Ég og fjölskyldan mín fórum upp á Hólavatn í byrjun júlí og
Sara vinkona mín kom með.
Annan daginn þá ákváðum við Sara að baka skúffuköku. Við
vissum auðvitað ekki hvar neitt var, þannig að við byrjuðum á
að leita að uppskrift. Eftir smá basl fudum við uppskrift og
hófumst þá handa við að finna allt í hana. Þá kom upp sú
staða að við fundum ekki vigt, en hún hékk á vegg beint fyrir
framan okkur og loksins þegar við föttuðum það, gátum við
hafist handa. Þetta var dálítið bækluð vigt, þannig að það mátti
ekki neitt koma við vigtina nema það sem verið var að vigta.
En þegar við vorum að vigta sykurinn ýtti ég óvart við vigtinni
svo við vorum svo snjallar að hella öllum sykrinum á borðið á
meðan við löguðum vigtina. Þá var það ekkert smá mál að
koma sykrinum aftur á viktina, en þegar við vorum búnar að
vigta hann, þá gekk allt slysalaust í nokkurn tíma, eða þangað
til við fórum að hræra öllu saman. Þegar við vorum búnar að
vera að hræra degið í svona 20 mínútur án þess að þetta væri
að virka, þá fattaði Sara að við höfðum gleymt að setja
mjólkina. Við drifum auðvitað í því og þá varð degið aðeins
betra (samt mætti halda að helmingurinn af deginu hefði farið
uppúr skálinni, því við settum alla mjólkina í einu og það
skvettist….ja, svona smá uppúr…..) þá hituðum við ofninn á
180 gráðum og fórum að smyrja skúffuna og setja degið oní.
Þá datt okkur það “snjallræði” að selja köku og kaffi hjá
vatminu, því það var mjög mikið af fólki að veiða. Þegar ofninn
var svo orðinn nógu heitur og við ætluðum að setja kökuna
inn, þá komumst við að því að annað dótið til að halda því
uppi, var brotið. Við gátum auðvitað ekkert gert í 180 gráðum til
að laga það, þannig að við fórum út og kölluðum á mömmu
mína og kærastann hennar,sem voru úti á bát, því við
ætluðum út á bát og það þurfti að fylgjast með stjúpbræðrum
mínum. Svo við fórum út á bát og það vildi svo heppiega til að
við festumst á miðju vatninu! Við vorum í björgunarvestum og
mitt var með flautu, svo við byrjuðum að flauta á fullu! Það
heyrði fyrst enginn í okkur, svo við fórum bara í sólbað á
bátnum og létum okkur líða vel! En svo fór okkur að leiðast
svo við byrjuðum aftur að flauta og þá heyrði kærasti mömmu
minnar í okkur og kom siglandi á kanó batt hann við bátinn og
réri í land. Þá æætluðum við Sara að fara að laga ofninn, en
komumst þá að því að þau höfðu lagað hann og sett kökuna
inn í ofn. Svo við fórum bara að gera krem sem var blátt, bleikt,
gult og grænt! Loksins þegar kakan var tilbúin, þá voru allir
farnir sem höfðu verið að veið, svo ekkert varð úr sölunni. En
kakan var samt mjög góð!
Þess má geta að þetta tók um 4-5 klukkutíma + 30 mín í að
þrífa!

Því miður man ég ekki alveg uppskriftina, en ég vona að þetta
hafi samt verið gaman að lesa!