Ég vil taka það fram að þetta er grein sem ég skrifaði fyrir skólann en mér datt bara í hug að pósta henni hér. Ég veit það vel að ég er ekki alvitur, þannig að ef það eru einhverjar staðreyndavillur í þessari grein þá biðst ég afsökunar en ég reyndi sem best ég gat að nota öruggar heimildir. Það væri fínt ef þið bendið mér á það ef ég hef rangt fyrir mér um eitthvað en sleppið skítkastinu.

Metall, og áhrif Metallica á sögu hans.

The Alfa – Black Sabbath.

Árið er 1970. Hendrix er dauður, Joplin er dauð, og ný hljómsveit er að stíga fram á sjónarsviðið sem mun breyta yfirskini tónlistarheimsins að eilífu. Rokkið hefur formlega tapað sakleysi sínu. Black Sabbath hefur loksins litið dagsins ljós og allt á eftir að breytast. Undir forystu gítarleikarans
Tony Iommi og með skræka söngfuglinn Ozzy Osbourne í fararbroddi hrista þeir upp í Englandi með hörðum þungum blústakti sem þeir ná að breyta og forma þá stefnu sem þá var kölluð Heavy Metal.
Tónlistin sem þeir sköpuðu fjallaði um gott og illt, himnaríki og helvíti, og aumingja vitleysingana sem voru fastir í miðjunni. En þeir sömdu líka harðar ádeilur á hluti líðandi stundar. Lagið War Pigs var hárbeitt skot á stríðsmaskínu Bandaríkjanna, og sat lengi í fyrsta sæti topplistans þar á landi, en það er eitt af örfáum lögum eftir þá sam var leyft í útvarpi. Þeir höfðu rosaleg áhrif á tónlistarheiminn, og fylgdu í fótspor bítlanna að því leyti að þeir gerðu foreldra skíthrædda um börnin sín. Saga þeirra einkennist af eiturlyfjum, kynsvalli og áfengi, en það dró hann Ozzy vin okkar næstum til dauða oftar en einu sinni.

The Evolution

Eftir að Black Sabbath hafði horfið á braut var ekki mikið um Metal bylgjur á yfirborðinu. Metallinn var næstum því eingöngu til staðar í undirheimum Bretlands, en það var ekki fyrr en á 8. áratugnum sem metalinn náði sinni endanlegu mynd sem fast form í tónlistarheiminum.
Áttundi áratugurinn einkenndist af svokölluðu glysrokki, en það var nokkuð sem allir metal hausar með minnsta vott af sjálfsvirðingu fyrirlíta. Þessi tónlist, ef tónlist má kalla, fjallaði ekki um annað en menn með hárkollur og farða sem öskruðu eins og vitleysingar og riðu öllu sem hreyfðist. Þessi stefna var ekkert nema útlitið, og dó sem betur fer fljótt út.
Á þeim sama tíma voru ungir menn í San Fransisco að nafni James Hetfield og Lars Ulrich að sökkva sér í tónlistarstefnu sem var þekkt undir nafninu New Wave of British Heavy Metal, en það var seinna þekkt undir nafninu Thrash Metall. James og Lars fundu sér gítarleikara að nafni Dave Mustaine og bassaleikara að nafni Ron McGovney og stofnuðu hljómsveitina Metallica. Ron MCGovney var fljótt rekinn úr bandinu vegna þess að hann var ekki tilbúinn til að leggja neitt á sig til að koma bandinu á kortið. Þá fundu þeir frábæran bassaleikara að nafni Cliff Burton til að taka við af honum, en Cliff Burton átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á tónlistina sem Metallica skapaði í framtíðinni. Svo var Dave Mustaine rekinn úr bandinu fyrir drykkjlæti og hálfvitaskap og Kirk Hammet var fenginn til að taka við af honum sem Lead Guitar. Nú var hljómsveitin komin í sitt endanlegt form. Lars Ulrich var á trommur, James Hetfield var söngvari og rythmagítar, Kirk Hammet var Lead Guitar og Cliff Burton var á bassa.

