Sælir hugarar.

Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvað fólk getur farið mikið í vörn tali maður ílla eða segist ekki fíla þessa eða hina hljómsveitina.

Ég lenti td í því um dagin að ég var beðinn af einum aðila að segja mitt álit á 3 hljómsveitum.

Opeth, Cradle Of Filth og Dream Theater.

Ég vil sérstaklega taka það fram að ég hef gert margar tilraunir til að hlusta á áðurnefnd bönd þannig að ég var ekki að svara eitthvað út í loftið.

Opeth:
Margir eru ósammála undir hvaða metalflokk þetta band á að fara, hef heyrt goth,black og nokkrar fleiri flokkanir, persónulega er mér sama hvað hver flokkar þetta band.

Ég gerði mér lítið fyrir eftir að hafa heyrt lag með þeim sem heitir In mist she was standing og downloadaði complete Opeth discography (Afsakið sletturnar), eftir að hafa hlustað á hverja plötuna á fætur annari, aftur og aftur gafst ég upp, það var ekkert sem ég fílaði við þessa hljómsveit nema áðurnefnt lag. Það er bara eitthvað við þetta band sem fer í mínar fínustu, og ég fæ ekki af mér að hlusta á þá lengur en eitt lag eða svo.

Cradle Of Filth:
Hef heyrt talað um að þetta sé Black Metal, þeir sem hlusta á “alvöru” BM segja að þetta séu “sell out hommar” og allt þar fram eftir götunum,mér gæti varla verið meira sama.

Ég hef aldrei komist inní þessa tegund þungarokks og mun líklega aldrei gera, finnst “söngurinn” vera leiðinlegur og það skemmir fyrir með að hlusta á restina.

Dream Theater:
Hef aldrei þolað söngvarann í þessari hljómsveit, en þau lög sem hann kemur ekki fyrir í eða alla vega mjög lítið, get ég hlustað á en finnst þau ekkert sérlega skemmtileg þar sem John nokkur Myung (Snillingur) fær mig til að langa að hætta að spila á bassann og spila Yatzy. Að flestu leiti finnst mér DT vera þrautleiðinleg hljómsveit og nenni sjaldan að hlusta á þeirra (að mínu mati) oft á tíðum allt of löngu lög.

Ef fólk spyr annað fólk um þeirra álit á hljómsveitum verður spyrjandinn að geta sætt sig við svar hins spurða án þess að leggjast í skítköst eða formælingar af öðru tagi.

Fyrir það að vera fullkomlega hreinskilinn um þessar hljómsveitir fékk ég það í smettið frá spyrjanda að ég væri þröngsýnn á tónlist.

Kannski er ég það í hans augum EN þar sem harða drifið í tölvu greinarhöfundar inniheldur tónlist frá Duran Duran til Tchaikovsky til Six Feet Under og margt þar á milli get ég varla verið annað en ósammála spyrjandanum um þessa fullyrðingu.

Fólk sem getur ekki sætt sig við skoðanir annara ætti ekki að vera spurja aðra hvað þeim finnst um hina og þessa hluti, og man ég ágætlega eftir því þegar ég “dirfðist” að deila skoðun minni á breytingunni sem Metallica hefur gengið í gegnum og skítköstin sem ég fékk á mig eftir þá grein.

Takk fyrir lesturinn (þeas ef þið hafið nennt að lesa þetta raus)

Falcone
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX