Nightwish er metall-hljómsveit sem kemur frá Finnlandi. Hún hefur helst vakið athygli fyrir það að söngkonan Tarja Turunen syngur með óperurödd þótt að hljómsveitin spili metall.
Ég held að það hafi aldrei komið hljómsveit með þessa hugmynd en mér finnst hún frábær.
Hljómborðsleikarinn, Tuomas Holopainen semur alla texta hljomsveitarinnar en mér finnst textarnir vera rosalega flottir en vanalega lækka lög mikið í áliti hjá mér ef að textarnir fjalla ekki um neitt sérstakt.
Tuomas hefur viðurkennt að eiga við þunglyndi að stríða og mörg af lögunum fjalla einmmitt um það. Hann notar nafnið ocan soul yfir þunglynt fólk eins og sjálfan sig.
Saga Nightwish:
Nightwish var stofnuð árið 1996 af Tuomas Holopainen og hann fékk Törju Turunen, sem að var þá að mennta sig í óperusöng, með í hljómsveitina.
Erno (Emppu) Vuorinen bættist þá í hljómsveitina og spilaði á gítar.
Nightwish var nafn á fyrsta lagi hljómsveitarinnar en það var aldrei gefið út, hinsvegar fannst þeim nafnið svo flott að þau ákváðu að nefna hljómsveitina Nightwish.
Þeim langaði að prófa að bæta við trommum við tónlistina og þá var Jukka Nevalainen ráðinn í hljómsveitina.
Fyrsti diskurinn Angels fall first var gefin út árið 1997 en þá var Nightwish enn á tilraunastigi.
Fyrir næstu plötu var bassaleikarinn Sami Vänskä ráðinn. Fyrst lét Nightwish lítið fyrir sér fara og spilaði einungis á átta tónleikum en Tarja var enn að læra og Emppu og Jukka voru í hernum.
Árið 1998 var næsti diskur Oceanborn, gefinn út og varð furðu vinsæll.
Nightwish keppti einnig árið 2000 í undankeppni Eurovision með lagið Sleepwalker. Þau unnu símakosninguna en engu að síður var önnur hljómsveit send (sem að grúttapaði).
Í maí sama ár sendu þau frá sér sína þriðju plötu, Wishmaster.
Árið 2001 var næsta platan þeirra gefin út: Over the hills and far away. Hún innihélt sex “life” lög, endurgerðina af Astral Romance og þrjú ný lög.
Árið 2002 var gefin út fimmta platan þeirra en hún heytir Century Child. Fólk varð hissa því að texarnir voru orðnir mun myrkari en Tuomas hefur viðurkennt að hann hafi verið að upplifa eitt versta tímabil ævi sinnar. Á þeirri plötu er m.a. lagið Ocean soul og það lag hefur mjög mikið tilfiningarlegt gildi fyrir Tuomas en hann er þar að tala fyrir svokallaðar ocean souls en í því lagi er sagt: “Loosing emotion, finding devotion. Should I dress in white and search the sea, as I always wished to be, one with the waves, an ocean soul.”
Sami Vänskä var einnig hættur í hljómsveitinni og Marco Hietala úr hljómsveitinni Tarot var ráðinn í staðin. Hann syngur í nokkrum lögunum á þeirri plötu þ.e. dead to the world, slaying the dreamer, feel for you og the phantom of the opera sem að Andrew L. Webber samdi fyrir þau fyrir samnefnda mynd.
Árið 2004 var svo gefin út platan once og þá byrjaði Nightwish að öðlast heimsfrægð. Það var líklega lagið Nemo sem að vakti mesta athygli en það hefur sópað að sér verðlaunum á rokkhátíðum og þau gáfu einnig út smáskífuna Nemo.
Eins og er þá er Nightwish í heimsreisu, því stærsta sem þau hafa farið í.
Tarja sagði í viðtali að þau verði upptekin þangað til í lok 2005 en árið 2006 muni Tuomas líklega byrja að semja aftur.

Heimildir teknar af www.nightwish.com og www.metal-temple.com