Hæ hæ

Ég var að spá hvort einhver gæti hjálpað mér. Þannig er að ég er í fyrsta sinn að fá alla fjölskylduna í mat til mín á aðfangadag og vill alls ekki valda þeim vonbrigðum.
Mig vantar svo einhvern góðan forrétt….kannski eitthvað með reyktum eða gröfnum laxi eða eitthvað álíka.
ef þú ert með einhverja góða hugmynd væri gaman að heyra.

Aðalrétturinn verður tvískiptur, þ.e. bæði svínahamborgarahryggur og kjúklingur (ekki spyrja mig með kjúklinginn, einhver hefð í fjölskyldunni)

Eftirrétturinn verður heimalagaður ís
kveðja Fridel