Metallica - St Anger Eftir 5 ára bið og lagastíflu var kominn tími á nýja plötu hjá okkar mönnum.

Jason Newsted ákvað loksins að yfirgefa samkvæmið eftir áralanga niðurlægingu og einelti frá þeim strákum og stofnaði sitt eigið band, enda löngu búinn að skapa sér nafn og það eitt ætti að geta haldið hljómsveit uppi. Echo Brain hafa gefið út 2 plötur ásamt því að Newsted vann með Gov´t Mule sem inniheldur ekki minni menn en Les Claypool og fleiri.

James fór í meðferð eftir áratuga baráttu við bakkus, gott hjá honum.

Þegar James snéri aftur árið 2001, þá var Metallica ennþá bassaleikara lausir. Ákveðið var að fá Bobo Rock til að plokka bassann enda hafði hann hvort eð er verið með puttana í öllu sem þeir gerðu þannig að um að gera að leyfa honum bara að vera meira memm.
Þó að stuttu eftir að upptökum var lokið fengu þeir til liðs við sig Robert Trujillo fyrrum bassaleikara Suicidal Tendencies og Ozzy Osbourne. Massa töffari sko, með shades og alles.

2002 var stigið í stúdíó til að massa 1 stk plötu, útkoman varð “St. Anger” sem kom út 2003.

Track Listi:

1. Frantic (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 5:51
2. St. Anger (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 7:21
3. Some Kind of Monster (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 8:26
4. Dirty Window (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 5:24
5. Invisible Kid (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 8:31
6. My World (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 5:45
7. Shoot Me Again (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 7:10
8. Sweet Amber (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 5:27
9. The Unnamed Feeling (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 7:10
10. Purify (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 5:14
11. All Within My Hands (Hammett/Hetfield/Rock/Ulrich) - 8:49


Það fyrsta sem maður verður var við er mjög furðulegt og ótrúlega ílla pródúserað sánd. Lélegt gítarsánd, danglandi trommusánd (svipað og mackintosh dolla) og gersamlega handónýtur söngur.
Málið er víst það að þeir stilltu bara öllu draslinu upp í skúr (stúdíó) og byrjuðu bara að glamra og reyndu að hafa allt bara í einni töku og eins hrátt og mögulegt var. Og það tókst….:)
Lögin bjóða svo sem alveg uppá ýmislegt, katsí riff og brútal trommuleik (sem heldur plötunni uppi) og hrikalega þunglynda og erfiða texta. James er heldur betur að gera upp sína reiði og vonleysi sem hann er búinn að vera að halda inní sér alveg síðan að þeir gerðust poparar. Söngur um vonleysi, REIÐI, geðveiki, eilífa óhamingju í brennandi helvíti, og já, var ég búinn að minnast á REIÐI!!
Byrjunar lagið “Frantic” inniheldur eitthvað það hallærislegasta “Tik Tak” gaul sem ég hef heyrt (fyrir utan kanski Give me fuel give me fire gaulið) og flest lögin hafa öll eitthvað álíka lummulegar setningar að geyma. “St. Anger” lagið sjálft inniheldur hinsvegar einn magnaðasta trommuleik Lars síðari ára, það verður gaman að sjá það á tónleikunum.

Credit Listi:

Kirk Hammett
James Hetfield
Bob Rock
Lars Ulrich
Robert Trujillo

Sem fyrr segir, þá er sándið á plötunni hörmulegt, og ótrúlegt að hljómsveit af sömu stærðargráðu og Metallica skuli leyfa sér að gera svona, en það er svo sem ekkert skrýtið þar sem þeir eru orðnir svo vinsælir að þeir gætu sungið “Oh Happy Day” í extended version og það yrði samt vinsælt….mjög vinsælt.
Lars heldur uppi plötunni með trommuleik sínum, engin spurning. Ef sándið væri ekki svona lélegt þá myndi maður ætla að þetta væri hans besta frammistaða í mörg, mörg ár.
Gítarleikur þeirra James og Kirk er svona lala, ekkert meira en það. Ótrúlegt er samt að það skuli vanta sólógítarleik Kirks og getur maður ekki annað en furðað sig á því hvað þeir voru eiginlega að meina með þessu.
Bob spilar á bassa.
Svo er það söngurinn, gmg. Af hverju er maðurinn að gera sjálfum sér þetta? Hann er svo botnlaust falskur á þessari plötu að það er pínlegt að hlusta á það. Laglínan passar ekki jack við neitt lag þarna og er fölsk, hversu slæmt getur það verið.
Ég ætla að orða þetta eins og pabbi einhvers hugarans hérna sagði “af hverju fer maðurinn bara ekki klósettið og lýkur sér af”.
Þó að textarnir séu hinsvegar alveg ágætir, mjög tilfinninga þrungir og segja mikla sögu þá er það bara ekki nóg.
Svo fylgir þarna DVD diskur með svo að við getum fengið að sjá öll herlegheitin í beinni. Æðislegt.

Þessi plata er by far ein sú lélegasta sem þessi annars prýðilega hljómsveit hefur sent frá sér. Ef næsta plata þeirra verður eitthvað svipuð þá er hún búin að vera, ég held reyndar, og gruna að næsta plata þeirri verði þeirra meistaraverk. Dont ask why, ég bara finn það á mér, við skulum vona að þetta sé ekki þeirra síðasta verk.

Ég gef henni ** af *****


Svo að lokum vil ég þakka þeim sem lásu þessar greinar mínar um Metallica og þakka fyrir góð viðbrögð.

Takk fyrir.


ibbets úber alles
ibbets úber alles!!!