Black Sabbath Black Sabbath
Black Sabbath er talin vera hljómsveitin sem bjó til metalið. Þeir voru algjörir brautryðjendur og frumkvöðlar. Án þeirra væri ekki til svona góð tónlist eins og er til í dag og það er þeim að þakka að tónlist sé svona skemmtileg.
Tony Iommi og Bill Ward voru í hljómsveit sem hét Mythology (en hún spilaði síðast laugardaginn, 13. júlí, 1968) og Ozzy Osbourne og Geezer Butler voru í hljómsveit sem hét Rare Breed. Til þess að gera langa sögu stutta þá klofnuð þessir hópar í sundur og drengirnir stofnuð nýja hljómsveit sem hét The Polka Tulk Blues Band.
Á þeim tíma hafði hljómsveitin nokkur nöfn, þeir spiluðu mikið af blús þá. Svo túruð þeir einu sinni og kölluðu sig ‘Earth’ en það var svo önnur hljómsveit sem kallaði sig það líka en þeir spiluðu allt aðra tónlist en drengirnir okkar. Svo að þeir fundu nafn sem myndi alldrei ruglast við aðra hljómsveit og þannig var nafnið Black Sabbath til.
Sagan segir líka að Geezer Butler sá þetta nafn á bíómynda auglýsingar spjaldi og fékk þannig hugmyndina.
Rétt áður en átti að taka upp fyrstu plötu þeirra “Black Sabbath” þá hætti Tony Iommi í hljómsveitinni til þess að spila með Jethro Tull en var þar bara í tvær vikur.
Tvö demo voru tekin upp 1969 og heyrst hefur verið að fyrsta plata þeirra “Black Sabbath” sé ekki fyrst plata þeirra heldur hafi önnur plata verið á undan á þeirri plötu hafi verið þessi tvö demo. En diskarnir sem hljómsveitin gaf út með þessa uppröðun eru:

Black Sabbath
Paranoid
Master of Reality
Vol. 4
Sabbath Bloody Sabbath
Sabotage
We Sould Our Souls For Rock N’ Roll (greatest hits diskur 1970-1975
Technical Ecstasy
Never Say Die!
Past Lives (live diskur)
Symptom of the Universe: The Original Black Sabbath 1970-1978 (greates hits diskur með upprunalega Black Sabbath)
Black Box: The Complete Original Black Sabbath 1970-1978 (allir original Black Sabbath diskarnir)

Rick Wakeman spilaði á hljómborð á Sabbath Bloody Sabbath og Jezz Woodruffe spilaði eftir það allveg þar til endann á Technical Ecstasy túrnum. En hljómborðsleikarar hafa aldrei veirð fullir meðlimir hljómsveitarinnar.

Ozzy hætti í október 1977 og þá mundi Tony Iommi eftir gamla vini sínu síðan í Birmingham og hann fékk Dave Walker til að koma í staðinn fyrir Ozzy en þeir tóku ekki upp neina plötu með Dave Walker.
Þegar Ozzy kom aftur var Dave Walker búinn að skrifa textann fyrir nýju plötu þeirra “Never Say Die” en Ozzy vildi ekki nota það og samdi nýja texta fyrir plötuna.

