Danska thrashmetalsveitin Hatesphere heldur tónleika hér á landi 5. og 6. nóvember.

Þann 5. nóvember munu íslensku hljómsveitinar Hryggjandi Sannleikur, Fighting Shit, I Adapt og Sólstafir styðja frændur sína í Hatesphere með magnaðri tónlistarveislu.

Tónleikarnir þar verða haldnir í Hellinum í TÞM, sem er staðsett við Hólmaslóð 2. ATH. að Strætóleið #2 stoppar beint fyrir framan. Tónleikarnir hefjast í kringum 20 leytið.
Það kostar aðeins 1000kr inn og eru þessir tónleikar leyfðir öllum aldurshópum.

Laugardaginn þann 6. nóvember munu Hatesphere halda síðan sína aðra tónleika, en að þessu sinni á Grand Rokk og mun því vera 20 ára aldurstakmark. Hljómsveitirnar sem koma til með að hita upp fyrir Hatesphere verða Changer og DREP. Gamanið hefst uppúr 22:00 og kostar einungis 1000kr inn.


Tóndæmi:

http://hatesphere.com/Sounds/500_Dead_people_BalletOfTheBrute.mp3

http://hatesphere.com/Sounds/Hatesphere_ReleaseThePain.mp3

http://hatesphere.com/Sounds/HateSphere-HellIsHere.mp3

http://hatesphere.com/Sounds/HateSphere-Hate.mp3


Myndbandadæmi:

http://veffostrid.mi.is/HateSphereLive.avi - ATH, innlennt download! 30 sec clip.