Þetta er mjög góð súkkulaðikaka. Mér hefur oft verið hrósað fyrir hana sem bestu súkkulaðiköku sem hefur verið smakkað.


1 3/4 bolli hveiti
3 bollar sykur
3/4 bollar kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
2 egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli matarolía
2 tsk vanilludropar
1 bolli heitt vatn þarf ekki að sjóða


Blandið þurrefnum fyrst saman og hræra og svo öllu nema vatninu. Þeyta í eina og hálfa mín og bæta svo vatninu við. Bakið við 175° í 30-35 min.

Kremið:

90gr smjörlíki hræra vel
1/2 bolli kakó
2 3/4 bolli flórsykur
1/3 bolli mjólk
1 tsk vannilludropar


Verði ykkur að góðu!