Gleymt lykilorð
Nýskráning
Matargerð

Matargerð

4.965 eru með Matargerð sem áhugamál
15.522 stig
688 greinar
1.435 þræðir
49 tilkynningar
4 pistlar
334 myndir
537 kannanir
8.760 álit
Meira

Ofurhugar

hamid hamid 726 stig
harpajul harpajul 530 stig
Tigerlily Tigerlily 380 stig
simaskra simaskra 360 stig
Olversdottir Olversdottir 290 stig
girlygirl girlygirl 278 stig
chloe chloe 262 stig

Stjórnendur

27. janúar. Eftirréttir Sigurvegari var Kobbmeister með Súkkulaði banana/perutertu.

Súkkulaði banana/peruterta

Svampbotn x2: 4 egg
1 bolli sykur
½ bolli hveiti
2 msk kakó
1 msk kartöflumjöl
1 tsk ger

Aðferð fyrir botnana:
Hrærið saman sykurinn og eggið fyrst, svo kemur restin eftir á.
Svo er líka hægt að kaupa bara brúntertu botn

Miðju fylling:
100 gr smjör
70 gr flórsykur
4 bananar

Kremið: 100 gr smjör
100 gr flórsykur
1 ½ stk. Súkkulaði (plötur)
1 egg
og pínu vanilludropar

Krem aðferð: Sykur, smjör, egg þeytt saman. Súkkulaðið brætt og hellt útí. Kakan skreytt með perum og þeyttum rjóma.

Kobbmeister sendi inn tvær aðrar uppskriftir

Heimalagaður ís eins og að hann gerist bestur

Hráefni:
1 l rjómi, þeyttur
5 egg
180 gr sykur
pínu vanilludropar

Aðferð: Þeytið saman eggin, sykurinn og vanilludropana. Þegar búið er að þeyta þetta allt saman þá eru 4 msk af heitu vatni blandað saman við og fryst í kæli.

Ísterta

Botninn: 4 Eggjahvítur
200 gr sykur
200 gr Kókosmjöl
Þeytt saman, bakað í 1 klst. Við lítin hita (c.a.100°)

Krem: 4 Eggjarauður, þeyttar
60 gr flórsykur
50 gr smjörlíki
þeytt saman.
50 gr Súkkulaði
Svo er allt þeytt saman.
3 ½ dl rjómi þeyttur og frystur í formi.

Aðferðin í stuttu máli: Þið byrjið á því að gera botnin og látið kólna á meðan að rjóminn frýs og þegar að hann er frosnaður seturu hann á botninn og setur svo kremið á.

Evam89 með Súkkulaðibolla.

Súkkulaðibollar
Photobucket - Video and Image Hosting

Hráefni:
2/3 bolli mjólk
1 egg
2 matskeiðar sykur
smá salt
1 bolli súkkulaði (dropar eða rifið)

Aðferð:
Hitið mjólk í litlum potti yfir lágum hita þar til hún fer að sjóða. Látið eggið, sykurinn, saltið og súkkulaðið í blandara eða matvinnsluvél. Látið blandarann eða matvinnsluvélina á lága stillingu. Hellið sjóðandi mjólkinni í í litlu magni. Mjólkin mun elda eggið og bræða súkkulaðið. Blandið þetta í 1 mínútu, eða þar til það er komin "mjúk" áferð. Látið súkkulaðið í 4 bolla og kælið.
Mjög gott með rjóma.

Einnig tók girlygirl þátt með tvær uppskriftir

Sítrónubúðingur

Hráefni:
4 blöð matarlím (8 gr)
2 egg
50 gr sykur
1/2 tsk rifinn sítrónubörkur
1/2 - 3/4 dl sítrónusafi
2 dl rjómi

Aðferð:
Takið til allt hráefni, rífið börkinn og kreistið sítrónuna.
Leggið matarlímið í bleyti í ískalt vatn.
Þeytið egg og sykur.
Þeytið rjóma (munið að þvo þeytarann á milli)
Hellið vatninu af matarlíminu og bræðið yfir vatnsbaði.
Kælið með sítrónusafanum þar til það er lukewarm.
Hellið blöndunni í eggjahræruna og hrærið með sleikju.
Blandið rest út í og hrærið varlega með sleikju.

