Góðir Pítsusnúðar

Hráefni:
1 dl mjólk
1 dl heitt vatn
3 tsk þurrger
1 tsk sykur
1 tsk salt
1 egg
3 msk matarolía
6-6 1/2 hveiti + hveiti til að hnloða upp í

Fylling:
1-1 1/2 dl pítsusósa
50 g pepperóní, má sleppa
nokkrar sneiðar af skinku má sleppa
1 tsk pítsukrydd
2 dl rifinn ostur

Aðferð

1. Blandið saman heitu vatni og mjólk í skál.
2.Mælið gerið og stráið því í skálina.
3.setjið sykur, salt, egg og matarolíu út í skálina.
4.Mælið hveitið og blandið því saman við. Hrærið vel þannig að deigið verði seigt.
5.Látið deigið lyfta sér á volgum stað ef tími er til, gott er að það lyfti sér um helming.
6.Takið til efnið í fyllinguna. Takið til ofnplötu og pappír.
7. Takið deigið úr skálinni, hnoðið það lítillega með hveiti og skiptið því í þrennt. Hnoðið þangað til deigið verður sprungulaust g festist ekki við borð eða hendur.
8.Fletjið deigið út í aflanga lengju, u.þ.b. 15 sinnum 20 cm stóra.
9.smyrjið deigið með pítsusósu,Stráið pítsukryddi,saxaðri skinku, söxuðu pepperóní og osti þar yfir.
10. Rúllið deiginu upp frá lengri hliðinni og skerið það niður í 2-3 sm bita. Raðið snúðunum á bökunarölötu. Sárið á að snúa upp.Þrýstið létt með lófanum á hvern snúð. Nú getið þið valið um að láta snúðana lyftast á ölötunni í 15 mín. og baka þá síðan í 12-15 mín. í 200 °C heitum ofni eða setja þá strax í kaldan ofn, stilla ofninn á 200°c þá tekur baksturinn u.þ.b. 20 mín.
Góðan daginn:D;*