Ég veit að það er langt síðan þetta gerðist en ég ætla samt að fjalla um það í þessari grein. Þann 22 Október var tilkynnt að Tarja hafi verið rekin úr Nightwish. Ástæðurnar eru útskýrðar í bréfi sem ég ég er hér búin að þýða:
Kæra Tarja.
Það er kominn tíma til að velja hvort saga Nightwish endar hér eða heldur áfram í óákveðinn tíma. Við höfum verið að vinna að þessu sköpunarverki í 9 ár og við erum ekki tilbúnir að gefast upp enn. Nightwish er lífstíll, einhvað til að lifa fyrir, og við erum vissir að við getum ekki sleppt takinu á því.

Jafn mikilvæg er sú staðreynd að við getum ekki verið sáttir við þig og Marcelo lengur. Seinastliðið ár hefur einhvað sorglegt gerst, sem ég hef farið yfir í huganum á hverjum degi, kvölds og morgna. Viðhorf þitt og framkoma eiga ekki heima í Nightwish lengur. Það eru einkenni sem ég hefði aldrei trúað að ég myndi sjá í gömlum kærum vini mínum. Fólk sem talar ekki saman í eitt ár á ekki heima í sömu hljómsveit.

Við erum í iðnaði þar sem viðskiptahliðin á hlutunum er nauðsynleg illska og einhvað til að hafa alltaf áhyggjur af. Við erum líka í hljómsveit sem að hefur alltaf spilað tónlist frá hjartanum, útaf vináttunni og tónlistinni sjálfri. Þessi andlega ánægja ætti alltaf að vera mikilvægari en peningar! Nightwish er hljómsveit, hún er tilfining.
Fyrir þig, því miður, hafa viðskipti, peningar og hlutir sem hafa ekkert að gera með þessum tilfiningum orðið miklu mikilvægari. Þér finnst eins og þú hafir fórnað sjálfri þér og tónlistarferli þínum fyrir Nightwish, frekar en að hugsa að þetta hafi verið gefið þér.
Hugarfar þitt var mjög augljóst í hlutunum tveimur sem þú sagðir við mig í flugvélinni í Toronto: “Ég þarf Nightwish ekki lengur.” og “Mundu Tuomas, ég gæti hætt í hljómsveitinni hvenær sem er og aðeins gefið þér eins dags fyrirvara.”
Ég get einfaldlega ekki skrifað fleiri söngva fyrir þig til að syngja.

Þú sagðir sjálf að þú værir aðeins “gesta tónlistarmaður” í Nightwish. Nú er sú heimsókn búin og við munum halda Nightwish áfram með nýja söngkonu.
Við erum viss um að það er jafn mikill léttir fyrir þig og það er fyrir okkur. Okkur hefur öllum liðið illa nógu lengi.

Þú sagðir okkur að sama hvað gerðist þá yrði næsta Nightwish plata þín seinasta. Engu að síður langar okkur hinum að halda áfram eins lengi og eldurinn brennur. Svo það er ekki neitt vit í að gera næstu plötu með þér heldur.
Við fjórir höfum farið yfir aðstæðurnar óteljandi sinnum og við höfum áttað okkur á því að þetta er hluturinn sem við viljum gera í lífinu. Þetta er allt sem við getum gert. Í desember 2004, í Þýskalandi sagðiru að þú myndir aldrei fara í tónleikaferðalag aftur í meira en tvær vikur í senn. Þú sagðir líka að við gætum gleymt Ástralíu og Bandaríkjunum því borgunin og stærðir tónleika væru of litlir.

Í viðtali hef ég sagt að ef Tarja fari, þá væri það endalok hljómsveitarinnar. Ég skil að fólk hugsi þannig. Nightwish er engu að síður partur af sál minni og ég er ekki tilbúinn að sleppa því útaf einni manneskju. Manneskju sem langar að nota hæfileika sína annars staðar, manneskju sem að metur aðra hluti meira en ég.

Við létum það aldrei trufla okkur að þú tókst aldrei þátt í að búa til lög, þú komst aldrei á þessum 9 árum til að æfa lögin áður en við fórum í stúdíóið. Okkur var sama þó þú vildir alltaf fljúga, aðskilin frá okkur með manninum þínum. Við hundsuðum líka staðreyndina og þú varst án alls vafa alltaf ímynd hljómsveitarinnar.
Við samþykktum allt og þoldum það nema græðgi, að vanmeta aðdáendurnar og að brjóta loforð. Við fimm samþykktum að Nightwish hefði forgang fyrir öllu öðru sem við gerðum á árunum 2004-2005. Samt voru svo margir hlutir mikilvægari fyrir þig. Aðal dæmið var þegar þú vildir hætta við tónleika í Osló sem var þegar búið að seljast upp á því að þú þurftir að æfa fyrir sóló tónleikana þína, hitta vini og fara í bíó. Þetta var það sem Marcelo sagði í emaili sem að útskýrði afhverju þú hættir við. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum. Ég get ekki hugsað um verri hlut en að vera sjálfselsk og að svíkja aðdáendur okkar.

Nightwish er lífstíll og starf með mörgum skyldum. Bæði til hvor annars og aðdáendanna. Með þér getum við ekki séð um skyldur okkar lengur.

Innst inni vitum við ekki hvað lét þig verða svona. Einhvernvegin hefur Marcelo breytt þér úr elskulegu stelpunni sem þú varst og í dívu, sem að hugsar hvorki né hagar sér eins og hún gerði áður. Þú of viss um að enginn geti komið í þinn stað og þína stöðu.

Það er augljóst að þú kennir okkur fjórum um stressið og eymdina. Og þér finnst að við virðum þig ekki né hlustum á þig. Trúðu okkur; við höfum alltaf sýnt þér fyllstu virðingu fyrir að vera frábær söngkona og vinur. Og mjög oft seinastliðin ár hafa áætlanirnar sem við gerðum einungis verið útaf þínum ákvörðunum. Þú ert sú eina sem langaði alltaf í meiri peninga fyrir tónleikana.
Þessi “Sjálfhverfa og meiri peninga fyrir allt”-hegðun er í raun það sem við erum mest vonsviknir með.

Við óskum þessum frá með núna að þú hlustir á hjarta þitt í staðin fyrir Marcelo. Menningarlegir mismunir blandaðir við græðgi, tækifærissinni og ást er hættuleg blanda. Ekki fara illa með þig.

Þessi ákvörðun er ekki einhvað sem við erum stoltir af en við eigum ekki annara kosta völ. Gapið á milli okkar er of stórt. Og þessi ákvörðun var gerð af okkur öllum samróma. Við erum komin of langt til að það sé hægt að laga þetta með að tala saman.

Óskum þér alls hins besta í lífinu og í tónlistarferlinum.

Tuomas

Emppu, Jukka og Marco.

PS. Þetta er opið bréf.

Persónulega finnst mér að það var fullkomlega rétt ákvörðun hjá þeim. Engin hljómsveit á að þurfa að umbera svona mikinn hroka í einum meðlimi. Engu að síður er mjög sorglegt að þetta þyrfti að gerast. Tarja er með mjög flotta rödd og setti mjög sérstakann brag á Nightwish. En nú þarf maður bara að vona að þau finni aðra góða söngkonu sem eru núna býsna miklir möguleikar á. Nightwish var einn af brautryðjendum fyrir söngkonur í metall-hljómsveitum og nú eru sífellt fleiri metall-hljómsveitir með söngkonu.
Jafnvel þótt að þetta marki endalok Nightwish þá verður hennar alltaf minnst sem einum af brautryðjanda kvennsöngvara í metalli.