In Flames - Come Clarity Eins og flestir ættu að vita þá spilr hin heimsfræga hljómsveit In flames ekta melódískan dauðametall eða Svíja-metall/Gautaborgar-metall eða eins og margir vilja kalla það Víkingametall.

Það vill svo til að ég komst yfir nýjustu snilld In flames “Come Clarity” og ég er búinn að vera að hlusta á þetta seinustu klukkutímana og eitt sem virðist hafa gert með þennan disk er að þeir hafa farið nær upprunanum með þessum disk þar sem hann er talsvert harðari en fyrri diskar. Anders Fridén syngur að vana mjög vel á þessum disk eins og honum er einum lagið en þó eitt sem mér finnst hafa smá áhrif á þennan disk er að trommurnar eru ekki að gera eins mikið og á seinustu diskum hljómsveitarinnar. Þarna má þó segja að In flames hafi risið upp úr öskunni eftir Soundtrack to your escape og Reroute To Remains sem voru að margra mati missheppnaðir diskar.
Jæja nóg um það.

Hljómsveitinn samanstendur af
Anders Fridén = Söngur
Björn Gelotte = Gítar
Daniel Svensson = Trommur
Jesper Strömblad = Gítar
Peter Iwers = Bassi

Löginn á disknum eru
1. Take This Life
2. Leeches
3. Reflect the Storm
4. Dead End
5. Scream
6. Come Clarity
7. Vacuum
8. Pacing Death's Trail
9. Crawl through Knives
10. Versus Terminus
11. Our Infinite Struggle
12. Vanishing Light
13. Your Bedtime Story Is Scaring Everyone

Take This Life (7/10)
Gott lag og einstaklega kraftmikið þó eitthvað sem böggar mig við það.
Leeches (6/10)
Ágætis lag byrjar frekar asnalega að mínu mati og er bara ekki gera sig nema þá hvað í endann sem virðist vera besti parturinn af laginu er líka frekar stutt aðeins 2:55
Reflect The Storm (8/10)
Mjög öflugt lag byrjar vel og heldur dampinum allan tíman.
Dead End (9/10)
Byrjar rosalega vel og örruglega eitt af eftirminnilegustu lögum á plötunni ásamt því að innihalda mjög fagran kvennmanns söng hér og þar.
Scream (9/10)
Þungt og flott lag með góðum takti.
Come Clarity (9.5/10)
Hægt í byrjun með flottu gítar spili síðan rífur það sig upp og Anders ætlar bara að éta þig með flottum söng og herlegheitum. Hinsvegar mjög hægt lag.
Vaccum (10/10)
Gífurlega gott lag á alla mælikvarða eitt mesta catchy lagið á disknum að mínu mati.
Pacing Deaths Trail (8/10)
Hef ekki mikið hlustað á þetta lag en það kemur vel út
Crawling Through Knives (9/10)
Þetta átti upprunalega að vera titill disksins en honum var breytt í Come Clarity á seinustu stundu. Gott lag hér á ferð og skil það vel að þetta hafi átt vera titillag disksins.
Versus Terminus (8.5/10)
Our Infinite Struggle (8/10)
Gott lag með öflugum hljóðfæraleik og hægir kaflar inná milli ekki beint catchy lag.
Vanishing Light (8/10)
Ágætt lag verður þó betra með tímanum.
Your Bedtime Story Is Scaring (3/10)
3 mínutur af einhverju klukkuspili sem eru ekki alveg að gera sig.

Góður diskur fyrir þá sem hafa gaman af In flames fær alveg 8,5/10 miðaðvið fyrri diska.
Kemur út í Janúar á næsta ári.

Vonandi höfðuð þið gaman af þessari grein þar sem þetta er mín fyrsta grein sem ég gef dóma út dóma á disk.
What is the meaning of life?