Svo hætti Ozzy aftur eða var “rekinn” eða var “beðinn um að hætta” en það er mismunandi hvað fólk heldur um þetta þegar Ozzy hætti. En í staðinn fyrir Ozzy kom Ronnie James Dio og á sama tíma hætti Geezer Butler og í staðinn kom Geoff Nicholls í staðinn en hann kom strax aftur svo að Geoff Nicholls færði sig yfir á hljómborðið. Þegar Dio kom þá var það einsog neisti í hljómsveitina sem var orðin löt og þreytt hljómsveit og þeir tóku upp plötuna “Heaven and Hell” sem er talinn ein besta plata Black Sabbath’s. En svo hætti Bill Ward og í staðinn kom Vinny Appice á trommur og þeir tóku upp plötuna “Mob Rules” og hún var gefin út í Nóvember 1981 málverkið framan á var mjög sértakt og hét “Mob Dream” og var eftir Greg Hildebrant.
Svo var líka “Live Evil” gefið út en það var live plata og hún var gefin út eftir að Dio hætti í hljómsveitinni og Ian Gillian úr Deep Purple var fenginn til að syngja og Bill Ward kom líka aftur.
Nokkrum árum seinna eftir að Ian Gillian var í Black Sabbath sagði hann að eina ástæðan fyrir því að hann var í hljómsveitinni voru peningar. Þeir tóku upp plötuna Born Again og það var margt sagt um ljóta coverið á plötunni. Það var Steve Joule sem hannaði coverið en það var hannað af skrítnum ástæðum. Til þess að gera langa sögu stutta þá vildi hann bara frekar vera hjá Ozzy en Black Sabbath svo að han gerði ljótt cover en Tony Iommi líkaði vel við það en Ian Gillian varð svo reiður að hann kastaði kassa fulla af plötum út um gluggann hjá sér.. Á einni smáskífu með Depeche Mode er sama myndin bara barnið án vígtenna og klóm og ekki rautt.
Engar plötur voru teknar upp mikið eftir það og menn fóru inn og útúr hljómsveitinni. En original Black Sabbath kom sama fyrir live aid tónleikana 13 júlí 1985. Sumarið 1985 var hljómsveitaruppröðunin svona: Glenn Hughes söngur, Tony Iommi gítar, Dave Spitz bassa, Eric Singer trommur og Geoff Nicholls á hljómborð. Á þeim tíma byrjaði Tony Iommi að vinna að sólóplötu og fékk Glenn Hughes með sér í söng en útgefendurnir neyddu Tony Iommi til að gera þetta að Black Sabbath plötu en platan hét “Seventh Star” og á henni stendur “Black Sabbath featuring Tony Iommi” og varð semsagt ekki sólóplata hans. En svo var ekki mikið að gerast hjá þeim Ray Gillen kom í staðinn fyir Glenn Hughes og Bob Dailey kom líka á bassa en svo í nokkra mánuði frá nóvember 1986 vantaði bassaleikara. Svo hætti trommuleikarinn líka og hljómsveit var dáldið dauð. Plata sem hét “The Eternal Idol” var tekinn upp með Ray Gillen og Bob Daisly en hún var aldrei gefin út.
Um mars 1987 kom Tony Martin í hljómsveitina og Ray Gillen hætti því honum fannst hljómsveitin ekki vera að stefna neitt. Ben Bevan kemur á trommur og Dave Spitz kemur á bassa.
Hún varð óvirk janúar 1988 til sumar 1988 og þa byrjuð þeir að gera nýja plötu og Laurence Cottle var kominn á bassa og Cozy Powell á trommur og þeir tóku upp plötuna “Headless Cross”. En Laurence Cottle tók ekki þátt í tónleikaferðinni og Neil Murray kom í staðinn og þannig túruðu þeir Headless Cross túrin og þeir taka svo upp plöturnar “Tyr”. Hljómsveitinni gekk mjög vel svona hafði ekki þétt og góð síðan ’70.
Síðan kemur Geezer Butler aftur og Ronnie James Dio líka en svo komust Dio og trommuleikarinn Cozy Powell ekki vel saman og svo lenti Cozy Powell í fræga hestaslysinu og það varð ástæðan fyrir því að hann hætti. Svo að Vinnie Appiece kom aftur á trommur á var þetta orðið eins og 1980 þegar þeir gerðu “Mob Rules” og þeir gerðu nýja plötu sem hét “Dehumanizer” þannig að þetta reunion var kallað “The Dehumanizer Reunion”. Í lok Dehumanizer túrsins vill Ozzy spila sitt síðast í lok feril síns en Dio segir að hljómsveitin geti ekki bara verið opin fyrir hverjum sem er og Rob Halford, Judas Priest söngvarinn kemur og spilar 14 og 15 nóvember 1992 Svo fékk Ozzy að spila