Hæ kæra fólk!

Verð að deila með ykkur einu af því besta sem ég fæ, þótt ótrúlegt megi vera.. Skora á alla að prufa, fljótlegt, ódýrt og sjúklega gott…..

Fiskibollur í bleikri sósu

50 gr smjörlíki
3 msk hveiti
1dl vatn
3dl mjólk eða meir
Safi af fiskibollunum
tómatsósa
sykur
smá salt
Ora fiskibollur í dós(stór dós)
Kartöflur (eins og lystir,væntanlega)

Byrjið að sjóða kartöflurnar.
Smjörvinn bræddur í pott og hveiti hrært við. bætið síðan vatni, og mjólk við, hendið oggupons salti við og svo sykrinum( eins og besti uppstúfur). Slurkur af tómatsósu sett við þangað til sósan er fallega bleik að lit og safi úr ca hálfi fiskibolludós bætt úti.. Nú myndi ég smakka til að athuga hvort þið viljið meiri sykur eða tómatsósu.. Mér finnst best að setja frekar mikinn sykur…sætt og gott. en fer eftir smekk.. Þegar sósan er orðin unaðsleg á bragðið smellið þá bollunum útí, skrælið svo kartöflurnar og leyfið þeim líka að malla með bollunum þangað til bollurnar eru orðnar heitar í gegn. Þá er óhætt að fara að slarfa þessum dýrindisrétt í sig..Mmmmmmmm

Látið mig vita hvernig til tekst og hvort ykkur líkar þetta!!
Sumir muna eftir þessu síðan í gamla daga en svo hlýtur að vera til fullt af fólki sem borðar þetta í dag eins og ég eða hvað???????