ég er búinn að vera að pæla í hvort aðdáendur “grungsins” séu annaðhvort dauðir eða orðnir svo gamlir að þeir geti ekki hlustað á hljómgræjur því þá springa hljóðhimnurnar. Hvað eru margir á mínum aldri (19) sem hlusta á hljómsveitir eins og Soundgarden, Temple of the dog, Alice in chains, Pearl jam og Stone temple pilots. Þetta eru pælingar sem ég hef verið að ganga með í nokkurn tíma. Auk þess þá getur verið nokkuð erfitt að nálgast sumar plötur sem eru komnar svolítið til ára sinna eins og Temple of the dog platan, hana hef ég ekki fundið á Íslandi.