Ég fílaði Ozzy hvað einna best þegar hann spilaði með Randy Roads og gaf frá sér algjöra klassíkera eins og Crazy Train, Bark at the Moon og fleiri slík.

Ég var að fá sent promo með sænskri sveit sem heitir því skemmtilega nafni Hellfueled. Diskurinn heitir Volume One. Ég setti hann undir geislann og …. WOW!

Ozzy reborn!!!

Fyrsta lagið á disknum er hreint magnað. Það heitir Let me Out og inniheldur þvílík gítarhooks að sjálfur Zakk Wylde gæti orðið öfundsjúkur.

Tékkið á laginu hérna:
http://w1.361.telia.com/~u36117806/MP3/Hellfueled%20V olume%20One%20-%20Let%20Me%20Out.wma

Heimasíðan þeirra: http://www.hellfueled.com/

Þessi plata, Volume One, var valin plata mánaðarins í júníhefti hins virta þungarokkstímarits Rock Hard í Þýskalandi. Frægðarsól þeirra í Svíþjóð er ennfremur sífellt að hækka og þeir hafa komið margsinnis fram í útvarpi þar og tónlist þeirra spiluð.

Coverið á nýju plötunni:
http://w1.361.telia.com/~u36115064/Vol%201.J PG
Resting Mind concerts