Marduk Ef þú myndir taka fyrir þér það afrek að ritskoða alla musík sem getur hugsanlega flokkast undir “dauðarokk”, myndir þú aldrei finna neina hljómsveit sem guðlast meira en geðsjúklingarnir í hinni sænsku black metal hljómsveit Marduk. Á sínum 13 ára ferli hefur hljómsveitinn gefið út 3 MCD, 1 demo, 8 breiðskífur, 2 tónleikaplötur og 3 sjö-tommur (7”), en allt frá því að hljómsveitinn var stofnuð hefur hún farið í gegnum litlar breytingar, tónlistarlega og textalega séð. En það er ekki það að flestum aðdáendum bandsins sé ekki drullusama, vegna þess að hljómsveitinn hefur haldið markmiði sínu sem það setti fyrir sig þegar hún var stofnuð árið 1990, að skapa tónlist sem guðlast meira en andskotinn sjálfur!!

Alveg síðan að hljómsveitinn hóf göngu sína í kringum 1990 hefur hún alltaf verið gædd þeim fágætu eiginleikum að hún fer alltaf sínar eigin leiðir og aðlagast ALDREI trendi eða kröfum annara aðila, svo sem plötufyrirtækja eða aðdáenda. Þetta var eitt af þeim skilyrðum sem stofandi hljómsveitarinnar, Morgan Håkansson (gítar) setti þegar hann stóð á bak við stofnun hljómsveitarinnar. Þeir sem gengu til liðs við hann á þessum tíma voru bassaleikarinn Rikard Kalm (sem gengur undir nafinu B-War), trommarinn Joakim Göthberg og söngvarinn Andreas Axelsson, og var þetta line-up starfandi 1990 til 1992. Marduk skapaði sinn sess í sænsku senuni, og æfði eins og brjálæðingar þar til að hún tók upp hið goðsagnakennda þriggja-laga demo, ‘Fuck Me Jesus’ árið 1991. Demoið vann sér inn talsvert cult-fylgi ásamt hljómsveitinni, sem varð á skömmum tíma mjög frábrugðinn öðrum hljómsveitum í kringum sig. Hin umtöluðu Sunlight Studios og sænska dauðarokks-trendið var það fáa sem sænska metal senan hafði upp á að bjóða, en nokkrar black-metal hljómsveitir höfðu mótast á sama tíma og Marduk, eins og til dæmis Dark Funeral, Dissection og Abruptum. Stuttu eftir útgáfu ‘Fuck Me Jesus’ héldu Marduk í Hellspawn Studios, Svíþjóð til að taka upp ‘Here’s No Peace’ 7”, sem innihélt tvö lög, þ.e.a.s – eitt nýtt, ‘Still Fucking Dead’ og endurupptöku af laginu ‘Within The Abyss’. Þegar hljómsveitinn kláraði 7” kom í ljós að plötufyrirtækið sem ætlaði sér að gefa gripinn út var ekki að taka á málunum nógu alvarlega og þess vegna ákvað Marduk að hætta við útgáfu ‘Here’s No Peace’. Þess í stað gerði hljómsveitinn samning við No Fashion Records og bætti við sig gítarleikaranum Devo Andersson árið 1992, og hélt síðan af stað í Hellspawn Studios aftur til að taka upp sína fyrstu plötu, ‘Dark Endless’ – sem leit dagsins ljós síðla árs 1992. Alveg þangað til snemma árs 1993 spiluðu Marduk mörg gig í gengum Svíþjóð og unnu sér inn orðspor sem sýndi gjörvallri senuni að Marduk væri ekkert lamb að leika sér við, og bættu þeir stanslaust við sig í aðdáendahóp sinn sem var þá sífellt stækkandi. ´Dark Endless’ varpaði ljósi á eitthvað sem enginn önnur black metal hljómsveit hafði sýnt áður og þannig urðu Marduk aðskildir öðrum hljómsveitum nokkuð fljótt. Samt er hægari en það sem Marduk hafa framleitt síðar á ferlinum, einungis vegna þess að hljómsveitinn hafði lítið þróast í betri tónlistarmenn fyrr nú. Þegar hljómsveitinn var að æfa og semja nýtt efni fyrir sinn næsta disk stuttu síðar var hljómsveitinn illa leikinn af No Fashion Records, vegna þess að fyrirtækið fór á hausinn. Í þó nokkurn tíma var hljómsveitinn sannfærð um að nú væri öllu lokið fyrir Marduk og framtíð sveitarinnar fyrir bí, en franska fyrirtækið Osmose Productions, sem hafði norsarana Immortal í broddi fylkingar í áraraðir, tók hljómsveitinna undir væng sinn og gaf út plötuna ‘Those Of The Unlight’ í Október 1993. Sama mánuð yfirgaf söngvarinn Andreas Axelsson hljómsveitinna, og trommarinn Joakim Göthberg tók við skylduverkum hans á bak við hljóðnemann, meðan trommarinn Fredrik Andersson fyllti í trommustólinn í staðinn fyrir Göthberg.

