Hráefni

350 g soðinn fiskur (ýsa eða þorskur)
350 g soðnar kartöflur
30 g smjör
1/2 meðalstór laukur
30 g hveiti
4 dl mjólk
1/4 tsk salt
örl. pipar
1/2 soðteningur. (fisk- eða hænsnakraftur)


Aðferð:
Saxið laukinn smátt.
Roð og beinhreinsið soðinn fiskinn. skerið soðnar kartöflurnar í bita.
Bræðið smjörið í potti við meðalhita.
Setjið laukinn í pottinn og mýkið hann í smjörinu. Hann má ekki brúnast.
Bætið hveitinu út í og hrærið þangað til blandan þykknar.
Haldið áfram að hræra og bætið mjólkinni smátt og smátt út í þangað til búið er að nota alla mjólkina.
látið suðuna koma upp og kryddið með teningi, salti og pipar.

Þegar sósan er tilbúin bætið þá soðnum fiski, ýsu eð þorski út í ásamt kartöflunum og látið suðua koma upp

borið fram með rúgbrauði.
Góðan daginn:D;*