Remagine - Gagnrýni Búmm búmm. Hjartsláttur. Búmm búmm. Búmm búmm.
BANK BANK! (spilað á bassa, vel distortaðan rafmagnsgítar og bassatrommu samtímis) BANK BANK! BANK BANK! Angistarfullar raddir hvísla, hrópa: “Come” BANK BANK! “Enter” BANK BANK! “Come in” BANK BANK! “Join us!” BANK BANK!

Þannig hefst Enter, introið að Remagine, nýjasta disk hollensku sveitarinnar After Forever. Hann kom út 8. september síðastliðinn en ég frétti ekki af honum fyrr en á föstudaginn. Þar sem síðasti diskur þeirra, Invisible Circles er einn af mínum uppáhalds diskum var ég ekki lengi að panta hann. En ég gat ekki beðið þangað til í byrjun nóvember til að hlusta á hann, svo um helgina fór ég á Kazaa og viti menn. Mér tókst að finna öll lögin af honum.

Hann er geðveikur. Betri en Invisible Circles ef eitthvað er. Bæði áframhaldandi þróun yfir í industrial og progressive hliðar metalsins, en um leið afturhvarf aftur til Prison of Desire og Descipher (fyrstu tveggja diska After Forever) sem er greinanlegt t.d. í laginu sem kemur beint á eftir introinu, Come þar sem má heyra arabískan tónstiga innan um rafmagnsgítar og sópransöng, en það var einmitt frekar einkennandi á fyrri plötum þeirra. Það er einungis tvennt sem ég hef út á þennan disk að setja. Annað er það hvað coverið er hræðilega ljótt (sjá mynd sem fylgir grein).

Hitt er að sum lögin eru frekar poppuð, þá sérstaklega söngurinn. Þetta má greina í m.a. lögunum Being Everyone og Strong (sem er eina rólega lagið á plötunni). Öll hin lögin bæta það hinsvegar upp, sérstaklega fyrrnefnt Come, Face Your Demons sem byrjar á mjög flottu bassariffi og Forever, síðasta lagið á plötunni sem hefur mjög flottan dúett.

Textasmíðinni hefur farið fram síðan á Invisible Circles. Söngkonan Floor Jansen samdi textana á þeirri plötu eftir að Mark Janssen yfirgaf After Forever og stofnaði Epica. Ég veit því miður ekki hvort einhver annar hljómsveitarmeðlimur hafi tekið við textasmíðum eða hvort henni hafi farið svona fram, en vá. Mínar uppáhalds línur úr Face Your Demons:

“Jack in a box and here I am
Your favourite mirror and
your only honest reflection and your guide
I am you deepest fear, the one you'll always hear
I am the devil in disguise, I am your dream

I am the sneaky connection
to your most devilish reflection
The scary imagination
of the real you

I represent what you deny
You're never scared so why
are you running away from the temptation of my words?
Oh you don't know what I could do for you
Or I could put you through…
And you don't really understand that only fear leads this game”

Og svona í lokin, því til staðfestingar hvað þessi diskur er góður: Meira að segja kötturinn minn fílar hann. Hún sat hérna á tölvuborðinu beint fyrir framan hátalarann og hlustaði af athygli í rúman hálftíma áðan. Vel upp alinn köttur það…

Gef honum 9/10 í heildina.

Disknum sko, ekki kettinum.
Peace through love, understanding and superior firepower.