Iron Maiden - Somewhere in Time Iron Maiden - Somewhere in Time
Released: June 29th, 1986 :: UK Chart Position: 3

Lineup:
Bruce Dickinson (söngur)
Adrian Smith (gítar)
Dave Murray (gítar)
Steve Harris (bassi)
Nicko McBrain (trommur)

Þessi magnaða plata var gefin út, líklega á toppinum. Hún hljómar talsvert öðruvísi en hinar plöturnar, en samt ekki. Það er eins og þeir vilji breyta til, en séu ekki tilbúnir í það. Það sem maður tekur kannski fyrst eftir er það að þeir eru byrjaðir að nota synthizysera… eða hvernig í andskotanum maður skrifar þetta nú. Synthar. Það dugar. En það er samt ekki of mikið af þessu, þetta er allt í góðum gír. Þetta bætir lögin kannski ekkert allsvakalega, en þetta gerir þau ekkert verri heldur. Þessi diskur minnir mig að einhverju leiti á Faith No More, en það er önnur saga. En Maiden höfðu nú þegar búið til nýjan og flottan hljóm og afhverju ekki bara að halda því áfram? Þetta hafa margir Maiden aðdáendur spurt og svarið er einfalt. Hljómsveitir verða að experimenta til þess að vita hvort þeir séu að missa af einhverju. En ég meina, hey ef þeir hefðu ekki gert ‘Somewhere in Time’ svona, þá væri ‘Seventh Son’ ekki eins og hún væri :) En þessi plata einkennist af nýjum hljómum, í bland við gamla. Og ef fólk vill eitthvað fara að tala um einhverskonar þema á plötunni, þá er mjög auðvelt að tengja öll lögin við tíma.

En coverið er alveg ótrúlega magnað. Ég væri ekkert hissa ef það yrði valið flottasta cover allra tíma. Þessi Eddie er að mínu mati langsvalasti Eddie'inn (hann er með leiserbyssu!) og ‘Stranger in a Strange Land’ útgáfan af honum er alveg killer. En ég kaupi mér oft geisladiska bara útaf því að coverið var flott og finnst mér það vera stórt atriði. Ef coverið er ekki flott, er platan ekki jafngóð. En þetta albúm bara vá. Byggt af einhverjum hluta til af sci-fi (science fiction) snilldarverkinu Blade Runner og eru eitthvað í kringum 40 tilvitnarnir í Maiden á því.


Caught Somewhere in Time (Harris)
Það fyrsta sem grípur mann í þessu lagi eru gítar syntharnir. En það er merkilegt að þeir koma bara svo fjandi vel út að maður dáleiðist eiginlega bara. En þegar lagið fer í gang hverfa þeir eiginlega bara. En sumir segja að þetta lag hafi verið byggt á myndinni ‘Time after Time’ sem kom út 1979. En þar finnur H.G. Wells, frægur sci-fi höfundur, upp tímavél, óvart. Wells samdi reyndar bókina ‘The Time Machine’ sem gefin var út 1895. Sú bók segir frá því þegar hann ferðast um tímann að elta vin. Það kemur síðan í ljós að þessi vinur hans var enginn annar en Jack the Ripper. Fyrir þá sem ekki vita þá var Jack the Ripper maður sem drap 5 vændiskonur á strætum Lundúna árið 1888. Allt varð alveg brjálað. Hmm. Hvað ætli myndi ske ef einhver myndi nú taka upp á því að drepa 5 hórur í einhverju skítahverfi í London núna? En aftur að laginu, kominn langt út fyrir siðferðsimörk núna. Lagið fjallar í rauninni um einhvern sem er verið að reyna að fá til að selja sál sína. Ætli hann fái ekki tímavél í staðinn. En það eru sumir sem segja að Bruce syngi illa í þessu lagi. Ég veit ekki hvort ég samþykki það, mér finnst þetta alveg ótrúlega flott lag, á alla kannta.


