Gleymt lykilorð
Nýskráning
Bardagaíþróttir

Bardagaíþróttir

3.896 eru með Bardagaíþróttir sem áhugamál
17.094 stig
372 greinar
2.872 þræðir
7 tilkynningar
5 pistlar
797 myndir
504 kannanir
33.266 álit
Meira

Ofurhugar

HwaRang HwaRang 2.584 stig
loco loco 1.014 stig
Freestyle Freestyle 674 stig
qeySuS qeySuS 332 stig
Nekron Nekron 328 stig
seungsang seungsang 314 stig
Khan Khan 302 stig

Stjórnendur

Tvö ný belti í Mjölni (5 álit)

Tvö ný belti í Mjölni Gunnar Nelson gráðaði þá Þráin Kolbeinsson í fjólublátt belti og Þorvald Blöndal í blátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu í Mjölni í dag. Báðir eru þeir afar vel að beltunum komnir. Þráinn er orðinn einn sterkasti BJJ maður Íslands og er skemmst að minnast þegar hann vann gullverðlaun í sínum flokki á Gracie Invitational í London í maí og tók svo silfur í opna flokknum. Þorvald Blöndal þarf ekki að kynna, hann hefur verið einn fremsti judomaður Íslands um langt árabil og unnið til fleiri Íslandsmeistaratitla og annarra verðlauna en ég kann að nefna. Sjá nánar um þetta á Mjölnisvefnum.

Á myndinni má sjá Þorvald og Þráin milli þeirra Gunnars og James Davis.

Does not matter (4 álit)

Does not matter Af því Árni er hetjan mín þá bjó ég til hvetjandi plakat af honum fyrir ykkur hina til að hengja upp á vegginn í herberginu ykkar.

Alltaf þegar mamma ykkar vill ekki leyfa ykkur að vaka eftir seinni laugardagsmyndinni og ykkur langar að skæla yfir því hvað lífið ykkar er erfitt…

Horfið þá á plakatið af Árna og þerrið tárin.

2 öflugir (5 álit)

2 öflugir Strikeforce þungavigtinn lýtur helvíti vel út núna og er vel samkeppnishæf við UFC , ekki bara útaf Batista og Lashley heldur heildar roosterið.

Ég held að Batista eigi eftir að standa sig vel í mma hann á eftir að tæta dósir í sig eiga harða bardaga við mid level gaurana en stoppa síðan á þeim bestu í Strikeforce. Vona bara að Scott Cocker hendi honum ekki í Lashley í fyrsta bardagan sinn.

Bobby Lashley spái ég hinsvegar að muni berjast upp á titilinn á næsta ári. Hvort hann vinnur þori ég ekki að spá um Overeem er helvíti góður líka , en ég mun allvega halda með Lashley

Hérna er nýtt viðtal við Batista
http://www.youtube.com/watch?v=HQgrH72VEIc&feature=player_embedded

HÍJA! (11 álit)

HÍJA! Bestu íþróttirnar gefa stig en ekki spjöld fyrir svona snilldartakta.

Eddie Bravo (1 álit)

Eddie Bravo BJJ iðkandi og góður vinur Joe Rogan.

Með sigur yfir Royler Gracie og þekktur fyrir að hafa fullkomnað rubber guard.

Einn gullmoli frá honum “Weed makes you roll better” Þetta útskýrir afhverju weed er skilgreint sem performance enhancing drug.

FIGHTER BORN TO WIN (10 álit)

FIGHTER BORN TO WIN Það er gaman að segja frá því að Gunni er á forsíðu tímaritsins Physique MMA. Það er gefið út í Dubai en dreift í 9 löndum af Mið-Austurlöndum þ.e. Sameinuðu Arabísku Furstadæminu (UAE), Qatar, Bahrain, Oman, Kuwait, Jordan, Palestine, Iraq og Egypt sem og USA og einhverjum Evrópulöndum. Í blaðinu er íþróttaferli Gunnars gerð skil í máli og myndum í 6 síðna grein sem kallast Gunnar Nelson: FIGHTER BORN TO WIN og er aðalgrein blaðsins.