Kill’em All

Árið 1983 gáfu þeir svo út sína fyrstu plötu sem bar titilinn Kill’em All.
Hún var mjög hrá og gróf og hlaut miklar vinsældir, en náði samt ekki að gera Metallica fræga. Þar má heyra marga ódauðlega smelli eins og Phantom Lord, Seek & Destroy og The Four Horsemen. Kill’em All var ein af fyrstu plötunum í Thrash Metal tónlistinni, en á sama tíma voru hljómsveitir eins og Slayer og Exodus að hefja ferill sinn.

Ride the Lightning

Árið 1984 gáfu þeir svo út aðra plötu sína, sem bar titilinn
Ride The Lightning. Nú voru Metallica farnir að sýna á sér melódískari hliðar en áður, en héldu áfram að heilla aðdáendur sína með gríðarlegum krafti og árásargirni í textasmíði. Frægðarsól Metallica var farin að rísa hratt og þeir voru komnir með milljónir aðdáenda um allan heim.
Á plötunni voru mörg stór lög eins og Fade to Black, Creeping Death, Kall of Ktulu og For Whom The Bell Tolls.

Master of Puppets

Árið 1986 kom svo Master of Puppets út. Þetta var plata sem átti eftir að breyta ímynd metalsins um alla tíð og tryggja Metallica stað í sögunni sem bandið sem fullkomnaði metalinn. Hátindinum var náð.
Á plötunni var að finna titillagið Master of Puppets sem fjallaði á sterkan hátt um það helvíti sem fylgir eiturlyfjafíkn. Auk þess innihélt platan lögin Battery, Disposable Heroes, Leper Messiah, og hið ódauðlega instrumental lag Orion sem var að mestu samið af bassaleikaranum Cliff Burton.





Á þessum fáu árum frá því að Metallica var stofnuð höfðu þeir ekki aðeins öðlast heimsfrægð, heldur höfðu þeir breytt ásjónu Metalsins að eilífu. Nú gat leiðin aðeins legið niður, og þeir myndu því miður komast fljótt að því.

Eftir að hafa klárað upptökur á Master of Puppets í Danmörku fóru strákarnir í Metallica á tónleikaferðalag um heiminn. Þegar þeir voru að ferðast um Svíþjóð að nóttu til í rútunni sinni, lenti bílstjórinn á svörtum ís á veginum, sem olli því að rútan valt 2 hringi niður brekku og stoppaði svo. Þótt ótrúlegt sé sluppu þeir allir með aðeins minni háttar meiðsl, nema Cliff.
Þegar rútan fór útaf veginum hafði hann kastast út um gluggan og rútan hafði svo oltið ofan á hann, og hann klemmdist undir henni og dó. Honum til heiðurs spiluðu félagar hans í hljómsveitinni lagið Orion við jarðarförina.
Mikil óvissa var um framtíð Metallica. Myndu þeir halda áfram eða var sögunni lokið? Þrátt fyrir gífurlega sorg og reiði gagnvart slysinu og dauðfalli Cliffs var annar bassaleikari ráðinn 3 mánuðum eftir dauða hans. Hann hét Jason Newstead. Lífið átti ekki eftir að verða erfitt fyrir Jason þessi ár sem hann átti eftir að eyða með Metallica. Þeir voru enn reiðir yfir dauða Cliffs og létu það allt bitna á Jason sem var hafður útundan. Hann fékk ekki að taka þátt í skipulagi tónleikaferðalaga, þeir skildu hann eftir þegar þeim var boðið á verðlaunaafhendingar og lítillækkuðu hann í sífellu. Þannig myndi það ganga næstu árin en á þeim tíma sem Jason var með bandinu gáfu þeir út 5 plötur.

