Rammstein - Rosenrot Rammstein hefur nú gefið út sína 5 breiðskífu. Hún heitir Rosenrot. Ég las einhversstaðar að lögin sem eru á þessum disk hafi verið tekin upp á sama tíma og lögin á Resie Reise. Þessi diskur er bara classic Rammstein. Það sem kemur nýtt fram á þessum disk er að söngvarinn syngur með konu í einu laginu og að annað lag er á spænsku. Cover-ið á þessum disk er líka flott. Það er ekki maður með járngrind í andlitinu eða eitthvað fóstur á því. Sem er gott. Ég ætla að skrifa hér minn persónulega dóm um hvert lag og gefa því einkunn.

Track list:

01. Benzin
02. Mann Gegen Mann
03. Rosenrot
04. Spring
05. Wo Bist Du
06. Stirb Nicht Vor Mir (Don’t Die Before I Do)
07. Zerstören
08. Hilf Mir
09. Te Quiero Puta!
10. Feuer Und Wasser
11. Ein Lied

Dómur:

“Benzin” Sterk byrjun á góðum disk. Þetta lag kemur manni alveg í gírinn. Viðlagið í þessu lagi er flott. Þetta er að ég held vinsælasta lagið á disknum. Þetta er gott lag en ekki besta lagið á disknum.
Einkunn: 8,2/10

“Mann Gegen Mann” Þetta er gott lag en mér finnst það frekar svipað laginu á undan. En það breytir þeirri staðreynd ekki að þetta er snilldar lag. Þetta lag er aðeins betra en það á undan. Það hefur eitthvað sem Benzin hefur ekki.
Einkunn: 8,5/10

“Rosenrot” Diskurinn er nefndur eftir þessu lagi. Þetta er eitt af betri lögunum á disknum. Það tók smá tíma að venjast hjá mér. Þetta er lag sem maður getur byrjað að raula með. Topp lag.
Einkunn: 8,8/10

“Spring” Þetta er næst besta lagið á disknum. Það vandist strax. Gítar riff-ið í þessu lagi er flott og viðlagið líka. Ég finn að ég er byrjaður að hlusta á þetta lag æ oftar. Rammstein upp á sitt besta. :)
Einkunn: 9,5/10

“Wo Bist Du” Byrjunin á þessu lagi lofar góðu en mér finnst lagið klúðrast soldið þegar líður á það. Samt er þetta með betri lögunum á disknum og mér finnst það snilld. Rammstein eru góðir.
Einkunn: 8,6/10

“Stirb Nicht Vor Mir (Don’t Die Before I Do)” Þetta er væmna lagið á disknum. Hér syngur söngvarinn á móti konu. Mér fannst þetta lag asnalegt fyrst og ekkert passa við Rammstein en það vandist eins og Rosenrot lagið gerði og nú finnst mér þetta besta lagið á disknum.
Einkunn: 10/10

“Zerstören” Þetta er að mínu mati leiðinlegasta lagið á disknum. Þetta er bara eitthvað svo venjulegt Rammstein lag. Lagið byrjar flott samt en verður svo bara þreytandi venjulegt. Svo kemur eitthvað rugl dæmi í endan þar sem söngvarinn syngur eitthvað hátt og asnalega. Það bjargar laginu smá.
Einkunn: 7/10

“Hilf Mir” Byrjunin er cool. Annars er lagið sjálft mjög flott. Flott gítar riff. Flott viðlag. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira um þetta lag. Bara að þetta er svona meðal lag á disknum.
Einkunn: 8,5/10

“Te Quiero Puta!” Þetta lag er góð tilbreyting frá hinum lögunum. Það er sungið á spænsku og það eru lúðrar í því og svona. Þetta lag er doltið kjánalegt en það er flott. Mér finnst það fyndið og flott.
Einkunn: 9/10

“Feuer und Wasser” Þetta lag hefur sína galla og sína kosti. Þetta lag er allt og langt og það er forever að byrja. En þegar að byrjar loksins er það frábært. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gefa þessu lagi í einkunn en ég segi bara…
Einkunn: 8/10

“Ein Leid” Þetta lag er skrítið. Það er ekkert viðlag í því. Bara eitthvað svona væl allan tíman. Maður dáleiðist alveg af því. Þetta er öðruvísi lag og mér finnst þau skemmtileg.
Einkunn: 8,1/10

Þar hafið þið það. Meðaleinkunn þessa disks er 8,56 sem er bara nokkuð gott á mínum skala. Annars breytast svona einkunnir með hverjum deginum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að setja þessa grein á “Rokk “ eða “Metall”. Vona að ég hafi valið rétt. Segið endilega ykkar skoðanir á þessum disk. Ég mæli með því að þig útvegið ykkur Rosenrot. Og með þeim orðum lýk ég þessari grein.
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon