Það var hann Gísli vinur minn sem sendi mér þessa uppskrift fyrir nokkru. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki ennþá sullað þessu saman, en þetta sándar mjög girnilega.
p.s. Ef einhver getur veitt mér upplýsingar um það sem hann nefnir “fimm_krydd” þá væru þær vel þegnar. Endilega sendið mér líka línu ef ykkur dettur í hug að testa þetta.

Verði ykkur að góðu

Kaupa tjúkling, úrbeinaðar bringur og skera í strimla.
Láta þær liggja í dásamlegri blöndu af ólívuolíu, hvítlauk, sítrónu/lime safa, og sulla svo smá soya sósu (fyrir kryddvariantinn) og ná þér svo í krydd sem heitir fimmkrydd og er eitthvað austurlenskt nammibjakk og er algerlega nauðsynlegt.
Látum þetta liggja saman og njóta ásta í eins mikinn tíma og þolinmæði leyfir, hálftími er í sjálfu sér nóg.
Svo skal hita upp vandlega blandaða blöndu af ólívuolíu og sesamolíu á pönnu. Næst skal skera niður grænmeti sem fara skal á þessa pönnu er hún er orðin nægilega heit. Grænmeti skal valið eftir smekk þeirra er elda, en gísli
mælir með: Lauk (stórtskorinn)
Púrrulauk (nauðsyn)
Hvítlauk (ahhhh)
Papriku
og jafnvel engifer (hef ekki reynt það, en það er eflaust alger fantur). Svo bara eitthvað
eins og gulrætur, og jafnvel baby corn og bamboo sticks. Þetta skal steikja á miklum hita en ekki of lengi. Steikja skal tjúklinginn þannig að hann sé orðinn fallegur og góður.
Sjóða núðlur og skella þeim á pönnuna í restina og brjóta 2-3 egg yfir þeim á pönnunni.
Sniðugast þykir að bera þetta fram án þess að blanda þessu öllu saman.
Drekka skal gott rauðvín með þessu, eða bjór, eða vatn, eða kakómalt. Í eftirrétt mælir Gíslinn með því að kaupa hreinann vanilluís og 2stk snickers. Búta snickersin niður í öreindir og setja út á ísinn.

Amminamm.