Wasted Years (Smith)
Ahh, ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag. Ef til vill uppáhaldslagið mitt með Maiden, ég virðist aldrei getað ákveðið mig. Þó svo að það hljómi soldið mainstream, þá er samt góður Maiden hljómur í því og er ég fullkomlega sáttur með það. En ég er þokkalega viss um að chorusinn í þessu er sá flottasti sem ég hef heyrt. En boðskapurinn er tvíræður, annars vegar þá eru þeir nýkomnir heim af lengsta túr þeirra og reyndi hann ótrúlega mikið á þá. H (Adrian) er þá nokkurn veginn að segja hvað hann fór í gegnum. Svo er hins vegar þessi góði boðskapur um að reyna að gera alltaf það besta úr öllu saman, það á ekki eftir að ske aftur. Hvurn djöfullinn er ég nú að bulla? Jú, maður á að sætta sig við nútíðina, ekki vera að bíða eftir betri tímum og ekki vera að taka hluti sem sjálfsagða. Flott lag og ég segi það aftur, ótrúlega flott viðlag.

En ég ætla aðeins að tala um smáskífuna. Á henni er lag sem heitir ‘Reach Out’ og er eftir mann að nafni Dave Colwell. Þegar þeir komu úr World Slavery túrnum fór Nicko fljótt að leiðast. Hann ákvað því að fara og leigja stúdíó þar sem hann gæti trommað. En þar sem það er ekkert gaman að leika sér á trommur einn fékk hann H til þess að koma og spila með honum. H kom þá með vini sína úr Urchin, þá Dave Colwell og Andy Barnett. Þeir stofnuðu band sem þeir kölluðu ‘The Entire Population of Hackney’ og skrifuðu nokkur lög, eins og td þetta. H syngur þetta allt og er þetta eina lagið sem ég veit um sem er ekki sungið af aðalsöngvara Maiden. En það voru ef til vill þessar tilraunir sem sáðu fræjum sem leiddu síðan til þess að H hætti í Maiden og byrja ASAP (Adrian Smith and Project).



Sea of Madness (Smith)
Þetta lag er enn eitt svona sálfræðilegt lag, um einhvern sem er hægt og hægt að snappa. En ástæðan fyrir því að hann er að snappa, gæti verið sú að heimurinn er bara svo slæmur. "Fly so high on wings above. When all you see can only bring you sadness." Þessi character fær svo nóg af öllu þessu ofbeldi og þessari eymd að hann snýr sér bara við og labbar í burtu. Ég gæti vel trúað því að þetta lag hafi verið inspærað af málverkinu ‘The Ship of Fools’ sem Hieronmyus Bosch málaði á 15. Öldinni. Það er einmitt líka um þessi leiðindi sem hrjá mannkynið, það má finna þarna -> http://www.ibiblio.org/wm/paint/auth/bosch/fools/fools.jpg



Heaven Can Wait (Harris)
Þetta lag er ótrúlega flott. Nokkuð lag og eitt af þeim sem hljóma einfaldlega bara mun betur live en á plötu. Sing-along kaflinn sem má finna fyrir gítarsólóin (og eftir eitt reyndar) er sunginn af einhverjum gaurum sem þeir fundu bara á einhverjum pub. Sá pub heitir Tehe's Bar og fékk hann tilvísun á albúminu -> http://www.afreeimagehost.com/upload/3854/somwhere_tehe.jpg og -> http://www.afreeimagehost.com/upload/3854/somewhere_tehe_detail.jpg

En lagið fjallar um Near-Death Experiences, eða NDE. Það eru sagnir frá fólki sem hefur dáið, en lifnað síðan við. Phil Anselmo (ex-Pantera) átti að hafa fengið svoleiðis þegar hann overdosaði af heróíni einhverntímann. Já, dóp er ekkert grín krakkar mínir. urrr. En já, það er erfitt að segja til hvort þetta gerist í alvörunni, eða hvort þetta sé bara heilinn í þér að fara í vörn útaf öllu stressinu sem er í gangi. NDE eru samt ekki neinar sannanir fyrir lífi eftir dauðann, þannig ekkert vera að reyna þetta mikið. Það sem fólkið sér er mjög mismunandi eftir persónum. Visjónið "Tunner of light" sem nefnt er í textanum virðist hins vegar vera frekar vinsælt, en það gæti alveg eins verið komið frá bíómyndafrasanum um að ‘sjá ljósið’. Tvær myndir hafa samt komið út með þessum titli og koma þær þessu lagi ekkert við og ætla ég ekkert að fjalla um þær.


