lead gítar í þessu lagi og sólóið í þessu er hreyn gargandi snilld. Þetta lag hefur fylgt mér í gegnum mest af minni metalsögu, enda Unearth ein af fyrstu metal hljómsveitum sem ég byrjaði að hlusta á.

Síðasta lagið á listanum verður svo When Darkness Falls með Killswitch Engage, mér finnst allt sem Killswitch hafa gert alveg frábært, ekkert lag sem stendur uppúr, þó svo að ég eigi það til að hlusta kannski oftast á þetta, frábært lag, frábærlega spilað, frábærlega sungið, frábærlega samið, allt gott við þetta lag.

Listinn verður ekki lengri, þessi listi er ekki mjög “underground” allt lög sem flestir ef ekki allir af ykkur þekkja.

Takk fyrir mig