Þess má geta að eitt þekktasta glímurit heims, Gracie Magazine, er með opnuviðtal við Gunnar í nýjasta tölublaði sínu (nr. 158), en greinin kallast Relaxed mind, bullet-proof body.

Sumarnámskeið Mjölnis (2 álit)

Sumarnámskeið Mjölnis Fullorðnir
Mánudaga og miðvikudaga kl. 20:00 og föstudaga kl. 18:00

Unglingar (13-16 ára)
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:00

Aðalkennarar verða Gunnar Nelson og James Davis

Skráning í síma 692 4455


Athugið að hver æfing er klukkutími

Roger Gracie svæfir Kevin Randleman (12 álit)

Roger Gracie svæfir Kevin Randleman KEVIN RANDLEMAN átti lítinn sjens gegn ROGER GRACIE í Strikeforce um síðustu helgi. Gracie svæfði hann í annarri lotu eftir að hafa droppað Randleman með hnésparki.

Fleiri spoilerar hér að neðan ;)

Annar BJJ maður RONALDO “JACARE” DE SOUZA sigraði JOEY VILLASENOR nokkuð örugglega þó bardaginn hafði farið í dómaraúrskurð.

Flestra augu voru þó á titlibardaganum í þungavigtinni milli ALISTAIR OVEREEM og BRETT ROGERS. Rogers virtist hins vegar ekki mættur í bardagann og Overeem TKO'aði hann á tæpum 4 mínútum.

Þá má geta að ANTONIO SILVA sigraði ANDREI ARLOVSKI á dómaraúrskurði, nokkuð örugglega að mér fannst og RAFAEL “FAJAO” CAVALCANTE sigraði ANTWAIN BRITT með TKO í fyrstu lotu.

Þá held ég að main cardið sé komið. Hef enn ekki séð under cardið.

Roger Gracie og Ronaldo “Jacare” Souza (16 álit)

Roger Gracie og Ronaldo “Jacare” Souza Á meðfylgjandi mynd má sjá Roger Gracie hengja Ronaldo “Jacare” Souza í úrslitaglímunni í opnum flokki ADCC 2005. Þeir verða báðir í eldlínunni um helgina í “Strikeforce - Heavy Artillery” sem fram fer í USA á laugardagskvöldið.

Roger mætir þar Kevin Randleman meðan Jacare tekst á við Joey Villasenor.

Þá verður á cardinu titilbardagi Strikefore í þungvigt þegar Alistair Overeem reynir að verja titil sinn gegn Brett Rogers. Overeem hefur ekki varið titilinn síðan hann vann hann 2007 og hér hefði hann að sjálfsögðu átt að mæta Fedor en því miður verður ekki af því að þessu sinni. Ástæður þess eru með öllu óljósar.

Aðrir bardagar á cardinu eru:
Andrei Arlovski vs. Antonio Silva
Antwain Britt vs. Rafael “Feijao” Cavalcante
Justin DeMoney vs. Jesse Finney
Vitor “Shaolin” Ribeiro vs. Lyle Beerbohm
Lee Brousseau vs. Francisco France
Michael Chandler vs. Sal Woods
Thomas Aaron vs. Eric Steenberg
Gregory Wilson vs. Matt Ricehouse
Darryl Cobb vs. Booker DeRousse

King Mo (17 álit)

King Mo King Mo nýlega kringdur Strikeforce lhw champion. Hann stjórnaði bardaganum allan tíman og átti góðan sigur.

En hann á enþá eftir að fínpússa nokkra hluti hjá sér þá sérstaklega ground&pound tæknina , hann var bara að lemja í hausinn en það er mikilvægt að mixa því upp með body shots til að grinda menn út. Og líka þegar hann var að standa upp úr guardinu náði hann lítið að lenda höggunum þegar hann dýfði sér niður né passa guardið.

Held það sé ekki hagkvæmt að standa upp úr guardinu almennt gefur andstæðingnum séns að lenda upkick eða standa upp.

Annars vona ég að sjá hann berjast meira í Japan því þeir sýna ekki einu sinni entranceinn. Dansaranir sem hann er með í Japan eru líka miklu betri síðan leggja mótshaldaranir meira í showið.

Hér er entrencinn
http://www.youtube.com/watch?v=v7Z3TrsdpdQ
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok