OFNFISKUR I ÁLPAPPIR
-uppskriftin er mjög “cirkabout”

-Fiskur (t.d. þorskur eða ýsa eða annað góðmeti)
-Grænmeti (t.d eru gulrætur, laukur og sveppir mjög góð samsetning,
paprikan stendur líka alltaf fyrir sínu, hef líka prófad hana med vorlauk og
baunaspírum)
-Klípa af smjöri
-Skvetta eplasafi eda hvítvín ef menn vilja vera fínir á því
-Salt og pipar
-Sýrdur rjómi (ef vill)

Fiskflökin skorin i mátuleg stykki og lögð á álpappírinn, krydduð med salti og pipar Grænmeti skorið, passa þarf ad skera þad nógu þunnt svo þad verði til á sama tíma og fiskurinn, og lagt ofan á fiskinn. Klípa af smjöri á hvern skammt og skvetta af eplasafa. Síðan má loka álpappírnum og setja i ofninn, svona 200°C i 20 mín. eða þar til fiskurinn er til. Þegar álpappírinn er svo opnaður er settur smá sýrður rjómi á hvern skammt.
Það má líka skella þessu á grillið.

Með þessu er svo ljómandi gott að hafa hrísgrjón og snittubrauð en ef fiskurinn er grillaður er tilvalið að hafa rósmarínkartöflur með.

RÓSMARÍNKARTÖFLUR

-600 g bökunarkartöflur
-1 msk ólífuolía
-4 hvítlauksrif
-4 stönglar ferkst rósmarín eða 4 msk þurrkað
-salt og pipar

Skerið hverja kartöflu í fjóra báta og sjóðið í ca 5 mín. Saxið hvítlauksrif og rósmaín og setjið í skál ásamt kartöflum, olíu, salti og pipar. Hrærið vel saman og látið standa í nokkrar mín. Raðið kartöflubátunum á grillið og glóðið í 15 mín eða þar til þeir eru orðnir fallega brúnir.

Verði ykkur svo að góðu!