Kælið í stórri skál eða í litlum skálum, einni fyrir hvern. Berið fram með rjóma.

Skóbót
Photobucket - Video and Image Hosting

Botnar:
4 eggjahvítur
4 dl púðursykur

Aðferð:
Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til blandan er orðin létt og loftkennd. Setjið í tvö smurð form og bakið í 40-45 mín. við 95-120°c.

Krem:
5 dl rjómi
3 kókosbollur
1 banani

Aðferð:
Þeytið rjómann. Takið helminginn frá og geymið. Skerið bananann og kókosbollurnar í litla bita og hrærið saman við rjómann. Setjið blönduna á annan botninn og hinn botninn ofan á. Skreytið með afganginum af þeytta rjóman (jafnvel þeyta meiri rjóma) og kirsuberjum.

27. desember. Smákökur Sigurvegari var Kobbmeister með mömmukökur.

Mömmukökur

1. kg. Hveiti 320 gr. Smjörlíki
2 bollar síróp , heitt
4 tsk natron
2 egg

Krem:
200 gr. Flórsykur
100 gr. Smjörlíki
1 eggjarauða
½ tsk vaniludropar

Gerist svona:
Fletjið út deigið og fáið ykkur svo hringlaga eða blómalaga form til að skera út úr deginu raðið svo á plötu og bakið í 15 mín. við vægan hita (ca. 100°c).
Svo þegar að það er búið að baka setjið þetta þá á eina bökunarplötu í stafla og látið svo standa í stöflum í 2-3 daga með viskustykki ofan á og setjið kremið á sem að er allt hrært saman svo þegar þið eruð búin að setja kremið á milli þá setjiði í machintosh box eða einhvað álíka og látið bíða sirka viku áður en þið borðið. Borðist best þannig nefnilega þá eru þær orðnar mjúkar og fínar og á að drekka ískalda mjólk með.

Takk fyrir mig

27. desember. Ein önnur uppskrift barst í keppnina, hér má sjá hana en hún er eftir cherryslush.

Súkkulaðibitakökur með hnetusmjöri

Photobucket - Video and Image Hosting Hráefni: 125 gr púðursykur 150 gr smjör 150 gr hnetusmjör (crunchy helst) 1 egg 1 tsk vanilla (dropar, essens eða vanillusykur) 200 gr hveiti ½ tsk matarsódi 150 gr suðusúkkulaði (skorið í bita) Aðferð: 1. Smjör og púðursykur þeytt létt og hnetusmjörinu hrært saman við og síðan eggi og vanillu. 2. Ofninn hitaður í 180° gráður. 3. Hveiti og matarsóda hrært við ásamt súkkulaðinu. 4. Sett með teskeið á plötu með bökunarpappír með góðu millibili og síðan er hver kaka flött dálítið út með blautu teskeiðarblaði. 5. Bakaðar ofarlega í ofni í um 12 mínútur og síðan látnar kólna á grind þangað til að þær harðna. Lokaorð: Þetta eru snilldar smákökur en á myndinni líta þær ekkert sérlega vel út. En allavega eru þær mjög bragðgóðar og það er flott "hnetu-og-súkkulaði" bragð af þeim.


10. desember. Kökur og tertur. Sigurvegari var Kobbmeister.

