Listin að poppa Sælt veri fólkið,

Uppspretta þess að ég skrifa þessa grein er að vinur minn var hjá mér nýlega, ég poppaði fyrir hann og honum fannst þetta besta popp sem hann hafði smakkað. Það kom síðan í ljós að hann mundi ekki hvenær hann hefði borðað ‘Pottapoppað’ popp síðast. Ef þú ert ein(n) af þeim sem notar örbylgjuofninn í poppið skaltu fylgjast með og læra að poppa.

Að búa til popp er mikið vandaverk, hér eru leiðbeiningarnar:

1. Taktu fram pott og pottlok.
2. Settu um 5 mm lag á botn pottsins af matarolíu.
3. Settu maís út í og byrjaðu að hita á hæsta hitastigi.
4. Sæktu skál(ar) á meðan poppið poppast.
5. Þegar poppið virðist vera hætt að poppa skaltu setja það í skálina eða skálarnar eftir því sem við á og slökkva undir hellunni.
6. Saltaðu poppið hæfilega og hristu innihald skálarinnar til að láta saltið dreifast.
7. Borðist og njótist.

Athugið að eftir því sem lagið á matarolíunni er þykkara, þeim mun minni líkur eru á að poppið brennist, og meiri líkur á að það heppnist og verði gott.

Það er gaman að segja frá því að ef popp fer ofan í olíu verður það blautt af matarolíu. Þau eru fá í skálinni svona, en þau eru geggjað góð - Gullmolar.

Njótið vel,
Friðrik Má