The Loneliness of the Long Distance Runner (Harris)
Þegar ég las titilinn af þessu lagi fyrst, þá gjörsamlega sprakk ég úr hlátri. Enda ótrúlega hlægilegur titill. Svo komst ég að því að þetta væri byggt á smásögu eftir Alan Sillitoe, sem heitir einmitt sama nafni. Þá hló ég meira. Svo kom líka út mynd árið 1962 sem var einnig byggð á þessari bók og hét hún einmitt sama nafninu. Þetta er alveg hræðilegt nafn og furða ég mig ekkert á því að það hafi ekki komið út smáskífa með þessu lagi. En lagið (og bókin og myndin) segir frá sögu ungs hlaupara sem er í fangelsi. Hann er að ögra fangelsisstjóranum með því að halda keppni sem hann ætti að vinna í. Fangelsisvörðurinn leyfir hlaupið því hann heldur að hann geti fengið góðan orðstír ef hann vinnur. En ungi hlauparinn veit að það er verið að nota hann. Afhverju ætti hann að vinna keppni fyrir einhverja sem settu hann í fangelsi? Þetta er alveg ótrúlega góð saga um hippókrisma og mæli ég stórkostlega með henni.


Stranger in a Strange Land (Smith)
Þó svo að titillinn og smáskífumyndin minni á skáldsögu Roberts Heinleins að sama nafni, þá kemur þetta lag henni lítið við, en þó eitthvað. Bókin fjallar um konu sem fer til Mars og er alin upp af Marsbúum. Svo er hún sótt af öðrum Marsleiðangri og færð til jarðar. Lagið fjallar hins vegar um mann sem festist í ís og svo finnst frosinn líkami hans mörgum árum síðar. Þannig að sá maður hefur í rauninni lennt í því sama og konan sem fór til Mars, þegar þau snéru aftur í siðmenninguna. En lagið er líka byggt á raunverulegum leiðangri. H bara varð að skrifa lag um hann þegar hann hitti einn af þeim sem lifðu þann leiðangur af. Þessi sami maður endaði svo með því að verða Maiden fan, og þykir mér það endalaust töff.

Smáskífan kom síðan út 22. Nóvember 1986. Degi síðar fæddist ég! Yay! En Clint Eastwood Eddie'inn á albúminu er alveg endalaust svalur og stendur þetta um hann inní smáskífunni:

"The android with no name walked into the crowded spaceport bar.
Eight-foot tall, with death in his cold android eyes, he strode across
the room. Small green aliens scuttled out of his path. Fearsome
Martian warriors would not meet his gaze and the air froze when he
croaked in his dark gravelly voice, “A pint of bitter please, mate.”
"

Þetta er sko Eddie. En á smáskífunni eru auðvitað aukalög. Þau eru að vísu ekkert voðalega merkileg, en samt smá. Það er fyrst lagið ‘That Girl’ (Barnett, Goldsworth, Jupp) og er þetta lag spilað af The Entire Population of Hackney, nema það að Bruce syngur. Juanita (Barnacle, O'Neil) er annað lag frá The Entire Population of Hackney. Lagið var allt tekið upp af Nicko og H. Svo kemur Bruce og syngur.


Déjá-Vu (Murray, Harris)
Eins og titillinn segir, þá fjallar lagið um Déjá-Vu. Ég held að það viti allir hvað Déjá-Vu er. En ég ætla samt að útskýra það. Það er alltaf að koma fyrir mig, sem og 70% heimsins og er það tilfinning sem maður fær, eins og manni hafi dreymt, eða bara gert, það sem er að gerast. Déjá-Vu er franska og þýðir bara “already seen” eða “hef séð það áður”. Þetta fyrirbrigði er samt nokkuð flókið og eru til nokkrar kenningar um það hvað gerist í raun og veru. Svissneski fræðingurinn Arthur Funkhouser (Funk-houser!) heldur því fram að það séu til nokkrar tegundir af þessu. Hann vill þá að fólk fari að skrifa niður og lýsa þessu og ég veit ekki hvað og hvað. Aðrir segja að þetta sé bara heilinn að mixa saman þátíð og nútíð, sumir segja að þetta sé bara einhverskonar fantasía og enn aðrir halda því fram að heilinn sofni augnablik og þess vegna skeði þetta. Ég veit satt best að segja ekkert hverju ég á að trúa og skipti mér því lítið að þessu.


