Megadeth - Youthanasia Jæja, þá er best að klára Megadeth. Enda ekki litlir snillingar þar á ferð.

2 árum eftir “Countdown to Extinction” þá var heldur farið að halla undir fæti hjá Megadeth.
Vinsældir Metallica gerði það að verkum að gömlu thrash böndin á borð við Megadeth, Slayer og Sepultura urðu aftarlega á merini í kapphlaupinu um frægð og frama.

Ákveðið var að reyna að gera útvarpsvæna plötu sem gæti skákað við vinsældum Metallica og sett Megadeth aftur á kortið og græða smá aur.

Útkoman varð “Youthanasia” sem kom út árið 1994.

Track Listi:

1. Reckoning Day (Ellefson/Friedman/Mustaine) - 4:35
2. Train of Consequences (Mustaine) - 3:26
3. Addicted to Chaos (Mustaine) - 5:26
4. A Tout le Monde (Mustaine) - 4:27
5. Elysian Fields (Ellefson/Mustaine) - 4:03
6. The Killing Road (Mustaine) - 3:57
7. Blood of Heroes (Mustaine) - 3:57
8. Family Tree (Ellefson/Menza/Mustaine) - 4:07
9. Youthanasia (Mustaine) - 4:09
10. I Thought I Knew It All (Ellefson/Friedman/Menza/Mustaine)3:44
11. Black Curtains (Friedman/Mustaine) - 3:39
12. Victory (Mustaine) - 4:26


Því miður þá hentar það ekki Mustaine að vera að semja útvarpsvæn lög. Hann á að halda sig við að gera stjórnmála slagara með hröðum flóknum riffum og stingandi textum. Öll lögin eru hálf dramatísk og vantar allt fútt í þau.
Eina lagið sem stendur eitthvað uppúr er “A Tout Le Monde” sem er IMO mjög fallegt lag, vel samið og með öllu tilheyrandi.
Það er samt ekki hægt að segja að hin lögin séu eitthvað ílla samin, þau bara hitta ekki í mark.

Credit Listi:

Marty Friedman - Guitar
Max Norman - Producer
David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Nick Menza - Drums, Vocals (bckgr)
Dave Mustaine - Guitar, Vocals, Producer

Valin maður í hverju horni. En enginn af þeim fær að njóta sín að neinu marki.
Maður hefði helst viljað fá að heyra meistaratakta frá Menza, svona svipað og maður fékk að heyra á “Rust in Peace” og “Countdown to…..” en maður fær því miður bara að heyra miðlungs trommuleik sem á vel heima í útvarpi fyrir hinn meðaljón í gulu Hondunni sinni, sem einmitt fílar líka Metallica (ha er til plata með þeim sem heitir Master Of Puppets??).
Sköpunargleði Mustaine er hálf slöpp, fær ekkert að blómstra nema í hinu prýðilega lagi “A Tout Le Monde” og gítarhetjan með permanentið (Friedman) er ekkert að sýna neina sérstaka takta, því miður.
Ellefson hins vegar stendur sig alltaf með prýði, lang vanmetnasti bassaleikari sögunar IMO. Cliff Burton hefði roðnað við hliðina á honum (face it, ekki fleima mig).

Þessi plata er bara þokkaleg, alls ekki meira en það.

Ég gef henni ** af *****

Takk fyri
ibbets úber alles!!!