Eins og þið vitið flest þá fara sumir hlutir meira í taugarnar á okkur en aðrir og sumt sem fólk seigir heimskulegra en annað.
Það sem fer meira í skapið á mér en góðu hófi gegnir er þegar
maður heyrir fólk dæma hljómsveitir í heild sinni sem lélegt sorp sem ekkert getur og búi bara til hávaða vegna þess að söngvarin í bandinu öskrar.
Maður heirir ótrúlega heimskuleg komment eins og, “þeir kunna ekkert nema að öskra og berja í trommur” eða “þetta er ekki tónlist,þeir öskra bara”.Svona komment koma í nær öllum tilvikum frá fólki sem hefur ekkert vit á tónlist eða hvernig hún verður til
og segja frekar til um hvað viðkomandi sé fáfróður heldur en um tónlistina í græjunum.
Það er eins og þessi fífl haldi að söngvarin sé eini meðlimur bandsisins eða hljóðfæraleikararanir geti ekki spilað neitt vegna þess að söngvarin öskri.
Það sér líklega engan mun á frammúrskarandi gítarleik Fredriks Thordendal(meshuggah-eitt af mínum uppáhaldsböndum) og einfeldningaglamri fávitans úr limp dickshit.Eins þetta með að
segja að “þeir öskri bara” er eins og þetta pakk haldi að allt bandið taki þátt í söngnum.Annars gæti ég skrifað milljón blaðsíðna ritgerð um þetta.
Mér persónulega finnst öskur alls ekkert verra tjáningarform en einhver söngur og oft bara mun betra auk þess þar sem það passar svosem ekki alltaf að hvísla allt.
Þetta fólk er líklega bara fast í fornöldum og heldur að allt miðist við einhvert djöfullsins söng en hljóðfærin halda þessu auðvitað uppi,en það virðist fólk ekki skilja!
Mér þætti gaman að sjá til dæmis foo fighters reyna að spila tónlist opeth og in flames.Þetta er líka frábær aðferð til bæla mainstreamlúðum frá tónlist sinni.Þetta lið á bara að halda kjafti og halda áfram að hlusta á limp bizkit.