Plötur - Essentials. Ég hef ákveðið að skrifa hér stutta grein um nokkrar plötur sem hver einn og einasti maður með tónlistarsmekk af einhverju viti ætti að kynna sér. Þetta eru í langflestum tilfellum Metal plötur þannig að ekki kyppa ykkur upp þótt að það sleppi inn hérna ein rokk hljómsveit eða tvær.
Jæja,byrjum á þessu.

Amon Amarth – The Crusher
Stefna : Semi-Melodic Death Metal(allvega á þessum disk eru þeir ekkert svakalega melódískir)
Þessi diskur er flösuþeytingsfest allur í gegn,allt frá Mosh-Pit byrjuninni á Bastards of A Lying Breed til Á Sprengisandi endanum á As Long as the Raven Flies. Hæsti punkturinn á þessum disk er hins vegar lagið The Sound of Eight Hooves,textinn,riffið,trommurnar og allt bara ætti að vera nóg til þess að senda óboðna gesti (með lélegan tónlistarsmekk) heim með allsvakalegt suð í eyrunum.

Slayer – Hell Awaits
Stefna : Thrash Metal
Hvar á maður að byrja með Hell Awaits maður. Byrjunin á þessu meistaraverki er ein sú flottasta sem heyrst hefur í tónlist og mér er alltaf jafn illt í hálsinum eftir að hafa hæustað á titill lagið,einnig finnst mér vart að mynna á lagið At dawn they Sleep sem inniheldur “Creeping Death Die Die Die” kafla Slayer á síðustu mínútum lagsins. Ef þú þykist hlusta á Slayer og hefur ekki kynnt þér þessa snilld skaltu hætta að blekkja sjálfan þig og hlusta.

Burzum – Filosofem
Stefna : Black Metal / Ambient
Varg Vikernes er maður sem býr yfir mikilli tónlistarsnilld og finnst mér hann sýna það hvað best á plötunni Filosofem,ég meina,bara hann getur gert 25 mínútna langt lag sem innheldur sama “du du dudududu” taktinn allann tíman án þess að gera það leiðinlegt. Þó að ég tali nú ekki um tímalausu snilldina Dunkelheit, þar sem Vargurinn blandar þunglyndislegum Hörpuslögum inní Black Metal lag á svo óeðliega góðan hátt að ég get því ekki með orðum lýst.


Ulver – Bergtatt,Et Eventyr i 5 Capitler
Stefna : Folk / Black Metal
Ég rakst á þenssa plötu þegar ég var að niðurhala diskum ólöglega af netinu, og ég ákvað að niðurhala henni ólöglega líka. “Best Deciscion i ever took in my Life”,þessi plata er svo ógeðslega fallega samin. Eins og Vargurinn var að gera eru Ulver að (eða voru,núna eru þeir einhverskonar Tekknó band) blanda saman Black Metal og einhverju öðru,í staðinn fyrir þunglyndislega Ambient tónlist kemur Falleg Norsk Þjóðlagatónlsit(Folk Music) og útkoman er ekkert nema góð,sagan sjálf(fyrir þá sem eitthvað geta í dönsku,ekki norsku,dönsku) er ekkert léleg heldur.

Dream Theater – Train of Thought
Stefna : Progressive Metal
Dream Theater er spes hljómsveit,allir hljóðfæraleikararnir eru afbragðsgóðir og tónlistin er samkvæmt því. Dream Theater og bara Dream Thetaer geta breytt svona svaklega um stefnu,”Sold Out” ef þú vilt kalla það það,og gert það svo almennilega að útkoman er fáranlega góð plata. Þegar ég tala um að selja sig þá er ég að tala um hversu mikið þyngri þessi plata er við hliðina á öllum hinum Dream Theater plötunum,og tel ég að það hafi verið fyrir markaðinn,en þessi plata er svo góð að mér er hreinlega bannað að kvarta yfir því(og þarf þess ekkert því svo héldu þeir áfram á gömlu brautina eftir þessa plötu hvort eð er). Lagið Vacant er fallegt lag með góðum texta,og verður það lag pottþétt fyrir valinu fyrir mína jarðarför, og lagið sem fylgir (Stream of Concsiousness) er engu verra.As i Am er einnig flott lag, en besta lagið á þessarri plötu er Endless Sacrifice,bæði vegna þess að það er með fallegum texta og líka vegna þess að ég fæ gæsahúð í hvert skipti sem ég hlusta á það.

Him – Greatest Lovesongs Vol.666
Stefna : Alternative / Gothic Rock (Nei,ekki Love Metal…það er plata ekki tónlsitarstefna)
Ok,bara áður en ég byrja,já ég hlusta á Him,já ég á fáeina Him boli og já,mér er sama hvað ykkur finnst um það,þetta er fínasta hljómsviet sem fólk virðist gagnrína eingöngu vegna aðdándahóps seinni tíma (eins og Cradle of Filth )
Ég mæli með því að fólk að minnsta kosti gefi þessarri plötu smá séns. Þessi plata er lang besta platan þeirra vegna þess að þegar hún var tekin upp vissu þeir finnsku ekki hvað peningar væru og Heartagram-ið er hvergi að sjá og lög eins og It's All Tears (Drown In This Love) og Your Sweet 666 koma manni alltaf í stuð og hin eru frekar þunglyndisleg og eru fyrir vikið besta kvöld tónlist. Gefið þesaari Plötu sjéns,það er það eina sem ég bið um.

Ætla að enda þetta með einni Tímalausri =).

Metallica – Ride the Lightning
Stefna : Thrash Metal
Þessi plata á þann heiður að hafa komið mér almennilega inní metallinn og einnig fyrir að hafa prýtt fyrsta hljómsveitarbolinn minn(sem ég keipti á Brautarstöðinni í Köben og á enn=P) en þessi plata er ekkert nema “Balls to the Wall” thrash öll í gegn (fyrir utan Fade to Black kannski=P)Með snilldar númerum eins og For Whom the Bell Tolls og Trapped under Ice svo maður gleimi nú ekki flottasta Intro-i ever,því sem er í titillaginu(Raining Blood hvað?) meðmæli fyrir alla þá sem að einhverjum ástæðum hafa ekki hlustað á þessa áður og einnig fyrir þá sem ekki hafa hlustað í lengri tíma.

Takk fyrir mig og ég vona að þessi grein hjálpi þeim sem vantar góða tónlist að hlusta á og líka þeim sem kunna að meta góða tónlist=)