Alexander the Great (Harris)
Æji, andskotinn. Ef ég ætti tímavél, þá gæti ég bara simplí hoppað örlítið fram í tímann horft á myndina og skrifað síðan heilan helling um Alexander mikla. En nei, ég á ekki tímavél. Því verð ég að lesa helling, en það er bara hollt. En þetta lag er alveg kyngimagnað, það fjallar um, eins og titillinn gefur frekar vel til kynna, um Alexander mikla, sem lagði undir sig Persneska veldið 300og eitthvað fyrir Krist. Sögurnar segja líka að þettta hafi verið eini hershöfðinginn sem tapaði engum bardaga. Alexander fæddist í Makedóníu árið 356 fyrir Krist og var sonur Philips. Philip sá var hvorki meira né minna en konungur Makedóníu. Svo þegar Alexander varð 19 ára varð hann kóngur og allt voða gaman. Hann fór hingað og þangað og drap marga og sigraði marga og ég veit ekki hvað og hvað. Hann sigraði Persneska herinn árið 334 fyrir Krist og konungur þeirra, Darius, flúði til Egyptalands. Þannig að hann sigraði bara Egyptaland líka og stofnaði borgina Alexandríu. Svo drap hann loksins þennan Darius við ánna Tígris og svo hélt hann áfram að sigra fleiri og drepa fleiri. En í endan á þessu lagi kemur smá kenning. Steve vill þá meina að herinn hans hafi orðið þreyttur á því að berjast svona mikið og ekki fylgt honum til Indlands. En þeir fóru reyndar með honum, alveg að Indus ánni. Það er í Pakistan núna. En já, Alexander og herinn hans fóru til Indlands og börðust þar við einhver risa her sem notaðist meðal annars við fíla og fleira. Alexander átti að hafa verið sá eini sem hafði þorað að fara á móti Indverjunum á þessum tíma, en hann gerði það og vann. Svo dó hann 323 fyrir Krist og til eru margar kenningar um hvernig hann dó. Ein er sú að hann hafi farið í margar stórveislur í Babylon og í einni þeirra hafi honum verið byrlað eitur. En Plutarch var ekki á þeim skónum. Hann hélt því fram að þegar hann drakk drykkinn (eitrið var falið í áfengi) hafi hann bara fengið smá magaverk, en sögufræðingar hafi bara ýkt heldur til og gert það að dauðdaga hans. En við fáum líklega aldrei að vita sannleikann, enda nýjar og nýjar kenningar að koma út enn þann dag í dag. En við vitum það þó að þessi mikli hershöfðingi dó 10. Júní 33 ára að aldri. Hvernig menn fá svona nákvæma dagsetningu hef ég ekki hugmynd um.

En aðeins um lagið sjálft. Parturinn á eftir öðru versi finnst mér vera mjög sérstakur. Hann er svo nýr eitthvað. Ef maður hefði verið að hlusta á þessa plötu 1986 í fyrsta skipti og hefði heyrt allt saman, svo allt í einu kæmi þessi kafli þá yrði maður allnok hissa. Enda er þessi kafli alveg ótrúlega flottur. En ég hef heyrt að lagið sé líka í einhverjum svaka dúr, það byggist upp á sömu formúlu og tónskáld hafa verið að nota alveg síðan Bach var og hét, og jafnvel lengra aftur. En mér er nú slétt sama um það, þetta lag er, og mun alltaf vera alveg frábært lag.


Allrighty. Þá er það búið, en ég ætla að enda þetta á því að segja ykkur að þetta hefur alltaf verið uppáhaldsplatan mín með Iron Maiden og verður það líklega um komandi ár. Ég veit ekki alveg hvað það er, en það er eitthvað við hana sem er bara svo frábært eitthvað. Gæti verið coverið, enda tel ég það vera stóran hluta af plötunni og það gæti jafnvel verið þetta tilraunahljóð sem einkennir plötuna. En hvað um það, mér finnst hún frábær og ætla að gefa henni 9 (Ég veit það er minna en ég gaf ‘Number of the Beast’ en who gives a crap um einhverja einkunnagjöf anyway?).

Takk fyrir mig.
indoubitably