James Davis er einn af aðalþjálfurum Mjölnis. James er brúnt belti i Jiu Jitsu og hefur víðtæka reynslu úr MMA. James er fær á öllum sviðum, standup-clinch-ground.James er vinsælasti þjálfari Mjölnis frá upphafi enda frábær þjálfari!
Nýr þjálfari bætist í hópinn!
Þá er framkvæmdum við stækkunina í Mjölni lokið. Salurinn er orðinn glæsilegur og búinn öllum helstu tækjum og tólum, búri of fleiru. Smellið hér til að sjá myndir af nýju aðstöðunni.
Árni Ísaksson tapaði á laugardaginn naumlega fyrir Luis “Besouro” Dutre Jr. Bardaganum hefur verið lýst sem svakalegri skemmtun og hníjöfnun og tæpt hver myndi fá sigurinn frá dómurunum. Árni er stiginn upp úr langvarandi meiðslum og greinilega kominn sterkari til baka. Það verður gaman að sjá hvað hann á eftir að gera í framhaldi af þessum bardaga.
Þeir Sveppi og Auddi mætti í Mjölni í dag og fóru m.a. í einkatíma hjá Gunna. Þeir eru áhugasamir um íþróttina og fengu hraðnámskeið í öllum helstu brögðunum. Að æfingu lokinni voru þeir svo teknir í smá iron-man glímu að Mjölnis sið ;) Auk þess fór Gunni upp í studeo til þeirra.
Í gær var stór dagur hjá Mjölni. Fyrst mættu um hundrað manns á æfingu kl. 18:00 þar sem alls ellefu manns voru látnir þreyta “Iron-man” þolraun þar sem þeir glímdu við nýja og ferska æfingafélaga í um tuttugu mínútur hver án þess að fá hvíld. Að því loknu var tíu þeirra gefið bláa beltið og sá ellefti, Sighvatur Helgason, fékk fjólubláa. Sighvatur er aðeins 17 ára og eins og flestir muna þá keppti hann í fullorðinsflokk á Opna Skandinavíska þar sem hann fór með sigur úr bítum.