My Metal-Playlist Já, ég veit ég var að kvarta yfir þessum greinum í tja…gær en ég er alls ekki á móti hugmyndinni á bak við þetta, sumar af þessum greinum voru bara svo óvandaðar (að mínu mati) og illa uppsettar. Ég ætla hér með að gera mína eigin svona grein og ef að ég geri sjálfur það sem ég var að setja út á þá skal ég borða af mér fótinn. Svona fyrir þá sem að vita ekki út á hvað þessi grein mun ganga út á, þá er þetta grein um lögin sem að eru í uppáhaldi hjá mér þessa stundina (koma í ekki neinni sérstakri röð…).



Dio – Holy Diver
(Diamonds, The Best of Dio). Ég ætla að byrja á meisturunum í Dio. Þar ber að nefna Ronnie James Dio fyrrverandi söngvara Black Sabbath sem að er forsprakki Dio. Holy Diver er fyrsta lagið á best of disk hans frá ’95. Mjög kröftugt lag og söngur Dio óendanlegur þéttur. Ég ætla að þakka pabba mínum (sem að hlustaði á Dio á sínum tíma) fyrir að hafa kynnti mig fyrir Dio og hafa keypt þennan disk handa mér.


Killswitch Engage – Breathe Life
(The End of Heartache). Bandarísku metalcore kappanir í KsE koma næstir með mitt uppáhaldslag (um þessar mundir) af seinustu plötu þeirra The End of Heartache. Breathe Life inniheldur ágætis texta og Howard Jones syngur viðlagið svo flott að hroll-öldurnar læðast eftir hryggnum. Mjög þétt band og ég mæli með því að allir tjekki á nýja disknum sem kemur í nóvember.


Dimmu Borgir – Sympozium
(Puritanical Euphoric Misanthropia). Norsku tröllin í Dimmu Borgir ríða á vaðið með einu af stórkostlegustu blackmetal sögunnar að mínu mati. Ég hef aldrei veitt þessu lagi mikla athygli þegar ég hef hlustað á þennan disk en það kom fyrir nokkrum dögum að ég hlustaði á það og mér fannst það svo grípandi að það hefur ekki farið af playlistanum. Mjög vel gert hjá Shagrath og félögum.


Nevolution – Sea of Faces og Left Hand of God (The Jumpstop Theory). Þessi lög hafa alltaf staðið mér nærri síðan að Brekinn benti mér á þessa hljómsveit og ég sá þá á Iron Maiden. Þessi lög finnst mér, með Evil Among us, langbestu lög Nevo og ég verð því miður að segja að ég bjóst við meiru af þeim á Music to Snap By. Kannski sakna þeir Gústa á gítarnum, hver veit…


Cradle of Filth – Hallowed by the Name (Iron Maiden cover). Eitt mesta snilldar cover lag sem að heyrt hefur á plánetuni Jörðu. Ég ætla ekki að segja að þetta slái við upprunalega laginu við en það er sumt sem að mér finnst betra í CoF útgáfuni. Ótrúlegt lag og þó að það sé enginn clean söngur þá finnst mér “söngurinn” bara flottur.


Children of Bodom – She is Beautiful (Trashed, Lost & Strungout EP). Hérna koma finnsku kempurnar frá Espoo með eitt poppað metal lag af bestu gerð. Ég er ekki viss um að þetta sé þeirra texti og þetta er ekki þeirra mesta meistaraverk en þetta er stuðlag og auðvelt að hlusta á það. Ef að þetta er ekki lag sem að gaman er að hlusta á, þá veit ég ekki hvað…


Evergrey – Words mean nothing ( Solitude, Dominance, Tragedy). Mjög rólegt og flott lag með píanó undirspili. Mér líður svo vel þegar ég hlusta á það og þetta er mjög róandi lag, allavega verkar það þannig á mig. Eiginlega ekkert meira um það að segja…


Opeth – Black Rose Immortal (Morningsun). 20 mínútur af stakri snilld. Mér hefur orðið það ljóst um dagana að Opeth er einstök hljómsveit og ég er farinn að elska mörg lög með þeim, þetta sérstaklega.


Arch Enemy – We Will Rise (Anthems of Rebellion). Tímalaust lag. Ég hef verið að hlusta á það stanslaust í marga mánuði og það verður aldrei leiðinlegt (eða svona…næstum aldrei). Þótt ég sé ekki mesti Arch Enemy fan í heiminum þá á ég nokkra diska sem að ég hef aldrei hlustað á en stefni á að bæta úr því.


In Flames – System (Reroute to Remain). Ég ætla að enda þetta á minni uppáhalds hljómsveit og lagi sem að ég hef aldrei þolað. Það átti eftir að breytast þegar ég keypti mér diskinn og hlustaði vel og vandlega á hann, þá fannst mér þetta mjög gott lag. Sérstaklega í viðlaginu…”Slow, I go…and the waiting seems to be over…all that I know, is that my life has become susch a waste for you…æðislegt og ég get ekki annað en varist brosi þegar ég hlusta á það.



Mér líður vel í dag…