…And Justice For All

Þessi plata kom út árið 1988 og er jafnframt fyrsta platan sem þeir gáfu út eftir dauða Cliff Burtons. Þessi plata er jafnframt sú síðasta sem þeir gáfu út áður en þeir byrjuðu að breyta um stíl, en meira um það síðar. Á henni má finna lagið To Live Is To Die sem er gert eftir nótnablöðum sem þeir fundu eftir Cliff inniheldur ljóðlínu sem hann hafði samið rétt fyrir dauða sinn:

“When a man lies, he murders some part of the World.
These are the pale deaths men miscall their lives.
All this I cannot bear to witness any longer,
cannot the kingdom of salvation take me home?”

Platan inniheldur líka önnur ódauðleg lög eins og lagið One, sem lýsir hryllingssögu pilts sem er sendur í stríð og missir báða hendur, fætur, málið og heyrnina, en er þrátt fyrir það haldið á lífi þótt hann þrái ekkert heitar en dauðann. Þetta var jafnframt fyrsta lagið sem þeir gerðu myndband við, en það var gert í óþökk margra aðdáenda þeirra sem töldu að með því væru Metallica að selja sig fyrir fé og frægð. Hafa skal í huga þau “gæði” sem tónlistarmyndbönd þessara tíma voru í. Myndbandið við One var hinsvegar öðruvísi en allt sem hafði áður sést, og í raun er ekki hægt að kalla það neitta annað en stuttmynd.

Metallica (The Black Album)

Aðdáendur Metallica skipta sér oft, eða er oft skipt í, 2 flokka. Þeir sem elska Metallica fyrir gerð The Black Album, og þeir sem hlusta frekar á það sem á eftir henni kom. Þótt skoðanir á þessari plötu séu mjög skiptar er ekki hægt að neita því að hún er tímamótaverk. Á þessari plötu sem kom út árið 1991 hafa þeir gjörbreytt um stíl. Þeir yfirgáfu gamla stílinn sem einkenndist af árásargirni og reiði og voru nú orðnir mun mýkri og rólegri. Margir sögðu að þetta væri aðeins gert til að höfða frekar til “mainstream” fólks, sem og hún gerði, á meðan aðrir fögnuðu þessari þróun hjá hljómsveitinni og sögðu þetta vera eðlilega þróun sem fylgdi með aldrinum. Margir vildu hinsvegar meina að þessi þróun væri eingöngu nýja upptökustjóranum þeirra, Bob Rock, að kenna, en hann er þekktur fyrir að framleiða plötur með mainstream tónlistarmönnum á borð við
Jon Bon Jovi. Hvort heldur sem er þá var Metallica ekki sama hljómsveit og hún hafði verið. Þessi plata innihélt lög á borð við Sad but True,
The Unforgiven, og lagið sem allir þekkja: Nothing Else Matters.

Load & ReLoad

Load kom út 1996 og gerði allt vitlaust í metalheiminum. Þessi plata fullvissaði marga um það að nú væru Metallica loksins búnir að selja sig. Þessi plata innihélt lög sem voru svo augljóslega gerð til að vera “mainstream” að þeir glötuðu þar með risastórum hópi aðdáendahópsins síns. Á sama tíma voru þeir hinsvegar farnir að eignast fullt af nýjum aðdáendum, sem voru meira fyrir rokkið og “mainstream” tónlist heldur en Metallica höfðu áður verið. Load innihélt meðal annars Until it Sleeps og Mama Said.

Við gerð Load voru svo mörg aukalög sem þeir komu ekki á plötuna að þeir ákváðu að gefa þau út á annari “afgangsplötu” sem fékk titilinn ReLoad og kom á markaðinn 1997. Hún fékk mjög svipaðar móttökur og Load, og innihélt lög eins og Fuel, The Memory Remains og
The Unforgiven II.





