Potentiam Potentiam? Hugsið þið. Þetta er (IMO) besta íslenska hljómsveitin sem spilar metal. Ég ætla að segja aðeins frá þeim.

Árið 1997 var Potentiam stofnuð af Eldi og Forn. Eldur hafði áður verið í Thule árið 1995, og var enn í Thule meðan Potentiam var ekki enn til og Forn hafði verið í sólóverkefni á meðan. Guðmundur Óli Pálmason úr Sólstöfum var þá með í hljómsveitinni, og line-upið var þá Eldur: Söngur og gítar, Forn: Bassi og Guðmundur Trommur, og hljómsveitin fékk nafnið Hel, og Hel tók upp fjögur lög sem ég veit ekki hvar eru niður komin. En Stuttu seinna ákváðu Hel að hætta og Eldur og Forn ákváðu að snúa sér að sólóferlunum og Eldur endurvakti Thule undir nýju nafni en setti Thule svo í pásu og í september 1997 var Potentiam svo stofnuð, af Eldi og Forn(einsog ég sagði áðan). Tíu lög voru svo tekin upp í einkastúdíói, sem fékk nafnið Stúdio Hel. Eina lagið sem komst á demoið Bálsýn sem kom svo seinna út, var Hrafnaþing. Eldur breytti á sama tíma aðeins um stíl á Thule, Breytti nafninu í Curse, og gaf út demo með þeim sem kom út sama ár.

En þá aftur að Potentiam, demoið Bálsýn kom út árið 1998 en vegna fjárskorts kom demoið aðeins út í 50 eintökum. Eitt eintak rataði á borð Avantgardemusic/Wounded Love records á Ítalíu, sem var eitt sinn með Mayhem á sínum snærum og núna með Behemoth. Þeir sýndu Potentiam Mikin áhuga og buðu Potentiam plötu samning uppá þrjár plötur í stúdíoi, og Potentiam afþökkuðu það ekki. Bálsýn var svo tekin aftur upp í stúdíói, en 7 lög af upprunalegu Bálsýn voru á nýja disknum ásamt tvemur nýjum. G.Ó Pálmason kom svo aftur í hljómsveitina sem session trommari á Bálsýn, eftir að hafa haft óþekktan trommara á Demoinu. Geisladiskurinn kom út í ágúst 1999. Og eftir það kom bassaleikari til þeirra, Berti og Forn flutti sig á hljómborð, og spilaði á gítar í sumum lögum.

Eftir að Bálsýn kom út kom dauður tími hjá Potentiam og Eldur fór að vinna aðeins meira að Curse. Potentiam hafði ekki trommara og leituðu að trommara fyrir næstu plötu, sem átti að fá nafnið Orka í Myrkri. Trommarinn sem þeir fundu var Kristján í Changer.

Þeir voru enn að taka upp meðan minidiskur með Curse kom út, Cursed Be Thy Name, hjá No Colours records(fyrsta útgáfufyrirtæki Dimmu Borga, allavega kom For All tid út hjá þeim, en allavega). Kristján hætti svo og allt leit út fyrir að þeir fyndu engann efnilegan trommara á útnáranum Íslandi. Fyrsti geisladiskurinn hjá Curse kom út 2002, Dead Sun Rise á sama tíma, og trommaramál Potentiam fann trommarann úr Myrk, og hann er enn hjá þeim. Orka í myrkri ætti að koma út á næsta ári.

Linkar:
www.Potentiam.com heimasíða þeirra
www.lagmenning.is þar er hægt að finna hljóðbúta með þeim.
www.rokk.is Tvö lög í fullri lengd með þeim
www.avantgardemusic.com Avantgarde/Wounded love records. Það er held ég hægt að kaupa bálsýn í gegnum netið, eða verður hægt á næsta ári, þeir eru að endurbæta síðuna sína í kjölfar 10 ára afmælis.