Einn af mínum uppáhalds fighterum , var því miður bustaður fyrir steranotkun eftir bardaga hans við Frank Shamrock og var settur í bann í heilt ár! sem er nátturulega fáránlega langt.
Hinn frábæri þjálfari Curtis Vega mun vera með æfingar í Mjölni núna um helgina, 27. og 28. júlí. Curtis er brúnt belti undir Rickson Gracie. Curtis er hress og skemmtilegur kennari og allir Mjölnismenn eru hvattir til að nýta tækifærið og æfa með kappanum. Æfingarnar verða á föstudaginn kl. 18:00 og laugardaginn kl. 13:00. Báðar æfingar eru BJJ gi og eru Mjölnismeðlimum að kostnaðarlausu. Á myndinni er hann með Mjölnisskvísunum Sólveigu Sigurðardóttur og Auði Olgu Skúladóttur.
Renzo Gracie verður með æfingabúðir í Mjölni 14. júní. Takið daginn frá!!!
Þetta er án efa stærsta “nafn” í MMA og BJJ sem hefur komið til Íslands hingað til. Hér er grein í New York Times sem gaman er að lesa. Og hér er opinbera vefsetrið hans: www.renzogracie.com
Jæja UFC 84 um helgina. Fullt af vonandi skemtilegum bardögum og þar á meðal meistara bardagi.
B.J. Penn vs. Sean Sherk Tito Ortiz vs. Lyoto Machida Wanderlei Silva vs. Keith Jardine Thiago Silva vs. Antonio Mendes Wilson Gouveia vs. Goran Reljic
Svo fær Sokoudjou annan séns að sanna sig eftir tapið gegn Machida. Vonandi er hann eftir að standa sig enda á hann að vera frábær júdókappi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..