Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvað það sé sem ræður því hvaða hljómsveitir koma hingað til Íslands.Hvernig velja tónleikahaldarar þær hljómsveitir sem koma hingað?Fara þeir eingöngu eftir plötusölu og vinsældum eða eru þeir að taka einhverja raunverulega áhættu.Með tilkomu Egilshallar þá opnast sá möguleiki að fá stærri og þekktari hljómsveitir til landsins og er Metallica gott dæmi um hljómsveit sem er þekkt og það var ljóst alveg í byrjun að þeir myndu ná að selja þá miða sem væru í boði.

Ef við skoðum þá tónleika sem hafa verið í boði á Íslandi núna í sumar þá hafa allir tónleikar sem hafa tengst rokki eða þungarokki selst mjög vel ( Metallica,Korn Deep Purple ) á meðan annað vinsældapopp virðist vera dæmt til að mistakast ( Sugar Babes,50 Cent ).Eins og þessi dæmi sýna þá er greinilega stór hópur sem hlustar á þungarokk og markaður fyrir þá tegund tónlistar.þá er komið að aðal efni þessarar greinar en það eru tveir spennandi túrar framundan í evrópu á næstunni sem væri mjög spennandi fyrir alla þungarokkara að fá til Íslands.

Fyrst þá eru Slayer og Slipknot að fara á túr sem þeir kalla The Unholy Alliance og er ég viss um að þeir gætu náð einhverstaðar á bilinu 6000 til 10.000 manns.Sem betur fer hef ég orðið svo heppinn að sjá þessar hljómsveitir live.Sá þær á Downloadfestival núna í ár og eru Slayer besta liveband sem ég hef séð og það væri frábært að fá að sjá þessar hljómsveitir hjérna á klakanum og þetta yrði þá í fyrsta skipti sem tvö stór nöfn myndu spila hérna saman.

Númer tvö væri Megadeth en þeir eru líka að fara á evróputúr og ættu allir sem hlusta á Metallica að kannast við þessa hljómsveit enda Dave Mustaine fyrrum meðlimur Metallica og frábær hljóðfæraleikari. Megadeth er útvarpsvænari en Slayer og Slipknot þannig að það mætti alveg búast við að þónokkuð margir myndu mæta jafnvel helmingurinn af þeim sem mættu á Metallica.

Kannski eru það draumórar að halda því fram að einhver sé til í að flytja þessar hljómsveitir inn en væri það nokkuð svo mikil áhætta?Dæmin sýna að þungarokk er mjög vinsælt á Íslandi og virðist bara seljast mjög vel.

Enndilega allir sem væru til í að fá þessar hljómsveitir eða einhverjar aðrar til landsins látið ykkar skoðanir í ljós því þá getum við kannski gefið tónleikahöldurum hugmyndir um hvað þeir eiga að flytja inn næst.