Greinin átti víst að hljóða svona.

Ég ætla að kynna fyrir ykku hljómsveit sem ég er í.

Víð er um staðsettir í Eyjafirðinum í litlum bæ sem heitir Dalvík. Og við höfum verið að dunda okkur við hljómsveit sem við kjósum að kalla “Eat Tobacco” ekki spurja af hverju. Við erum þrír í þessu bandi, og þar spila ég Ómar á gítar, Andri á bassa og Halli á trommur. Við spilum allsskonar rokktónlist alveg upp í metal.
Saga hljómsveitarinnar er nú ekkert löng er samt fræðandi og ekkert síður skemmtileg.
Bandið var stofnað á því herranns ári 2002 og vorum við þá fimm í því, var þá bandið kallað “Exit Kabúl”. Þá var ég söngvari(hörku söngur)tveir gítarleikarar,
Andri bassi og Halli trommari. Við vorum þá að spila frekar mellow rokktónlist en sömdum þó lög. Við áttum eitt lag sem náði gríðalegum vinsældum meðal yngri krakkanna sem var kallað “Flying Nunnes”sem þýðir einfaldlega bara Fljúgandi nunnur
Síðan kom að því að við fengum að spila opinberlega í fyrsta skiptir og átti það að vera þann 17. Júní í einhverju sundlaugarpartíi sem voru svo bara spriklandi og skrækjandi smábörn í. Og var þá látið okkur vita svona viku fyrir 17. og höfðum við mjög lítinn tíma til að æfa okkur þar sem tveir meðlimir áttu heima á Akureyri. En það reddaðist með því að finna 7 laga prógram og þá kusum við að kalla okkur
“The Human Cuecumbers.
Allt gekk eins og djöfullinn mundi sjálfur segja: Hræðilega!
og ekki bara út af því að enginn var að hlusta heldur út af því að það var rigning og trommarinn tók upp á því að fara heim að skíta svona mínútu áður en við áttum að byrja að spila. Og þar að auki þá kunni annar gítarleikarinn ekki lögin. En við við spiluðum ekki frítt, nei nei við fengum 10.000 fyrir að spila, helvítis nánös.
Mánuðir liðu og við breyttum nafninu aftur en bara í Exit Käbül
og ég hætti að syngja og byrjaði að læra á gítar. Þá hætti annar gítarleikarinn þegar hann fattaði að hann væri aumingi og kunni ekki neitt og stofnaði hljómsveitina ”Blackout", Svo hætti hinn og fór líka í Blackout en hætti svo þar, Helvítis Fíflin!
Þá keypti ég mér rafmagnsgítar og og við urðum tríó go við urðum aftur betri en áður.
En þá tóku skóla stjórnendur upp á því að henda okkur út bara út að því að við værum sóðar og gengum aldrei frá eftir okkur og ég var bara með sjónvarp, video og nokkrar klámspólur(big deal)
Þá liðu svo fleiri mánuðir og sumarið leið og skólinn byrjaði.
þá vorum við að verða geðveikir að þessu aðgerðarleysi sem ég veit að nokkrir ykkar sem hafa verið eða eru í hljómsveit hafa upplifað. En við fundum loks kjallara sem við erum að fara að taka í gegn núna um helgina og verður vonandi rokkað feitt allar nærsu helgar á framtíðinni. Jibbí, Gaman Gaman!

En ég vona að þetta hafi verið hafi verið fræðandi og ekki síður skemmtilegt.
Rainmaker kveður!

Eat Tobacco will rule the Earth!
Unas Hath Taken Possession of the Hearts of the Gods.