System of a down er oft kölluð S.O.A.D. en það er vitlaust og beinlínis móðgun við hljómsveitina, ykkur ber að kalla hana S. o. a D. (með engum punkti eftir A-inu)

Stofnendur System of a down eru: Serj Tankian (söngvari), Daron Malakian (gítarleikari), Shavo Odadjian (bassaleikari) og John Dolmayan (trommuleikari).
Þeir eru allir frá Armeníu og er Serj elstur þeirra (fæddur 21 ágúst 1967 í Berút).
Þeir spila enn með System of a down og eru einu meðlimir hljómsveitarinnar (samt var trommuleikari að nafni Andy Khachaturian einu sinni að spila með þeim).

Upphaflega átti hljómsveitin að heita Victims of a down (nafn sem Daron Malakian fann uppá, en hann er skáld) en þeim fannst System of a down flottara.

Textar System of a down mótmæla oft stríði og System of a down er mjög pólitísk hljómsveit, dæmi er lögin: War?, Boom!, Toxicity.
Dæmi um pólítískan texta (tekið úr Boom!):
“Unnecessary death. Matador corporations, puppeting your frustrations with a blinded flag. Manufacturing consent is the name of the game! The bottom line is money nobody gives a fuck! 4000 hungry children leave us per hour from starvation, while billions are spent on bombs creating death showers”…

Dæmi um ruglaðann/skrítinn/fyndinn texta (úr laginu Chic-N-Stu):
“the ballgame's to the refridgerator, Door is closed…Lights are out… THE BUTTER'S GETTING HARD!!!!! What a splendid pie. Pizza-pizza pie! Every minute, every second buy, buy, buy, buy, buy! What a splendid pie, Pizza-pizza pie. Every minute every second buy, buy, buy, buy, buy.”

Textarnir eru stundum háalvarlegir en stundum algjört bull… System of a down eru semsé húmoristar sem að hugsa um mikilvæg málefni og taka stöðu sína (sem vinsæl rokkhljómsveit) alvarlega og nota hana til að mótmæla ýmsu sem þeir telja rangt, einsog stríð. Og skilaboð þeirra fara ekki framhjá neinum, ég hef t.d. oft séð greinar um þetta í íslenskum blöðum einsog Fréttablaðinu og Morgunblaðinu.

System of a down spilar tónlist sem er að mínu mati ólýsanleg en líkar hljómsveitir eru t.d. KoRn og Deftones. Þegar System of a down komu fram sögðu margir við þá að þeir væru að spila tónlist sem væri ólík öllu sem þau hefðu heyrt, þeir voru að gera eitthvað einstakt!
Eftir þrjár plötur (System of a down, Toxicity, Steal this album!) og nokkrar smáskífur fór eitthvað að draga úr þessu og finnst meðlimum hljómsveitarinnar það leiðinlegt og finnst þeir ekki vera nógu ferskir, séu að spila tónlist sem er of lík mörgu öðru svo þeir ákveða að breyta um stíl.

Og tvær nýjar plötur eru á leiðinni, Hypnotize (kemur úr 1. mars í USA) og Mesmerize (sem kemur út 6 mánuðum á eftir Hypnotize) og eiga þessar plötur að gera eitthvað nýtt. Orðrómur er um að þær eigi eftir að vera líkari laginu Ego brain (á Steal this album!) og treysti ég þeim orðrómi ágætlega. Þetta eru líka góðar fréttir þarsem Ego brain er rosalegt lag!

System of a down styðja líka að hljómsveitir fari nýjar leiðir og Serj Tankian stofnaði sérstakt útgáfufélag til að styðja hljómsveitir sem eru ólíkar flestum öðrum, fyrirtækið heitir Serjical Strike. Serj (Tankian) er einnig skáld, líkt og Daron Malakian bassaleikari System of a down. En einsog ég hef talað um hér er System of a down frekar pólítísk hljómsveit, og nýlega stofnuðu Serj og Tom Morello (í Audioslave) samtök sem kalla sig Axis of Justice og eru gerð fyrir unglinga sem hafa áhuga á stjórnmálum og ef þú vilt vita eitthvað um samtökin mæli ég með heima síðu hennar: http://www.axisofjustice.org/

Einnig mæli ég með http://wrestlingcasa.tripod.com/systemofadown/id174.html en þar birtist grein sem Serj Tankian skrifaði og birti 2 dögum eftir að World Trade Center hrundi og er þetta besta grein sem ég hef lesið um málið þarsem hann talar fyrir báðar hliðar og reynir að skilja hvers vegna Al Quada gerði árás á World Trade Center. Hann setti þessa grein beint á www.systemofadown.com en hún var seinna tekin út af Sony.

