Úrvinnsla frá gamalli skissu síðan í vor. Hugmyndin fjallar um þessar tilfinningar og hvernig þær eitra útfrá sér innra með manni. Þið kannist við tilfinninguna, er það ekki?23x30 cm. Vatnslitir og túss á vatnslitapappír. 2009.
Fyrsta listaverkið sem ég eignast eftir einhvern annan en sjálfa mig:) Þetta er eftir vinkonu mína og skólasystur. Við vorum saman með verkstæði á handverkshátíð í haust og gerðum tréristur. Ég varð svo ástfangin af þessarri mynd þannig að ég fékk hana til þess að skiptast á myndum.
Já, það lítur út fyrir að ég geti ekki teiknað neitt þessa daga nema það sé tengt sögunni minni x]