Nú þar sem hljómsveitinn hafði þróast og orðið mun betri en áður með ferskara og betra efni undir höndunum þótti góð hugmynd að koma þessum geðsjúklingum á full-skipað tónleikaferðalag, þar sem hljómsveitinn hafði tvær plötur á markaðnum og góða tónleikareynslu af minna-sóttum tónleikum í Svíþjóð. Marduk hafanði mörgum af þeim óspennandi tónleika tilboðum buðust þeim en í staðinn kusu þeir að spila á Black Metal hátið í Osló í Apríl 1994. Seinna tóku þeir sér það hlutverk að hita upp fyrir Immortal og fleiri minna þekktar black metal hljómsveitir á ‘Sons Of Northen Darkness’túrnum í Júní 1994. Er aftur var snúið frá túrnum þegar honum var lokið hóf hljómsveitinn vinnu á framhaldinu af ‘Those Of The Unlight’. ‘Opus Nocturne’, hröð og hörð plata sem loksins sýndi þann brag sem hljómsveitinn vildi sýna, kom í plötubúðir fyrir árslok 1994 og skilaði inn klassískum slögurum eins og ‘Sulphur Souls’, ‘Untrodden Paths (Wolves Part II)’ og ‘Materialized In Stone’ sem sýndi vel hvernig hljómsveitinn stóð á þeim tíma. Tekinn aftur upp í Hellspawn Studios, þá var ósköp ljóst að hljómsveitinn var alllt annað en ánægð með útkomu hluta eins og hljómgæða eða hljóðið á diskunum þeirra, þar sem sándið á ‘Opus Nocturne’ var þunnt og passaði illa við það sem hljómsveitinn stefndi að. Samt sem áður réðst hljómsveitinn á heiminn með annan túr, er gekk undir nafinu ‘Winter War Tour 1995’ sem geysaði yfir Evrópu í einn og hálfan mánuð. Stuttu fyrir túrinn hætti Devo Andersson og Kim Osara kom í stað hans. Marduk hafði komið sér almennilega inn á metal kortið og fékk talsverða umfjöllun í ekki minni tölublöðum en Terrorizer og Scream Magazine, og ekki sé minnst á að ‘Opus Nocturne’ hafði fengið vægast sagt mjög góða dóma í stórum blöðum. Sama ár endurgaf hljómsveitinn svo ‘Fuck Me Jesus’ demo-ið í MCD formi í gegnum Osmose Productions vegna þess hversu stórt cult-orðspor demo-ið hafði haft í för með sér, og var hann umsvifalaust bannaður í sjö löndum fyrir móðgandi titil og cover. Stuttu eftir endur-útgáfu ‘Fuck Me Jesus’ sagði söngvarinn Joakim Göthberg svo skilið við hljómsveitinna ásamt Kim Osara. Marduk eyddu ekki of miklum tíma í að finna hin mjög svo hæfa og verðuga söngvara Legion, sem kom í stað Göthberg sumarið 1995. Ekki nóg með það, heldur spilaði Marduk svo loks sína fyrstu tónleika hinum megin við Atlantshafið í Mexíkó um sumarið 1995 við kröftugar móttökur. Hljómsveitinn setti á svið mjög svo brutal ‘stage-show’ þar sem Legion renndi rakvélablaði yfir æðarnar á sér og spúði eldi, og ekki sé minnst á að söngvarinn rifbeinsbraut sig er hann stökk í gegnum glugga þegar eltingaleikur átti sér stað milli hljómsveitarinnar og öryggisvarða á tónleikastaðnum. Hljómsveitinn eyddi síðan haustinu í að semja ný lög fyrir fjórðu plötu sína, ‘Heaven Shall Burn … When We Are Gathered’.