með original Black Sabbath 15 nóvember 1992 líka og þetta varð lítið reunion og þeir spiluðu fjögur lög. Dio og Vinny Appice fara svo til að re-forma Dio (sólóverkefnið hans Ronnie James Dio). Svo að þeir fá Tony Martin aftur og Bobby Rondinelli á trommur.. Þeir ætluðu að reyna að fá Ozzy og sendu honum samninginn en hann skrifaði aldrei undir og enginn veit afhverju. En þeir gera allvega nýja plötu “Cross Purposes” og “Cross Purposes Live” sem er náttúrulega bara live útgáfa af Cross Purposes. Svo spiluðu þeir einu sinni á tónlistarhátíð Sao Paulo í Brasilíu en Bobby Rondinelli trommarinn var farinn svo þeir fengu Bill Ward til þess að spila með þeim en hann spilaði bara þarna með þeim og fór strax aftur til að vinna að Ozzmosis plötunni hans Ozzy’s og líka að GZR sem var sólóverkefnið hans og hann sagði það opinberlega þegar hann fór að hann ætlaði aldrei aftur að spila með Black Sabbath.
Bill Ward ætlaði að vera áfram en fór samt rétt áður en þeir gerðu nýja plötu
Neil Murray og Cozy Powell koma báðir aftur og þetta var annað reunion á ’90 en ekki nærrum því jafn athyglisverð og þeir gerðu plötuna “Forbidden” en hún varð ekki jafn vinsæl og miðar á tónleikana seldust ekki mjög vel en samt var hljómsveit góð þá.
Cozy Powell hættir því að hann segist vera þreyttur af nokrum árum af stanslausu upptökum og tónleikaferðum og Bob Rondinelli kemur aftur.
Janúar 1996 til mars 1997 var hlómsveitin óvirk en greatest hits platan “The Sabbath Stones” sem hann gerði til að uppfylla samning sinn við IRS en það sem gerðist í alvörunni var það að þeir misstu samning sinn við IRS og þeir voru að leita að nýjum og það voru einhverjar sögur um það að fyrrum Judas Priest söngvarinn Rob Halford ætlaði að joina Sabbath. Tony Iommi eyddi því mestallt árið í það að vinna að sólóverkefninu sem átti að heita “Eighth Star” en hann notaði smá af þessu í diskinn hans sem kom út 2000 sem heitir “Iommi”.
Í mars 1977 komu Tony Iommi, Ozzy Osbourne, Geezer Butler, Mike Bordin og Geoff Nicholls saman en Sharon Osbourne, kona Ozzy sem var umboðsmaður þeirra Black Sabbth þá sagði við Bill Ward að þjónusta hans væri óþörf en í alvöru fann hann það út á MTV. En þetta reunion endaði 1 júlí 1977 en þeir spiluð saman þangað til 29. júní en 1 júlí spilaði Shannon Larkin úr Ugly Kid Joe og Godsmack, með þeim á Ozzfest.
Svo voru þeir óvirkir þar til 11 nóvember 1977 þegar einn magnaðasti atburður í sögu Black Sabbath’s gerðist. Allir upphaflegu meðlimir Black Sabbath’s komu saman, Ozzy Osbourne, Geezer Butler, Bill Ward og Tony Iommi og það varð aðal reunionið í sögu þeirra. Þeir geru svo plötuna “Reunion” sem er live plata og var tekin upp 4 og 5 desember 1997 og þetta var líka tekið upp á vídeói. En í maí 1998 fékk Bill Ward hjartaáfall en hann bjargaðist en læknarnir sögðu að hann gæti ekki flogið næstu 6 vikur svo Vinny Appice til að spila fyrir þá í nokkra mánuði. Bill Ward batnar og hann fer að æfa sig fyrir tónleika
Til að halda upp á útgáfuna af “Reunion” þá stoppuðu þeir við í átta borgum í Bandaríkjunum og skrifuð undir diskana hjá þeim sem keyptu diskinn.
Þeir voru búnir að semja tvö ný lög, “Pshycho Man” og “Selling My Soul” en Pshycho Man var samin meðan það var verið að gera Ozzmosis.
Þeir sögðust ætla að hætta 1999 og ætluðu að spila sitt síðasta á Ozzfest 1999 og það átti að kallast “The Last Supper” en ekki séns að þeir hætti þarna. Hætti Ozzy 1992 þegar hann sagðist ætla það?
Adam Wakeman kom í staðin fyrir Geoff Nicholls en Adam Wakeman er sonur Rick Wakeman’s en hann var fyrsti hljómborðsleikari Black Sabbath’s. Svo í apríl 2004 var gefið út “Black Box: The Comple Original Black Sabbath 1970-1978” þar sem allir diskarnir með upprunlegu meðlimunum fyrir utan alla greatest hits diska.

Veit að þetta er dáldið langdregið og svona en gerði mitt besta.