Sumir vilja flokka System of a down sem “Nu Metal” hljómsveit en það er ekki alveg rétt, System of a down hafa að vísu haft smá rapp í nokkrum lögum en þeir hafa aldrei notað grammófón, einnig eru þeir oft með stutt gítarsóló! Að mínu mati [þetta er ÞóR ÞorbergsS. sem er að semja þetta] er System of a down guðdómleg hljómsveit, meðlimir hennar eru guðir. Engin hljómsveit hefur nokkurntíman verið jafngóð, og engin mun verða það!
—————————————————————————————————————–
Hvernig ég kynntist System of a down og hvað mér fannst:

Fyrsti diskurinn með System of a down sem ég fékk var Toxicity (annar diskur þeirra), sem er almennt talinn besti diskurinn þeirra og er frekar vinsæll á t.d. höbbum oDC hef ég heyrt. Ég heyrði fyrst í þessum disk í Myndmenntastofu í skóla sem heitir Varmaland og er útí sveit, nálægt Borgarfirði. Myndmenntakennarinn þar var mikill aðdáandi þessarar hljómsveitar. Eftir nokkra tíma fór mér að þykja þetta mjög skemmtilegt og lögin sem mér fannst langbest á disknum eru (í grófri röð): Chop Suey!, Toxicity, Forest, ATWA, Psycho, Needles og Aerials. Seinna þegar Steal this album! kom út þá hlustaði ég mikið á hann. Og að mínu mati eru allra bestu lögin á honum: Highway Song, Ego Brain, Roulette, Mr. Jack, Streamline, Innervision, Pictures og The Tawawes.

Ég fékk síðan fyrsta diskinn þeirra, System of a down og á hann hef ég hlustað minnst, fyrir utan lagið Spiders sem er að margra mati besta lag System of a down. Bestu lögin á honum (ef ég er hæfur að dæma) eru: Spiders, Sugar, Know, Suggestion og War.

Einnig eru underground lögin: Shame, Johnny og Legend of Zelda einstaklega góð. Legend of Zelda er kanski frægasta lagið þeirra þó að það hafi ekki verið gefið út á disk, en þó þegar ég hugsa betur er Chop Suey! örugglega frægara.

Tónlist System of a down er einstök, ekki bara samkvæmt mér, heldur einnig vegna einstakrar raddbeitingar Serj Tankian-s og vegna þess að hljóðfæri System of a down eru stillt allt öðruvísi en hjá öllum öðrum hljómsveitum. Semsé ég mæli innilega með því að ÞÚ hlustir á System of a down en vara þig fyrirfram við um að það geti tekið töluverðann tíma að fíla þá og bara yfirleitt venjast rödd Tankians og “afstilltum” hljóðfærunum.

Topp 25 lögin þeirra: 1. Chop Suey 2. Roulette 3. Highway song 4. Spiders 5. 6. Toxicity 7. Snowblind 8. Ego brain 9. Know 10. ATWA 11. Forest 12. Legend of Zelda 13. Mr. Jack 14. Aerials 15. Streamline 16. Psycho 17. I–E-A-I–A-O 18. Needles 19. Psycho 20. Johnny 21. War 22. Pictures 23. Mind 24. War? 25. Suggestions

Plötur: System of a down (1998), Toxicity (2001), Steal this album (2002).

Lagalistar: System of a down (plata 1): DDevil, Darts, Mind, Peephole, CUBErt, Soil, Spiders, Suggestions, Suitepee, War?, Sugar, P.L.U.C.K., Know.

Toxicity (plata 2): Prison song, Needles, Deer dance, Jet pilot, X, Chop Suey!, Bounce, Forest, ATWA, Science, Shimmy, Toxicity, Psycho, Aerials.

Steal this album (plata 3): Chic ´n´sty, Innervision, Bubbles, Boom!, Nuguns, A.D.D., Mr. Jack, I-E-A-I-A-I-O, 36, Pictures, Highway song, F**k the system, Ego brain, The Tawaves, Roulette, Streamline.



Nú spyr ég, hvað finnst ykkur um þessa grein, eru einhverjar villur og eruði sammála Topp 25 listanum mínum? Og já, allt frumsamið og þessi grein er ekki copy paste!
muuuu