Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég hef farið á. Spennan var ekkert smá mikil fyrir þá og maður var með hnút í magnanum allan daginn.
Ég mætti á staðinn um 7 leytið. Rétt áður en mínus byrjuðu. Því miður missti ég af Brain Police en hef heyrt að þeir hafi verið fínir þarna.

Mínus
Reyndar verður að viðurkennast að það er hljómsveit sem ég hef aldrei fýlað neitt sérstaklega vel. Nema kanski Hey jhonny en það efni er eitthvað sem þeir taka aldrei á tónleikum. Þrátt fyrir álit mitt á mínus fannst mér þeir halda stemmningunni vel, Mjög vel miðað við að þetta hafa verið án efa stæðstu tónleikar sem þeir hafa spilað á. Tóku slagara í bland við önnur lög. Það eru 3 lög sem ég fýlaði vel hjá þeim Romance Ex…, lag sem ég þekki ekki nafnið á og ábreyða þeirra yfir Nice Boy´s eftir Guns and roses.

Það var margt um mannin þarna og hitin nánast óbærilegur um 20 manns sem leið yfir held ég. Þar af nokkrir sem þurftu að fara í sjúkrabíl á spítala. Held það hafi engin slagsmál verið, sem mér fynnst hreint ótrúlegt. Því 18 þúsund íslendingar á einum stað án slagsmála er að ég held Íslandsmet, Kanski var það vegna áfengisbanns sem var á tónleikunum. Hver veit.

Eftir að mínus luku sínu setti og ljósin kviknuðu aftur var spenningurinn í hámarki. Þótt að maður hafi þurft að bíða óþarflega lengi, held það hafi verið um einn og hálfur tími, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Hitinn þarna magnaðist og magnaðist og öll fiðrildin í magnanum á mér flugu og reyndu að komast út án árangurs. Ég held að öllum hafi liðið svona þarna inni spennt!.

Loks! slökknuðu ljósin og introið byrjaði. Epískt intro mjög. Ég er reyndar handviss um að Mortiis hafi samið þetta en vil þó ekki fullyrða það, en það hljómar rosalega mortiis lega. Eitthvað í anda Stargate plötunar. Það voru engin venjuleg laugardalshallar fögnuðir þegar metallica stigu á sviðið heldur voru þetta stadium fagnaðarlæti af bestu gerð. Eitthvað sem maður heyrir á tónleika upptökum útí heimi.
Beint úr introinu byrjaði lag sem allir þekkja. Reyndar held ég að allir þekki öll lögin. Blackened!

ÉG ætla nú ekki að fara yfir öll lögin en það sem mér fannst toppa allt voru þessir hlutir

One, Ég fattaði strax þegar þeir spiluðu sampliðið úr myndinni og ég leit á sviðið með stjörnur í augunum, BRILLIANT, reyndar beið ég eftir að flugelda sýningin kæmi en svo varð ekki, varð þó ekkert vonbrigður þótt sprengingar hefðu toppað allt saman.

Notthing else matters, Söngurinn, ég var í tröppunum þegar þeir spiluðu þetta lag. svo ég sá yfir allan hópinn kveikjara á lofti og þessa rólegu stemmningu eftir hasarinn, djöfull var það flott að sjá þetta 18 þúsund manns kveikjarar og metallica.

Master of puppets og sóló söngurinn sem virðist þó eitthvað hafa klúðrast því maður heyrði fólkið ekkert syngja með því.

Það var eitt sem gerði mig þó smá vonbrigan á tónleikunum. það var þegar James öskraði YEAH!!! og hópurinn á móti og svo kom OOO YEEAHHH og þá var vonin orðin gígantísk há um að heyra SO FUCKING WHAT, en svo varð ekki. En maður getur víst ekki fengi allt sem maður vill.

Over all. Frábært lagaval, ekkert of mikið af nýjum lögum, þótt þeir hefðu mátt taka fleiri gömul og frantic og st anger mátt missa sig fyrir önnur betri. En maður getur nú samt ekki og á ekki að kvarta yfir því þar sem að þetta var nú einusinni s.t anger túrinn. Maður er bara ánægður með að þeir hafi tekið gömul lög.

Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég hef farið á. Stemmningin og allt. Þeir höfðu sína galla, og sína kosti, en það sem yfirgnæfði allt voru ljúfir tónar metallica!


Laga listinn þó ekki í réttri röð
Blackened
Seek and Destroy
Battery
Sanitarium
For Whom the Bell Tolls
Fade to Black
Creeping Death
Sad But true
Wherever I May Roam
Master of Puppets
Nothing Else Matters
St. Anger
Breadfan
Frantic
Fuel
Enter Sandman
One
Harvester of Sorrow


segðið nú endilega ykkar sýn á tónleikunum. Væri gaman að heyra frá eitthverjum sem var með vip miða.