S&M

Árið 1999 kom þessi plata út, en hún er upptaka af tónleikum Metallica með Sinfóníuhljómsveit San Fransisco. Þarna eru öll stærstu lög Metallica flutt á nýjan leik, þar sem búið er að blanda Sinfóníunni vel ínní þannig að tónlistin virkar sem ein heild, en ekki sem tvær hljómsveitir að spila á sama tíma. Það hefur oft verið sagt að um leið og rokkhljómsveit fær þá hugmynd að spila með sinfóníu þá séu dagar hennar taldir og því miður virðast vinir okkar í Metallica ekki ætla sér að breyta útaf þessari reglu, eins og þróunin næstu árin mun sýna.

Taka skal fram að á meðan Jason var í hljómsveitinni gáfu þeir út 2 aðrar plötur, Garage Days Re-Revisited og Garage inc. en þær eru ekki taldar með hér þar sem þær innihalda bara “cover”lög en engin frumsamin verk er að finna á þeim.

Eftir þessar plötur heyrist lítið frá Metallica fyrir utan það að þeir stefna netsíðunni Napster fyrir að vera að deila lögum þeirra ókeypis á internetinu og þeir heimta skaðabætur. Þetta verður að rosalegri lagadeilu þar sem Metallica reiða rosalega marga tónlistarunnendur, og þeir eru sakaðir um fégræðgi og hroka. Það sem það fólk skilur hinsvegar ekki er það að þeir sem tapa mest á ókeypis tónlistarniðurhali eru ekki tónlistarmennirnir heldur fólkið sem vinnur í stúdíóunum. Það fólk sem er bara að sinna sinni venjulegri vinnu tapar mest á því því að það á allt sitt undir geisladiskunum komið og það er ekkert ríkt. Metallica unnu svo málið á hendur Napster og síðunni var lokað.

Snemma á árinu 2001 hætti Jason svo í hljómsveitinni vegna þess að hann hafði verið farinn að spila með öðrum hljómsveitum. Þetta var James alls ekki sáttur við og sagði honum að hann skyldi annaðhvort hætta í hinum böndunum eða hann fengi ekki lengur að vera með Metallica.
Jason valdi að hætta og nú sátu Metallica menn uppi með engan bassaleikara. Þetta gerðist allt á meðan þeir voru enn að vinna að næstu plötu, sem átti eftir að taka lengri tíma í framleiðslu en nokkur bjóst við.
Stuttu eftir þetta hvarf James af upptökuverinu og vinir hans heyrðu ekkert af honum í nokkar daga. Svo hringdi hann loksins í Lars og tilkynnti honum að hann væri búinn að skrá sig í meðferð við áfengisfíkn og hann vissi ekki hvað hann þyrfti að vera þar lengi.
Á meðan að hljómsveitin gekk í gegnum allar þessar raunir var kvikmynalið alltaf viðstatt því að þeir höfðu ætlað að gera heimildamynd um gerð næstu plötu, en myndin snérist síðan að lokum um hljómsveitina og baráttu þeirra við það að halda áfram að semja tónlist og halda geðheilsunni.

Með hjálp Bob Rock á bassanum tókst þeim svo að lokum að klára gerð St. Anger plötunnar og hún var gefin út árið 2003. Að mínu mati og margra annara hefði það verið betra ef þeir hefðu einfaldlega lagst í helgan stein því að St. Anger er ein verstu vonbrigði sem aðdáendur hljómsveitarinnar hafa orðið fyrir . Á plötunni hafa þeir alfarið snúið sér að hinni fyrirlitnu
Nu-metal stefnu og öll von er nú algerlega úti um að þeir snúi sér aftur að gömlu góðu tónlistinni sem gerði þá að því sem þeir eru í dag.

Nú hefur nýr bassaleikari verið fundinn, en hann heitir Robert Trujillo og spilaði áður með Ozzy Osbourne. Ekki hefur verið gefin út tilkynning um nýja plötu, og það er spurning hvort hljómsveitin sé loksins búin að ganga sitt æviskeið, eða hvort þeir neiti að hætta og halda áfram á þessari braut sem þeir eru á núna. Við verðum bara að bíða og sjá.
In such a world as this does one dare to think for himself?