The Haunted ? The Haunted made me do it

Hvað getur maður sagt annað en vá. Þetta er önnur plata þessa sænsku meistara.
Ég hafði aldrei trú á þessu bandi, mér fynnst At the gates leiðinlegt band, hafði heyrt eitt lag með The Haunted og fannst það ekkert gott. Ætli maður hafi ekki lent á versta laginu bara. Því þessi diskur slátrar öllu, Þrassað, hratt, melódískt, minnir mann óneitanlega á meistarana í þessum geira Slayer.
Þetta er skemmtileg blanda af melódíu Gautaborgar og Þursamálms riffin og virðist virka. Ég get voðalega lítið borið þessa plötu við önnur verk þeirra einfaldlega vegna þess að þau verk hef ég ekki heyrt. En miðað við dóma þeirra og djöflagang þessarar plötu get ég ekki ímindað mér annað en plötur í svipuðum stíl og gæðaflokki.
Þessi plata þreytist ekki. Lögin eru einfaldlega of sérstök. Ótrúlega melódískirkaflar sem maður í fyrstu gæti vart trúað að passaði inn í tónlistina en eitthvernmegin smella þeir saman einsog lego kubbar. Vel vandað meistaraverk.

Toppar plötunar Under the Surface Leech, Hollow grounds og The world burns.

Lagalisti

01. Dark Intensions
02. Bury Your Dead
03. Trespass
04. Leech
05. Hollow Ground
06. Revelation
07. The World Burns
08. Human Debris
09. Silencer
10. Under the Surface
11. Victim Iced

Tékkið á þessari plötu,