Draumaterta

Svampbotn: 2 egg 70gr. sykur 30gr. hveiti 35gr. kartöflumjöl Marens: 3 eggjahvítur 150gr. sykur bakað í klst. við sirka 100°C Krem: 3 eggjarauður 4 msk. flórsykur 50gr. brætt súkkulaði 1 peli þeyttur rjómi Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Bræddu súkkulaði blandað saman við og þeytt á meðan. Rjóminn þeyttur og öllu blandað varlega saman. Kakan sett saman þannig: Fyrst svampbotninn, síðan u.þ.b. 1 cm þykt lag af þeyttum rjóma og annað eins af kreminu. Síðan marensbotninn og aftur jafn mikið af þeyttum rjóma og afganginn af kremi hafður efst. Hliðarnar skreyttar með þvúi, sem eftir er af rjómanum . Kakan látin bíða samansett í 6-8 tíma Þetta er alveg rosalega góð kaka og ég vil þakka mömmu að leyfa mér að herma eftir uppskriftinni hennar:D:D Takk fyrir mig --------------------

10. desember. Tvær aðrar uppskriftir bárust í keppnina, hér má sjá þá fyrri en hún er eftir cherryslush.

Halló, þetta er böku/köku uppskrift en ég vona að það sé í lagi :-D, enda finnst mér þessi kaka tengjast jólunum eitthvað.

Ítölsk epla og perubaka

Hráefni: 1 börkur af sítrónu 100 g sykur 2 egg 50 g smjör, lint 2 msk romm (má sleppa) 200 g hveiti 1 tsk lyftiduft 4 msk mjólk 2 epli 2 perur

Aðferð: Ofninn hitaður í 180 gráður. Börkurinn rifinn af sítrónunni. Eggin þeytt með sykrinum og smjörinu síðan þeytt saman við ásamt sítrónuberkinum og romminu. Hveiti, lyftiduft og mjólk hrært saman við. Eplin og perunar afhýdd, kjarnahreinsuð, skorin í þunna bita og sett útí. Deiginu jafnað í meðalstórt hringlótt, stráð kanilsykri á kökuna og kakan bökuð í um hálftíma.

Smá "tip" hérna í lokin: Það getur verið gott að skera eplin og perunar allrafyrst því að það tekur mesta tímann. -------------------

saraa sendi líka inn uppskrift í keppnina, hér má sjá hana.

Berja Bomba

Hráefni: 1 poki frosin ber (það er líka hægt að setja fresk ber t.d. jarðaber brómber rifsber hindiber og bláber) ½ lítri rjómi þeyttan(maður ræður því eiginlega hvað maður vill hafa mikið) 1 marens botn: (hafið hann hvítan, keyptan eða bakaðan svo ef þið eigið uppskrift af marensbotn með karamellu inní þá er það mjög gott líka.) 1 plata suðursúkkulaði (saxað)

Aðferð: Setjið marensbotninn á einhvern kökustand setjið þeyttan rjóma ofan á og myndið fjall úr rjómanum, raðið berjunum ofan á rjómann og stráið súkkulaðinu yfir. Ef þið viljið þá er gott að setja sýróp, súkkulaði og karamellu ofan á í lokin --------------------

25. nóvember. Sigurvegari var afigamli.

Mexíkanskt lasagne

400 gr. kjúklingabringur, skornar í strimla 1 pk. Santa Maria Wrap Tortilla 1 pk. Santa Maria Fajita Spice Mix 1 krukka Santa Maria Garlic Salsa 1 dl. rjómi 2 msk. smjör eða matarolía 1 stk. paprika, niðurskorin 1 stk. laukur, niðurskorinn 5 dl. (ca. 200 gr.) rifinn ostur 1 msk. hveiti 1 dl. vatn Brúnið kjúklinginn, laukinn og paprikuna í smjörinu. Stráið yfir hveitinu og fajita kryddinu. Bætið við vatninu, rjómanum og salsasósunni, hrærið. Látið malla í 5-10 mínútur. Setjið tortillu í eldfast mót, setjið fyllingu og tortillu til skiptis, s.s. byrjið og endið á tortillu. Stráið rifna ostinum yfir efstu tortilluna og bakið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur. Berið fram með salati.

Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok