KoRn Þungarokkhljómsveitinn KoRn gaf út á árinu nýja breiðskífu og nefndist hún Untouchables. Í tilefni þess ætlum við að hafa smá umfjöllun um þá hér. Korn er tímamótahljómsveit í rokksögunni. Johnathan Houseman Davis eða bara Johnathan Davis er söngvari hljómsveitarinnar, hann semur textana sína sjálfur. Þeir eru vörumeki hljómsveitarinnar. Hann áttu mjög erfiða æsku og var lagður í einelti í skóla. Textarnir fjalla oftast um þau efni. David Silveria er trommuleikari og er ekki svona týpískur rokkari. Hann er svona súkkulaðidrengur og er yngsti og feimnasti meðlimur hljómsveitarinnar. Gítarleikarnir tveir, Brian Welch kallaður Head og James Shaffer kallaður Munky voru æskuvinir og eru svona venjulegir rokkarar með sítt ár. Þeir hafa verið þekktir fyrir að leika á 7 strengja gítar sem er mjög sjaldgjæft. Reginald Arvizu kallaður Fieldy er bassaleikarinn í hljómsveitinni. Hann minnir á svona harðkjarnarappara. Bassaleikur er mjög sérstakur. Maður getur ruglað honum við trommuleik. Einnig slær hann alltaf sérkennilega á bassann og gefur það mikilvægan hluta í bassaleik hans. Skemmtilegt er að segja frá því að hann heldur því fram að vera svartur á hörund. En hann er í rauninni ekki svartari en hver annar meðlimur í hljómsveitinni. Fieldy bassaleikarinn og gítarleikararnir tveir James og Brian voru saman í skóla. Þegar þeir þrír voru um 15 ára þá leituðu þeir að trommuleikara í hljómsveitina sína. Einn daginn var hringt í þá og var þá 13 ára strákur. Sagðist hann heita David og spurði hvort þeir leitaðu ekki að trommara. Þeim strákum fannst þetta ansi skemmtilegt og kölluðu hann til sín. Það kom þeim að óvart að drengur var frábær á trommusettið og var hann velkominn í hljómsveitina. Einn daginn fóru James og Brian á skemmtistað og sáu þeir þar rokksveitina Sex Art sem Johnathan söng í. Hljómsveitinn var léleg en Johnathan var góður og buðu þeir honum að vera söngvari í hljómsveit þeirra. Honum leyst ekkert á það en eftir að sálfræðingur hans sagði hann vera heimskan ef hann tæki ekki boðinu sló hann til. Árið 1994 kom fyrsta plata þeirra út og nefnist hún KoRn. Hún sló rækilega í gegn og var mikið tekið eftir textum Johnathans. Frægustu lögin á diskinum eru Blind og Daddy. En í síðarnefnda laginu er fjallað um kynferðislega misnotkun á Johnathan. Margir halda að það hafi verið pabbi hans sem misnotaði hann en lagið er í rauninni um að foreldrar Johnathan´s trúðu ekki honum að hann væri misnotaður að hans sögn. En í laginu brotnar Johnathan niður og fer að hágráta en það var tekið upp og haft í laginu. Lagið hefur einugis einu sinni verið spilað á tónleikum en var svo hætt því Johnathan gat ekki klárað lagið.
Önnur plata kom út árið 1996 og hét Life is Peachy. Frægustu lögin á þeirri plötu eru Good God og A.D.I.D.A.S. Adidas tryggði þeim samnig við fatafyrirtækið Adidas en seinna fengu þeir en stærri samning við Puma. Follow the Leader var þriðja plata þeirra, hún kom út árið 1998. Á upptöku þeirri plötu voru þeir á fyllerí allan tímann en platan hlýur engan skaða af því og er algjört meistarastuykki. Þekktustu lögin á þeim disk eru Freak on a leash og Got the Life. Ár eftir kom út 4. diskurinn þeirra nefnist hann Issues og varð rosalega vinsæll. Og kannast flestir við dúkkuna sem sést framan á diskinum. Þeir auglýstu hann líka rosalega mikið og meðal annars spiluðu allan diskinn live í útvarpi og var það spilað á þúsundum útvarpsstöðva um allan heim. Þeir fengu MTV verðlaun fyrir besta rokkmyndbandi fyrir myndbandið við lagið Falling away from me. Einnig fékk Fred Durst söngvari Limp Bizkit verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði myndbandinu. En loksins nú árið 2002 kom út nýjasti diskurinn þeirra, Untouchables. Og hefur hann verið mjög vinsæll og skartar snilldarlögum á borð við Here to Stay og Thougtless. Korn hafa gert margar hljómsveitir frægar t.d. Limp Bizkit og Orgy. Flestar rokkhljómsveitir nú í dag herma talsvert eftir textum Johnathans og þar má nefna til damis Papa Roach og Linkin Park. En KoRn er ein heitasta og besta hljómsveit í heimi og spennandi að sjá hvað gera á næstu árum.

Kveðja Gunnar KoRn Fan:D