Jæja, ákvað að skella inn einni grein um band sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og hefur verið það síðast liðin 2 ár síðan að ég uppgötvaði þá.


SuidAkra kalla þeir sig og eru frá Þýskalandi.
Veit ekki alveg hvernig ég ætti að skilgreina þá, einhverskonar death/folk metall, þó ekki jafn “jolly” og Finntroll, Korpiklaani og fleiri bönd.

Og til að rekja sögu þeirra í stuttu máli byrjuðu þeir sem undir nafinu “Gloryfication” og gáfu út nokkur demo kringum árið 1994 (Veit að annað demo'ið er kallað “Dawn”). Seinna meir breyttu þeir nafninu í SuidAkra (Sem er hreinlega nafnið Arkadius afturábak, sem er einmitt nafnið á aðal manninum bakvið þetta) og gáfu út diskinn Lupine Essence árið 1997.

Ári seinna gáfu þeir út diskinn Auld Lang Syne og ættu glöggir menn að sjá að þetta er ekki venjuleg enska og þýðir þetta hreinlega “The Good Old Days”, þarna byrjaði aðal þemað þeirra að þróast, s.s. Keltneskar sögur (Hefur farið allt út í sögur um Arthur Konung og til Skotlands). Sama ár, 1998, spiluðu þeir í fyrsta skiptið á Wacken Open Air og var það stórt skref fyrir hljómsveitina.

Næstu diskar voru um svipuð þemu og komu diskarnir Lays From Afar og The Arcanum út á árunum 1999 og 2000. Báðir (A.m.k. The Arcanum, ekki viss með LFA) diskarnir héldu sig við gamla þemað og fjölluðu þeir um Keltneskar sögur.

2 árum seinna, gáfu þeir út diskinn Emprise to Avalon. Diskur sem að mínu mati, er þeirra besta verk. Þarna voru þeir búnir að færa þemað yfir til Englands og voru farnir að syngja um Merlin, Pendragon og svo að lokum Arthur sjálfan.

Árið 2004 kom diskurinn Signs For the Fallen út og ári seinna diskurinn Command To Charge. Sá seinni mun slakari en fyrri diskar sveitarinnar.

En ein af megin ástæðum mínum fyrir að gera þessa grein var sú að jú, SuidAkra eru að fara að gefa út nýja plötu, sem ber nafnið Caledonia. Svo að ég vitni nú bara í þá sjálfa um það sem þeir segja um diskinn:

“Imagine ‘Caledonia’ as a sonic guide through the fierce ancient Scottish highlands. A purely enchanted tragedy is quite effective when combined with an aggressive soundtrack, intermezzo acoustic pieces, highly varied vocals and literate, narrative anthems. Also reoccurring are the haunting sounds of bagpipes, a traditional instrument used by Scots for many generations. ”


Persónulega bíð ég spenntur eftir þessum diskum og fæ hann sendan frá meðlimi hljómsveitarinnar um leið og þeir fá eintök til að selja í hendurnar.

Annars mæli ég bara með að fólk tjékki á þessum gaurum og ætli besta leiðin til þess sé ekki gegnum heimasíðu þeirra www.suidakra.com
eða á MySpace'inu þeirra
Fëanor, Spirit of Fire.