Marduk afgreiddi vandamálið sem fylgdi því að taka upp í Hellspawn Studios með því að skipta yfir í Abyss Studio, á þeim tíma þegar þar var nokkuð óþekkt og hæfileikar Peter Tagtgren í að pródúsera tónlist býnsa óuppgvötaðir. Samt tókst honum vel við upptökur á gripnum, sem áttu sér stað í Febrúar 1996. Hljómsveitinn sýndi fagmannlegri hlið á sér, bæði í frammistöðu á plötunni og í gæðum disksins, sem er einkum Tagtgren að þakka. Þannig séð, þar sem flest lög á disknum (nema hið mun hægara ‘Dracul Va Domni Din Nou In Transylvania’), eins og til dæmis ‘Beyond The Grace Of God’ og ‘Darkness It Shall Be’ er á hraða sem enginn mælikvarði er til fyrir, er black metal hvort sem er alls ekki auðveldasta form tónlistar til að vinna með ef maður ætlar að ná fram fagmannlegum hljómgæðum. Nokkrum mánuðum eftir að hljómsveitinn yfirgaf hljóðverið snéru þeir aftur í það til að taka upp svona ‘covers-only’ MCD, sem gekk undir nafinu ‘Glorification’. Hann innihélt eitt nýtt lag, ‘Glorification Of The Black God’, auk cover laga upprunalega eftir eldri underground thrash metal hljómsveitir eins og Bathory, Piledriver og Destruction. MCD var gefinn út í samvinnu við ‘Heaven Shall Burn’ túrinn sem fylgdi í kjölfar plötunar, og á túrnum tók hljómsveitinn upp tónleikaplötuna ‘Live In Germania’. ‘Heaven Shall Burn’ túrinn var sá allra stærsti túr sem hljómsveitinn hafði spilað á, enda fór hann í gegnum alla Evrópu alveg fram á síðustu mánuði ársins ’96. Meðan á hinum styttri ‘Legion’ túr stóð, var ‘Live In Germania’ gefinn út, og innihélt platan vel teknar og jafnvel betri útgáfur en þær upprunalegu af þeirra bestu lögum frá fjórum fyrstu plötum þeirra. Marduk hélt síðar beint til Bischofswerda, Þýskalandi til að hita upp fyrir eina af upphafs-hljómsveitum tónlistarinnar, Mayhem, á re-union tónleikum þeirra þar, en Mayhem hafði ekki spilað á tónleikum fyrr í því nærri sjö ár. Stuttu síðar gerði Marduk samning við litla plötufyrirtækið Shadows Records um að gefa út hina löngu gleymdu 7” ‘Here’s No Peace’, sem hafði legið óhreyfð í nærri því sjö ár, en mikil eftirspurn var eftir 7” og því var um að gera að gefa gripinn út. Haustið 1997 gekk Marduk svo loks aftur inn í Abyss Studio til að taka upp sína fimmtu plötu, ‘Nightwing’ – concept plötu sem var býsna frábrugðin því sem hljómsveitinn hafði verið að gera á vissan hátt, og var hún sú allra-mentaðarfyllsta plata sem Marduk hafði gefið út til þessa.

Fyrir útgáfu ‘Nightwing’ gaf hljómsveitinn út svo loks 7” sem kallaðist ‘Slay The Nazarene’, sem innihélt eitt nýtt lag með sama nafni. ‘Nightwing’ kom svo loks út vorið ’98, en olli hörðustu aðdáendum hljómsveitarinnar miklum vonbrigðum, þrátt fyrir að platan sýndi sumar af sterkustu hliðum Marduk. Skipt í tvo kafla, sagði platan sögu um líf og yfirráð stríðsherrans Vlad Tepes Dracula, og kom á óvart hvað fagmannlegir og ljóðrænir textar pössuðu við tónlist af þessari þyngdargráðu og hraða. 1998 var líka árið þar sem Marduk tók þátt í ‘No Mercy Festival Tour’, sem var fyrsta stóra tónleikahátiðinn sem Marduk spilaði á. Marduk tók einnig þátt í ‘Black Metal Aussault’ túrnum þar sem hljómsveitinn var aðalnúmerið. Þar sem hljómsveitinn var alltaf mjög ákveðinn í að teygja út takmörkinn sem voru í vegi hljómsveitarinnar breytti hljómsveitinn algjörlega um stefnu þegar bandið fór aftur í hljóðver, í þetta skipti til að taka upp sinn allra hraðasta disk, ‘Panzer Division Marduk’. Diskurinn, inniheldur aðeins átta lög og endar á sléttum 30 mínutum, var einnig það síðasta sem hljómsveitinn gaf út í gegnum Osmose fyrirtækið og sagði slitið löngu samstarfi við fyrirtækið vegna ónægju við starshætti þess og lélegan stuðning að þeirra hálfu. Þrátt fyrir að tonn af samningstilboðum frá mjög stórum fyrirtækjum lá fyrir augum þeirra ákvað hljómsveitinn þess í stað að stofna eigið plötufyrirtæki til að sjá um frekari útgáfur Marduk, sem var nefnt Blooddawn Productions. Marduk hafði áður lokið við að spila á sínu allra stærsta tónleikaferðalagi, ‘World Panzer Battle Tour’ sem fór í gegnum þrjú meginlönd, þar á meðal Bandaríkjinn, Evrópu og Japan, og einnig lönd sem hljómsveitinn hafði ekki heimstótt áður, svo sem Grikkland.

Fyrsta útgáfa Blooddawn Productions var MCD ‘Obedience’, sem innihélt cover af gamla Celtic Frost slagaranum ‘Into The Crypt Of Rays’, og eitt nýtt lag – ‘Obedience Unto Death’. Stuttu síðar hélt hljómsveitin aftur ‘on the road’ með Deicide og Cannibal Corpse og túraði um Ameríku og kom við á stærstu þungarokkshátíðum í Evrópu, svo sem Wacken Open Air, Waldrock og With Full Force sem um 30.000 manns sækja á hverja ári. Haustið 2000 var einnig tíu ára afmæli hljómsveitarinnar og hljómsveitinn hélt í heimabæ sinn, Norrköping til að spila á tónleikum af tilefni þess á hrekkjavöku, 31.Október – og gaf hljómsveitinn út tvöfalda plötu, ‘Infernal Eternal’ sama dag. Í Desember fór Marduk aftur í stúdío til að taka upp sjöundu plötu þeirra, ‘La Grande Danse Macabre’, sem sýndi melódískari hlið á hljómsveitinni en áður og dálitla tilbreytingu. Aðdáendahópur hljómsveitarinnar stækkaði svo að um munaði, meira en nokkri sinni fyrr og enn og aftur túraði sveitinn meira og meira og komst án efa inn í ‘hall of fame’ black metals, enda hefur hljómsveitinn verið mjög áhfrifamikil frá byrjun og er enn í dag. Árið 2001 var ennig gefið út svokallað box set, ‘Blackcrownded’, sem innihélt sögu bandsins, óútgefnar upptökur, bæði af tónleikum og fleira og líka margt annað gott eins og óútgefið efni á vinyl og picture disc. Í Janúar 2002 var hljómsveitinni svo neitað inngöngu inn í Bandaríkjinn vegna hryðjuverkabylgjunar í kjölfar 11.September 2001. Hljómsveitinn sóaði ekki tíma sínum og hóf strax lagasmíðar á næstu plötu, en þeir fundu fyrir því hvað Fredirik var að fjærlægast hljómsveitinna og meðlimi þess. Þess vegna var hann beðinn um að hætta með bestu óskir um framtíð hans, og var fenginn í hans stað trommarinn Emil Dragutinovic. Line-Up Marduk hefur haldist óbreytt síðan, og trommaði Dragutinovic á nýjasta grip Marduk, ‘World Funeral’ – sem var tekinn upp seint á síðasta ári og gefinn út í Febrúar síðastliðnum í gengum Blooddawn Productions. Hljómsveitinn er nú að hljóðblanda sitt hvað af efni fyrir DVD útgáfu í Nóvember, sem hefur nú þegar fengið nafnið ‘Funeral Marches & Warsongs’. Sumt af því efni var tekið upp á ‘World Funeral Tour 2003’, meðan eitthvað fleira verður fest á filmu á fleiri tónleikaferðalögum í sumar.

Útgáfur Marduk:

‘Fuck Me Jesus’ DEMO – 1991 [??]
‘Dark Endless’ – 1992 [No Fashion]
‘Those Of The Unlight’ – 1993 [Osmose]
‘Opus Nocturne’ – 1994 [Osmose]
‘Fuck Me Jesus’ MCD – 1995 [Osmose]
‘Heaven Shall Burn … When We Are Gathered’ – 1996 [Osmose]
‘Glorification’ MCD – 1996 [Osmose]
‘Live In Germania’ – 1997 [Osmose]
‘Here’s No Peace’ 7” – 1997 [Shadows Records]
‘Nightwing’ – 1998 [Osmose]
‘Slay The Nazarene’ 7” [Osmose]
‘Panzer Divison Marduk’ [Osmose]
‘Obedience’ MCD [Blooddawn Productions]
‘La Grand Danse Macabre’ [Blooddawn Productions]
‘Infernal Eternal: Marduk Live’ [Blooddawn Productions]
‘Blackcrowned: BOX SET’ [Blooddawn Productions/ Century Media]
‘World Funeral’ [Blooddawn Productions]
‘Hearse’ 7” [Blooddawn Productions]